Samherji segir upp öllum skipverjum á stærsta línuveiðiskipinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. desember 2019 10:27 Átján skipverjar á Önnu EA305 eru án vinnu. Vísir/SigurjónÓ Öllum átján skipverjum Önnu EA 305, stærsta línuveiðiskipi Samherja, var sagt upp í gær. Skipstjórinn segir aldrei gaman að fá slík tíðindi en sumir hverjir hafi átt von á þessu. Mikið viðhald og lagfæringar á skipinu eru nauðsynlegar en engar ákvarðarnir höfðu verið teknar um að ráðast í þær. Smári Rúnar Hjálmtýsson, skipstjóri á Önnu EA 305, var um borð í skipinu að setja upp jólaseríu með vélstjóranum þegar blaðamaður náði af honum tali. Hann segir tíðindin hafa borist í gær en þá kom Anna til hafnar á Akureyri þar sem landað var. „Það þarf að gera stórar lagfæringar á skipinu, laga stöðugleikann og svo liggur fyrir vélarúttekt. Þannig að það eru stórir póstar fram undan í viðhaldi og lagfæringum,“ segir Smári Rúnar. Kostnaður upp á að minnsta kosti tugi milljóna króna. Yfirmenn hjá Samherja hafi hins vegar ekki tekið neinar ákvarðanir um breytingar á skipinu.Anna EA 305 á siglingu í Eyjafirði.SamherjiAnna EA 305 er línuveiðiskip, 52 metra langt og 11 metra breitt en það var smíðað í Noregi árið 2001. Smári segir allan fókus hafa verið á grálúðu undanfarin tvö ár. Það sé meðal annars þess vegna sem gera þurfi breytingar á skipinu, svo það henti betur við slíkar veiðar. Skipið hefur mest verið við veiðar fyrir Austfjörðum þar sem landað hefur verið á Neskaupstað. Misjafnt sé hve langur uppsagnarfrestur skipverjanna sé, það fari eftir starfstíma hvers og eins. „Það er aldrei gaman að fá uppsagnir en svona er þetta,“ segir Smári. Þeir hafi sumir hverjir allt eins átt von á tíðindunum enda hafði ekkert heyrst frá yfirmönnum Samherja varðandi nauðsynlegar lagfæringar. Ekki náðist í Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóra Samherja, við vinnslu fréttarinnar. Samherji hefur verið í kastljósinu undanfarnar vikur vegna ásakana um mútugreiðslur til að komast yfir kvóta í Namibíu. Þorsteinn Már Baldvinsson steig úr stóli forstjóra á meðan málið er til rannsóknar. Sex embættismenn hafa verið ákærðir í Namibíu vegna málsins. Það er á borði héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra hér á landi. Akureyri Samherjaskjölin Sjávarútvegur Vinnumarkaður Vistaskipti Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira
Öllum átján skipverjum Önnu EA 305, stærsta línuveiðiskipi Samherja, var sagt upp í gær. Skipstjórinn segir aldrei gaman að fá slík tíðindi en sumir hverjir hafi átt von á þessu. Mikið viðhald og lagfæringar á skipinu eru nauðsynlegar en engar ákvarðarnir höfðu verið teknar um að ráðast í þær. Smári Rúnar Hjálmtýsson, skipstjóri á Önnu EA 305, var um borð í skipinu að setja upp jólaseríu með vélstjóranum þegar blaðamaður náði af honum tali. Hann segir tíðindin hafa borist í gær en þá kom Anna til hafnar á Akureyri þar sem landað var. „Það þarf að gera stórar lagfæringar á skipinu, laga stöðugleikann og svo liggur fyrir vélarúttekt. Þannig að það eru stórir póstar fram undan í viðhaldi og lagfæringum,“ segir Smári Rúnar. Kostnaður upp á að minnsta kosti tugi milljóna króna. Yfirmenn hjá Samherja hafi hins vegar ekki tekið neinar ákvarðanir um breytingar á skipinu.Anna EA 305 á siglingu í Eyjafirði.SamherjiAnna EA 305 er línuveiðiskip, 52 metra langt og 11 metra breitt en það var smíðað í Noregi árið 2001. Smári segir allan fókus hafa verið á grálúðu undanfarin tvö ár. Það sé meðal annars þess vegna sem gera þurfi breytingar á skipinu, svo það henti betur við slíkar veiðar. Skipið hefur mest verið við veiðar fyrir Austfjörðum þar sem landað hefur verið á Neskaupstað. Misjafnt sé hve langur uppsagnarfrestur skipverjanna sé, það fari eftir starfstíma hvers og eins. „Það er aldrei gaman að fá uppsagnir en svona er þetta,“ segir Smári. Þeir hafi sumir hverjir allt eins átt von á tíðindunum enda hafði ekkert heyrst frá yfirmönnum Samherja varðandi nauðsynlegar lagfæringar. Ekki náðist í Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóra Samherja, við vinnslu fréttarinnar. Samherji hefur verið í kastljósinu undanfarnar vikur vegna ásakana um mútugreiðslur til að komast yfir kvóta í Namibíu. Þorsteinn Már Baldvinsson steig úr stóli forstjóra á meðan málið er til rannsóknar. Sex embættismenn hafa verið ákærðir í Namibíu vegna málsins. Það er á borði héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra hér á landi.
Akureyri Samherjaskjölin Sjávarútvegur Vinnumarkaður Vistaskipti Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira