Vísa á fjölskyldu úr landi sem á barn sem er fætt hér á landi og annað barn sem er grafið hér. Náð var í móður og barn í dag en faðirinn finnst ekki. Því er áætlað að aðskilja fjölskylduna og senda móður og barn úr landi í kvöld eða í fyrramálið, en nánar verður fjallað um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.
Þar skoðum við líka nýja skýrslu um barnabótakerfið á Íslandi, en samkvæmt henni styður kerfið hér aðeins við allra tekjulægstu hópana og er í raun fátækrahjálp en ekki almennur stuðningur við barnafjölskyldur eins og í hinum Norðurlöndunum.
Í fréttunum kynnum við okkur líka niðurstöður nýrrar PISA-könnunar, sem sýnir fram á lélega lestrarkunnáttu íslenskra barna. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.
Innlent