Spencer æfur og segir upptökur af Bar Ananas sanna mál sitt Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. desember 2019 12:30 Robert Spencer er ósáttur við hvernig lögreglan og Landspítalinn héldu á máli hans. Getty/ Ida Mae Astute Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu taldi ekki tilefni til að ákæra tvo Íslendinga sem grunaðir voru um að byrla rithöfundinum Robert Spencer vorið 2017. Rannsóknarniðurstöður embættisins bentu upphaflega til þess að málið væri líklegt til sakfellingar, en að frekari gagnaöflun lokinni var það talið ólíklegt. Spencer hefur sjálfur margt við málið að athuga og telur það lykta af samsæri vinstrimanna.Í nýrri færslu á heimasíðu sinni reifar Spencer rannsóknarniðurstöðu aðstoðarsaksóknara Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um mál sitt. Henni var inn rúmum þremur mánuðum eftir meinta byrlun, þann 11. maí 2017, en niðurstöðunni lýkur á því mati aðstoðarsaksóknarans að málið sé líklegt til sakfellingar. Byggði það ekki síst á upptökum úr öryggismyndavélum á skemmtistaðnum Bar Ananas, sem taldar voru sýna tvo íslenska karlmenn á þrítugsaldri blanda fíkniefnum í drykk Spencer.Sjá einnig: Robert Spencer segir Íslending hafa eitrað fyrir sér Málið var sent til ákærusviðs héraðssaksóknara, áður en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk það aftur í sínar hendur. Sjö mánuðum eftir að saksóknari skilaði fyrrnefndum niðurstöðum sínu ákvað embættið að fara fram á frekari gögn; vitnisburð læknisins sem annaðist Spencer á Landspítalanum auk þvag- og blóðsýnis. Vottur af MDMA og amfetamíni fannst í þvagi Spencer ef marka má bráðamóttökuskrá. Þessi sýni voru þó ekki lengur til staðar enda 11 mánuðir liðnir frá því að Spencer leitaði á Landspítalan. Samkvæmt verklagsreglum spítalans er sýnum sem þessum eytt nokkrum dögum eftir að þau eru tekin. Spencer hefur því ýmislegt út á þessa ákvörðun saksóknara að athuga. „Bjuggust þau í alvöru við að þau myndu geyma sýnin í 11 mánuði? Var þetta tilraun héraðssaksóknara til að eyðileggja málið? spyr Spencer í færslu sinni.Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, segir að mál Spencers hafi ratað aftur til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Embættið hafi síðan metið það sem svo að málið væri ekki líklegt til sakfellingar.vísir/vilhelmEinn liður í gagnrýni Spencer er að lögreglan og héraðssaksóknari hafi komist að sitthvorri niðurstöðunni í málinu; lögreglan taldi það líklegt til sakfellingar en héraðssaksóknari ekki. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, segir í samtali við Vísi að þó svo að skoðanamunur sem þessi sé ekki óvenjulegur eigi hann ekki við í þessu tilfelli. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi farið fram á frekari gagnaöflun í máli Spencer og að endingu ákveðið að hætta rannsókn því ekki var talið tilefni til að gefa út ákæru í málinu. Það hafi því ekki verið héraðssaksóknari sem tók þessi ákvörðun eins og Spencer lætur í veðri vaka í færslu sinni. Hvað sem því líður er Spencer ósáttur með það hvernig málið þróaðist og telur hann að íslensku karlmennirnir sem sjást á öryggisupptökunum „eigi að vera í fangelsi fyrir að eitra fyrir mér,“ eins og Spencer orðar það. Þar að auki hefur hann ýmislegt við bráðamóttökulækni á Landspítalanum að athuga, en hann hefur áður viðrað þær athugasemdir sínar í fjölmiðlum. Læknirinn hafi reynt að gera lítið úr atvikinu, verið ókurteis og ónærgætinn.Kvíðakast, ekki eitrun Spencer kvartaði undan lækninum til siðanefndar Læknafélagsins, sem að endingu taldi ekki tilefni til að ávíta lækninn. Í svörum hans til siðanefndarinnar svarar læknirinn gagnrýni Spencer þar og segir meðal annars:Það er hlutverk lögreglu að skera úr um hvort Hr. Spencer hafi sjálfur innbyrt efnin eða verið byrluð þau og leitaði Hr. Spencer sannarlega til lögreglunnar til að fá nánara mat á því. Það breytir í engu tilliti læknisfræðilegu áliti mínu, byggt á tæplega tveggja áratuga reynslu af störfum við lækningar, að einkenni Hr. Spencers hafi stafað af kvíðakasti. Spencer segist í færslu sinni vera sannfærður um að læknirinn og hinir meintu byrlarar muni aldrei þurfa að taka afleiðingum gjörða sinna. „Það sem gerðist er þó á allra vitorði í dag, rétt eins og vilji íslenskra stjórnvalda til að gera mann, sem hefur ekki réttu pólitísku skoðanirnar, að fórnarlambi.“ Dómsmál Íslandsvinir Tengdar fréttir Ömurleg heimsókn til Íslands Robert Spencer skrifar opið bréf til stjórnmálamanna og íslenskra fjölmiðla sem hann segir sér fjandsamlega. 16. maí 2017 15:12 Robert Spencer segir Íslending hafa eitrað fyrir sér "Ég var veikur í nokkra daga, en ég fór á lögreglustöðina og gaf þeim stærra mál en þeir hafa séð í langan tíma.“ 16. maí 2017 10:26 Robert Spencer segir íslenska lækninn hafa sýnt sér dónaskap Bandaríski rithöfundurinn Robert Spencer segir að læknirinn sem rannsakaði hann hér á landi á Landspítalanum eftir meinta eitrunartilraun hafi sýnt sér dónaskap og reynt að gera lítið úr atvikinu. 17. maí 2017 21:40 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu taldi ekki tilefni til að ákæra tvo Íslendinga sem grunaðir voru um að byrla rithöfundinum Robert Spencer vorið 2017. Rannsóknarniðurstöður embættisins bentu upphaflega til þess að málið væri líklegt til sakfellingar, en að frekari gagnaöflun lokinni var það talið ólíklegt. Spencer hefur sjálfur margt við málið að athuga og telur það lykta af samsæri vinstrimanna.Í nýrri færslu á heimasíðu sinni reifar Spencer rannsóknarniðurstöðu aðstoðarsaksóknara Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um mál sitt. Henni var inn rúmum þremur mánuðum eftir meinta byrlun, þann 11. maí 2017, en niðurstöðunni lýkur á því mati aðstoðarsaksóknarans að málið sé líklegt til sakfellingar. Byggði það ekki síst á upptökum úr öryggismyndavélum á skemmtistaðnum Bar Ananas, sem taldar voru sýna tvo íslenska karlmenn á þrítugsaldri blanda fíkniefnum í drykk Spencer.Sjá einnig: Robert Spencer segir Íslending hafa eitrað fyrir sér Málið var sent til ákærusviðs héraðssaksóknara, áður en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk það aftur í sínar hendur. Sjö mánuðum eftir að saksóknari skilaði fyrrnefndum niðurstöðum sínu ákvað embættið að fara fram á frekari gögn; vitnisburð læknisins sem annaðist Spencer á Landspítalanum auk þvag- og blóðsýnis. Vottur af MDMA og amfetamíni fannst í þvagi Spencer ef marka má bráðamóttökuskrá. Þessi sýni voru þó ekki lengur til staðar enda 11 mánuðir liðnir frá því að Spencer leitaði á Landspítalan. Samkvæmt verklagsreglum spítalans er sýnum sem þessum eytt nokkrum dögum eftir að þau eru tekin. Spencer hefur því ýmislegt út á þessa ákvörðun saksóknara að athuga. „Bjuggust þau í alvöru við að þau myndu geyma sýnin í 11 mánuði? Var þetta tilraun héraðssaksóknara til að eyðileggja málið? spyr Spencer í færslu sinni.Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, segir að mál Spencers hafi ratað aftur til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Embættið hafi síðan metið það sem svo að málið væri ekki líklegt til sakfellingar.vísir/vilhelmEinn liður í gagnrýni Spencer er að lögreglan og héraðssaksóknari hafi komist að sitthvorri niðurstöðunni í málinu; lögreglan taldi það líklegt til sakfellingar en héraðssaksóknari ekki. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, segir í samtali við Vísi að þó svo að skoðanamunur sem þessi sé ekki óvenjulegur eigi hann ekki við í þessu tilfelli. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi farið fram á frekari gagnaöflun í máli Spencer og að endingu ákveðið að hætta rannsókn því ekki var talið tilefni til að gefa út ákæru í málinu. Það hafi því ekki verið héraðssaksóknari sem tók þessi ákvörðun eins og Spencer lætur í veðri vaka í færslu sinni. Hvað sem því líður er Spencer ósáttur með það hvernig málið þróaðist og telur hann að íslensku karlmennirnir sem sjást á öryggisupptökunum „eigi að vera í fangelsi fyrir að eitra fyrir mér,“ eins og Spencer orðar það. Þar að auki hefur hann ýmislegt við bráðamóttökulækni á Landspítalanum að athuga, en hann hefur áður viðrað þær athugasemdir sínar í fjölmiðlum. Læknirinn hafi reynt að gera lítið úr atvikinu, verið ókurteis og ónærgætinn.Kvíðakast, ekki eitrun Spencer kvartaði undan lækninum til siðanefndar Læknafélagsins, sem að endingu taldi ekki tilefni til að ávíta lækninn. Í svörum hans til siðanefndarinnar svarar læknirinn gagnrýni Spencer þar og segir meðal annars:Það er hlutverk lögreglu að skera úr um hvort Hr. Spencer hafi sjálfur innbyrt efnin eða verið byrluð þau og leitaði Hr. Spencer sannarlega til lögreglunnar til að fá nánara mat á því. Það breytir í engu tilliti læknisfræðilegu áliti mínu, byggt á tæplega tveggja áratuga reynslu af störfum við lækningar, að einkenni Hr. Spencers hafi stafað af kvíðakasti. Spencer segist í færslu sinni vera sannfærður um að læknirinn og hinir meintu byrlarar muni aldrei þurfa að taka afleiðingum gjörða sinna. „Það sem gerðist er þó á allra vitorði í dag, rétt eins og vilji íslenskra stjórnvalda til að gera mann, sem hefur ekki réttu pólitísku skoðanirnar, að fórnarlambi.“
Dómsmál Íslandsvinir Tengdar fréttir Ömurleg heimsókn til Íslands Robert Spencer skrifar opið bréf til stjórnmálamanna og íslenskra fjölmiðla sem hann segir sér fjandsamlega. 16. maí 2017 15:12 Robert Spencer segir Íslending hafa eitrað fyrir sér "Ég var veikur í nokkra daga, en ég fór á lögreglustöðina og gaf þeim stærra mál en þeir hafa séð í langan tíma.“ 16. maí 2017 10:26 Robert Spencer segir íslenska lækninn hafa sýnt sér dónaskap Bandaríski rithöfundurinn Robert Spencer segir að læknirinn sem rannsakaði hann hér á landi á Landspítalanum eftir meinta eitrunartilraun hafi sýnt sér dónaskap og reynt að gera lítið úr atvikinu. 17. maí 2017 21:40 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Ömurleg heimsókn til Íslands Robert Spencer skrifar opið bréf til stjórnmálamanna og íslenskra fjölmiðla sem hann segir sér fjandsamlega. 16. maí 2017 15:12
Robert Spencer segir Íslending hafa eitrað fyrir sér "Ég var veikur í nokkra daga, en ég fór á lögreglustöðina og gaf þeim stærra mál en þeir hafa séð í langan tíma.“ 16. maí 2017 10:26
Robert Spencer segir íslenska lækninn hafa sýnt sér dónaskap Bandaríski rithöfundurinn Robert Spencer segir að læknirinn sem rannsakaði hann hér á landi á Landspítalanum eftir meinta eitrunartilraun hafi sýnt sér dónaskap og reynt að gera lítið úr atvikinu. 17. maí 2017 21:40