Sportpakkinn: „Það eru spennandi tímar hjá Liverpool og hollenska landsliðinu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2019 15:15 Virgil van Dijk á verðlaunaafhendingunni í gær. Getty/Kristy Sparow Lionel Messi vann Gullboltann í sjötta sinn í gær en Arnar Björnsson skoðaði betur manninn sem endaði í öðru sætinu en Virgil van Dijk átti magnað ár með Liverpool og hollenska landsliðinu. Hollenski varnarmaðurinn Virgil van Dijk varð annar í kjörinu á knattspyrnumanni ársins. Margir töldu hann eiga raunhæfan möguleika á að skáka Lionel Messi. Aðeins munaði sjö stigum á þeim, Messi fékk 686 stig, Van Dijk 679 og Cristiano Ronaldo varð þriðji með 476 stig. Síðasti varnarmaðurinn sem var valinn sá besti var Ítalinn Fabio Cannavaro 2006. Messi hefur aldrei unnið gullboltann með jafn litlum mun. „Ég er mjög stoltur af því hve langt ég hef náð á mínum ferli. Stoltur af fjölskyldunni, eiginkonu og börnum sem hafa staðið þétt við bakið á mér. Það að verða annar í keppni um gullskóinn er ótrúlegt. Að vera í hópi með öllum þessum nöfnum, flestir leikmennirnir eru sóknarmenn og því er þetta sérstakt fyrir varnarmann. Þetta ætti að hvetja unga varnarmenn. Síðasta leiktíð var glæsileg hjá okkur og í raun hefðum við alveg getað átt fleiri leikmenn á 30 manna listanum. Allir geta verið ánægðir með árangur Liverpool, kannski hefðum við átt að eiga tvo fleiri á listanum ef ég á að vera hreinskilinn. Síðasta leiktíð á að gefa okkur kraft til að gera enn betur og ná betri árangri en á síðustu leiktíð. Það er markmið okkar. Erfiðast er að halda stöðugleikanum leik eftir leik. Vonandi tekst mér það og bæta mig enn meira. Fólk býst við miklu af mér og reyni að standa undir væntingunum. Það eru spennandi tímar hjá Liverpool og hollenska landsliðinu“, sagði Virgil van Dijk eftir að niðurstaðan í kjörinu lá fyrir. Hollendingurinn, Matthijs de Ligt, var frábær með Ajax á síðustu leiktíð og gekk í sumar til liðs við stórlið Juventus. Hann var valinn sá besti af ungu leikmönnunum. „Það skiptir miklu að vinna þennan titil. Þetta er mikill heiður fyrir mig. Ég held að munurinn hafi ekki verið mikill. Það eru svo margir hæfileikaríkir strákar sem komu til greina. Ég stóð mig vel á síðustu leiktíð og er alsæll með að hafa orðið fyrir valinu. Ég vonast til að bæta mig sem knattspyrnumaður á hverjum degi og sýna hvað ég get, það gengur að minnsta kosti vel núna,“ sagði Matthijs de Ligt. Hér fyrir neðan má sjá Arnar Björnsson fjalla um Hollendingana tvo sem verða væntanlega saman í miðri vörn hollenska liðsins á EM næsta sumar.Klippa: Sportpakkinn: Stoltur að vera í öðru sætinu á eftir Lionel Messi EM 2020 í fótbolta Sportpakkinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira
Lionel Messi vann Gullboltann í sjötta sinn í gær en Arnar Björnsson skoðaði betur manninn sem endaði í öðru sætinu en Virgil van Dijk átti magnað ár með Liverpool og hollenska landsliðinu. Hollenski varnarmaðurinn Virgil van Dijk varð annar í kjörinu á knattspyrnumanni ársins. Margir töldu hann eiga raunhæfan möguleika á að skáka Lionel Messi. Aðeins munaði sjö stigum á þeim, Messi fékk 686 stig, Van Dijk 679 og Cristiano Ronaldo varð þriðji með 476 stig. Síðasti varnarmaðurinn sem var valinn sá besti var Ítalinn Fabio Cannavaro 2006. Messi hefur aldrei unnið gullboltann með jafn litlum mun. „Ég er mjög stoltur af því hve langt ég hef náð á mínum ferli. Stoltur af fjölskyldunni, eiginkonu og börnum sem hafa staðið þétt við bakið á mér. Það að verða annar í keppni um gullskóinn er ótrúlegt. Að vera í hópi með öllum þessum nöfnum, flestir leikmennirnir eru sóknarmenn og því er þetta sérstakt fyrir varnarmann. Þetta ætti að hvetja unga varnarmenn. Síðasta leiktíð var glæsileg hjá okkur og í raun hefðum við alveg getað átt fleiri leikmenn á 30 manna listanum. Allir geta verið ánægðir með árangur Liverpool, kannski hefðum við átt að eiga tvo fleiri á listanum ef ég á að vera hreinskilinn. Síðasta leiktíð á að gefa okkur kraft til að gera enn betur og ná betri árangri en á síðustu leiktíð. Það er markmið okkar. Erfiðast er að halda stöðugleikanum leik eftir leik. Vonandi tekst mér það og bæta mig enn meira. Fólk býst við miklu af mér og reyni að standa undir væntingunum. Það eru spennandi tímar hjá Liverpool og hollenska landsliðinu“, sagði Virgil van Dijk eftir að niðurstaðan í kjörinu lá fyrir. Hollendingurinn, Matthijs de Ligt, var frábær með Ajax á síðustu leiktíð og gekk í sumar til liðs við stórlið Juventus. Hann var valinn sá besti af ungu leikmönnunum. „Það skiptir miklu að vinna þennan titil. Þetta er mikill heiður fyrir mig. Ég held að munurinn hafi ekki verið mikill. Það eru svo margir hæfileikaríkir strákar sem komu til greina. Ég stóð mig vel á síðustu leiktíð og er alsæll með að hafa orðið fyrir valinu. Ég vonast til að bæta mig sem knattspyrnumaður á hverjum degi og sýna hvað ég get, það gengur að minnsta kosti vel núna,“ sagði Matthijs de Ligt. Hér fyrir neðan má sjá Arnar Björnsson fjalla um Hollendingana tvo sem verða væntanlega saman í miðri vörn hollenska liðsins á EM næsta sumar.Klippa: Sportpakkinn: Stoltur að vera í öðru sætinu á eftir Lionel Messi
EM 2020 í fótbolta Sportpakkinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira