Facebook hefur lokað síðunni sem dreifði nasistaáróðri til ungra karlmanna Eiður Þór Árnason skrifar 19. ágúst 2019 23:45 Áróðursmynd sem fylgdi einni keyptu færslnanna. Á henni sést Adolf Hitler yfir Hallgrímskirkju í Reykjavík með áróðri gegn fjölmenningu. Skjáskot Facebook hefur lokað síðunni sem gekk undir nafninu „Síðasta vígið,“ vegna brota á reglum miðilsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Facebook sem borist hefur þeim notendum sem tilkynntu síðuna. Samkvæmt upplýsingum frá Facebook var umrædd síða stofnuð síðasta laugardag og beindi nafnlaus stjórnandi hennar keyptum auglýsingum að karlmönnum á Íslandi á aldrinum 40 ára og yngri. Í einni auglýsinganna sást andlit Adolfs Hitler en í þeim öllum var rekinn áróður gegn fjölmenningu og fyrir „tilveru norrænna þjóða.“ Á Facebook síðunni var hlekkjað á vefsíðu Norrænu mótstöðuhreyfingunnar en í færslu á vefsíðu hennar sver hún af sér öll tengsl við Facebook síðuna og segir að hópurinn hafi ekki vitað um auglýsingarnar áður en þeim var dreift.Sjá einnig:Íslenskir nasistar kaupa auglýsingar með Hitler á FacebookSkjáskot sem Vísir hefur undir höndumÍ færslu hreyfingarinnar er jafnframt greint frá því að forsvarsmönnum hennar hafi borist tölvupóstur frá ónefndum stjórnanda Facebook síðunnar sem fullyrti að um tíu þúsund Íslendingar hefðu séð auglýsingarnar um helgina. Þess má geta að erfitt er að ganga úr skugga um að sú fullyrðing sé sönn. Ekki kemur fram í tilkynningunni frá Facebook hvaða brot leiddi til þess að umræddri síðu var lokað, en meðal þeirra fjölmörgu takmarkana sem Facebook setur um efni notenda á miðlinum er bann við hatursorðræðu. Facebook Tengdar fréttir Íslenskir nasistar kaupa auglýsingar með Hitler á Facebook Nasistaáróður, meðal annars með andliti Adolfs Hitler, birtist nú íslenskum Facebook-notendum. 18. ágúst 2019 11:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Facebook hefur lokað síðunni sem gekk undir nafninu „Síðasta vígið,“ vegna brota á reglum miðilsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Facebook sem borist hefur þeim notendum sem tilkynntu síðuna. Samkvæmt upplýsingum frá Facebook var umrædd síða stofnuð síðasta laugardag og beindi nafnlaus stjórnandi hennar keyptum auglýsingum að karlmönnum á Íslandi á aldrinum 40 ára og yngri. Í einni auglýsinganna sást andlit Adolfs Hitler en í þeim öllum var rekinn áróður gegn fjölmenningu og fyrir „tilveru norrænna þjóða.“ Á Facebook síðunni var hlekkjað á vefsíðu Norrænu mótstöðuhreyfingunnar en í færslu á vefsíðu hennar sver hún af sér öll tengsl við Facebook síðuna og segir að hópurinn hafi ekki vitað um auglýsingarnar áður en þeim var dreift.Sjá einnig:Íslenskir nasistar kaupa auglýsingar með Hitler á FacebookSkjáskot sem Vísir hefur undir höndumÍ færslu hreyfingarinnar er jafnframt greint frá því að forsvarsmönnum hennar hafi borist tölvupóstur frá ónefndum stjórnanda Facebook síðunnar sem fullyrti að um tíu þúsund Íslendingar hefðu séð auglýsingarnar um helgina. Þess má geta að erfitt er að ganga úr skugga um að sú fullyrðing sé sönn. Ekki kemur fram í tilkynningunni frá Facebook hvaða brot leiddi til þess að umræddri síðu var lokað, en meðal þeirra fjölmörgu takmarkana sem Facebook setur um efni notenda á miðlinum er bann við hatursorðræðu.
Facebook Tengdar fréttir Íslenskir nasistar kaupa auglýsingar með Hitler á Facebook Nasistaáróður, meðal annars með andliti Adolfs Hitler, birtist nú íslenskum Facebook-notendum. 18. ágúst 2019 11:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Íslenskir nasistar kaupa auglýsingar með Hitler á Facebook Nasistaáróður, meðal annars með andliti Adolfs Hitler, birtist nú íslenskum Facebook-notendum. 18. ágúst 2019 11:30