Leikmenn Georgetown háskólans ákærðir fyrir innbrot, líkamsárás og kynferðislega áreitni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2019 21:00 Leikmenn Georgetown háskólans í leik í vetur. Getty/Emilee Chinn Það er ekki góð staða á körfuboltaliði Georgetown háskólans þessa dagana eftir að þrír leikmenn liðsins voru kærðir til lögreglu og einn til viðbótar yfirgaf skólann. Bandaríski íþróttamiðillinn ESPN fjallar um fjölmargar ákærur á leikmenn liðsins en blaðamenn ESPN komust yfir réttargögn í málinu sem samnemendur leikmannanna hafa höfðað gegn þeim.Court docs obtained by @CBSSports show multiple accusers making multiple allegations in Nov. of sexual harassment, violence and burglary against three Georgetown players. Two are still on the roster. Georgetown has not responded to requests for comment. https://t.co/c5E8989Nrz — Matt Norlander (@MattNorlander) December 3, 2019 Körfuboltaleikmennirnir Josh LeBlanc og Galen Alexander fengu báðir nálgunarbann eftir að hafa gerst sekir um innbrot og áreitni og nýliðinn Myron Gardner var ákærður fyrir líkamsárás og kynferðislega áreitni. Fórnarlömbin eru tveir herbergisfélagar. „Joshua LeBlanc brást við ásökunum mínum um meint innbrot þann 16. september 2019 með því að hóta mér og herbergisfélaga mínum líkamstjóni. Hann hélt síðan áfram að hóta mér í gegnum smáskilaboð vikuna á eftir,“ segir í kærunni. Herbergisfélagarnir fengu nálgunarbann gegn þeim LeBlanc og Alexander en þeir létu ekki sjá sig í réttarhaldinu og spiluðu sama kvöld með Georgetown háskólaliðinu. Umræddur herbergisfélagi kom síðan með aðra kæru á hendur þeim Josh LeBlanc og Galen Alexander en einnig gegn liðsfélaga þeirra Myron Gardner. Hún sakaði Gardner um kynferðislega áreitni og líkamsárás 15. september og sagði síðan að þeir Gardner, LeBlanc og Alexander hafi framið innbrot á heimili hennar daginn eftir. Hún kærði þá bæði hjá lögreglunni í Washington sem og hjá sérlögreglu Georgetown háskólans.Georgetown’s PG James Akinjo and reserve big man Josh LeBlanc will no longer be members of the Hoyas’ basketball team https://t.co/MCdmVY9bu8 — Sports Illustrated (@SInow) December 3, 2019 Galen Alexander hefur spilað alla sjö leiki Georgetown á þessu tímabili og þeir Josh LeBlanc og Myron Gardner hafa verið með í sex leikjum. Georgetown hefur gefið það út að Josh LeBlanc og byrjunarliðsleikstjórnandinn James Akinjo væri á förum úr skólanum. Skólinn gaf enga ástæðu fyrir brottför þeirra en gaf seinna út yfirlýsingu þar sem kemur fram að skólayfirvöld taka allar ásakanir alvarlega og muni rannsaka þær á sanngjarnan hátt fyrir alla aðila. Brotthvarf James Akinjo tengist málinu þó ekki neitt en hann vildi sjálfur skipta yfir í annan skóla. Þjálfari liðsins er Patrick Ewing, fyrrum leikmaður New York Knicks og meðlimur í bandaríska draumaliðinu á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992.Big announcement from Georgetown - starting point guard James Akinjo and reserve big man Josh LeBlanc are no longer playing for the team. pic.twitter.com/VcSJ7zJAQL — Ava Wallace (@avarwallace) December 2, 2019 Bandaríkin Körfubolti Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Kærkominn sigur City Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Enski boltinn Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Sjá meira
Það er ekki góð staða á körfuboltaliði Georgetown háskólans þessa dagana eftir að þrír leikmenn liðsins voru kærðir til lögreglu og einn til viðbótar yfirgaf skólann. Bandaríski íþróttamiðillinn ESPN fjallar um fjölmargar ákærur á leikmenn liðsins en blaðamenn ESPN komust yfir réttargögn í málinu sem samnemendur leikmannanna hafa höfðað gegn þeim.Court docs obtained by @CBSSports show multiple accusers making multiple allegations in Nov. of sexual harassment, violence and burglary against three Georgetown players. Two are still on the roster. Georgetown has not responded to requests for comment. https://t.co/c5E8989Nrz — Matt Norlander (@MattNorlander) December 3, 2019 Körfuboltaleikmennirnir Josh LeBlanc og Galen Alexander fengu báðir nálgunarbann eftir að hafa gerst sekir um innbrot og áreitni og nýliðinn Myron Gardner var ákærður fyrir líkamsárás og kynferðislega áreitni. Fórnarlömbin eru tveir herbergisfélagar. „Joshua LeBlanc brást við ásökunum mínum um meint innbrot þann 16. september 2019 með því að hóta mér og herbergisfélaga mínum líkamstjóni. Hann hélt síðan áfram að hóta mér í gegnum smáskilaboð vikuna á eftir,“ segir í kærunni. Herbergisfélagarnir fengu nálgunarbann gegn þeim LeBlanc og Alexander en þeir létu ekki sjá sig í réttarhaldinu og spiluðu sama kvöld með Georgetown háskólaliðinu. Umræddur herbergisfélagi kom síðan með aðra kæru á hendur þeim Josh LeBlanc og Galen Alexander en einnig gegn liðsfélaga þeirra Myron Gardner. Hún sakaði Gardner um kynferðislega áreitni og líkamsárás 15. september og sagði síðan að þeir Gardner, LeBlanc og Alexander hafi framið innbrot á heimili hennar daginn eftir. Hún kærði þá bæði hjá lögreglunni í Washington sem og hjá sérlögreglu Georgetown háskólans.Georgetown’s PG James Akinjo and reserve big man Josh LeBlanc will no longer be members of the Hoyas’ basketball team https://t.co/MCdmVY9bu8 — Sports Illustrated (@SInow) December 3, 2019 Galen Alexander hefur spilað alla sjö leiki Georgetown á þessu tímabili og þeir Josh LeBlanc og Myron Gardner hafa verið með í sex leikjum. Georgetown hefur gefið það út að Josh LeBlanc og byrjunarliðsleikstjórnandinn James Akinjo væri á förum úr skólanum. Skólinn gaf enga ástæðu fyrir brottför þeirra en gaf seinna út yfirlýsingu þar sem kemur fram að skólayfirvöld taka allar ásakanir alvarlega og muni rannsaka þær á sanngjarnan hátt fyrir alla aðila. Brotthvarf James Akinjo tengist málinu þó ekki neitt en hann vildi sjálfur skipta yfir í annan skóla. Þjálfari liðsins er Patrick Ewing, fyrrum leikmaður New York Knicks og meðlimur í bandaríska draumaliðinu á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992.Big announcement from Georgetown - starting point guard James Akinjo and reserve big man Josh LeBlanc are no longer playing for the team. pic.twitter.com/VcSJ7zJAQL — Ava Wallace (@avarwallace) December 2, 2019
Bandaríkin Körfubolti Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Kærkominn sigur City Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Enski boltinn Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Sjá meira