Leikmenn Georgetown háskólans ákærðir fyrir innbrot, líkamsárás og kynferðislega áreitni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2019 21:00 Leikmenn Georgetown háskólans í leik í vetur. Getty/Emilee Chinn Það er ekki góð staða á körfuboltaliði Georgetown háskólans þessa dagana eftir að þrír leikmenn liðsins voru kærðir til lögreglu og einn til viðbótar yfirgaf skólann. Bandaríski íþróttamiðillinn ESPN fjallar um fjölmargar ákærur á leikmenn liðsins en blaðamenn ESPN komust yfir réttargögn í málinu sem samnemendur leikmannanna hafa höfðað gegn þeim.Court docs obtained by @CBSSports show multiple accusers making multiple allegations in Nov. of sexual harassment, violence and burglary against three Georgetown players. Two are still on the roster. Georgetown has not responded to requests for comment. https://t.co/c5E8989Nrz — Matt Norlander (@MattNorlander) December 3, 2019 Körfuboltaleikmennirnir Josh LeBlanc og Galen Alexander fengu báðir nálgunarbann eftir að hafa gerst sekir um innbrot og áreitni og nýliðinn Myron Gardner var ákærður fyrir líkamsárás og kynferðislega áreitni. Fórnarlömbin eru tveir herbergisfélagar. „Joshua LeBlanc brást við ásökunum mínum um meint innbrot þann 16. september 2019 með því að hóta mér og herbergisfélaga mínum líkamstjóni. Hann hélt síðan áfram að hóta mér í gegnum smáskilaboð vikuna á eftir,“ segir í kærunni. Herbergisfélagarnir fengu nálgunarbann gegn þeim LeBlanc og Alexander en þeir létu ekki sjá sig í réttarhaldinu og spiluðu sama kvöld með Georgetown háskólaliðinu. Umræddur herbergisfélagi kom síðan með aðra kæru á hendur þeim Josh LeBlanc og Galen Alexander en einnig gegn liðsfélaga þeirra Myron Gardner. Hún sakaði Gardner um kynferðislega áreitni og líkamsárás 15. september og sagði síðan að þeir Gardner, LeBlanc og Alexander hafi framið innbrot á heimili hennar daginn eftir. Hún kærði þá bæði hjá lögreglunni í Washington sem og hjá sérlögreglu Georgetown háskólans.Georgetown’s PG James Akinjo and reserve big man Josh LeBlanc will no longer be members of the Hoyas’ basketball team https://t.co/MCdmVY9bu8 — Sports Illustrated (@SInow) December 3, 2019 Galen Alexander hefur spilað alla sjö leiki Georgetown á þessu tímabili og þeir Josh LeBlanc og Myron Gardner hafa verið með í sex leikjum. Georgetown hefur gefið það út að Josh LeBlanc og byrjunarliðsleikstjórnandinn James Akinjo væri á förum úr skólanum. Skólinn gaf enga ástæðu fyrir brottför þeirra en gaf seinna út yfirlýsingu þar sem kemur fram að skólayfirvöld taka allar ásakanir alvarlega og muni rannsaka þær á sanngjarnan hátt fyrir alla aðila. Brotthvarf James Akinjo tengist málinu þó ekki neitt en hann vildi sjálfur skipta yfir í annan skóla. Þjálfari liðsins er Patrick Ewing, fyrrum leikmaður New York Knicks og meðlimur í bandaríska draumaliðinu á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992.Big announcement from Georgetown - starting point guard James Akinjo and reserve big man Josh LeBlanc are no longer playing for the team. pic.twitter.com/VcSJ7zJAQL — Ava Wallace (@avarwallace) December 2, 2019 Bandaríkin Körfubolti Mest lesið Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Sjá meira
Það er ekki góð staða á körfuboltaliði Georgetown háskólans þessa dagana eftir að þrír leikmenn liðsins voru kærðir til lögreglu og einn til viðbótar yfirgaf skólann. Bandaríski íþróttamiðillinn ESPN fjallar um fjölmargar ákærur á leikmenn liðsins en blaðamenn ESPN komust yfir réttargögn í málinu sem samnemendur leikmannanna hafa höfðað gegn þeim.Court docs obtained by @CBSSports show multiple accusers making multiple allegations in Nov. of sexual harassment, violence and burglary against three Georgetown players. Two are still on the roster. Georgetown has not responded to requests for comment. https://t.co/c5E8989Nrz — Matt Norlander (@MattNorlander) December 3, 2019 Körfuboltaleikmennirnir Josh LeBlanc og Galen Alexander fengu báðir nálgunarbann eftir að hafa gerst sekir um innbrot og áreitni og nýliðinn Myron Gardner var ákærður fyrir líkamsárás og kynferðislega áreitni. Fórnarlömbin eru tveir herbergisfélagar. „Joshua LeBlanc brást við ásökunum mínum um meint innbrot þann 16. september 2019 með því að hóta mér og herbergisfélaga mínum líkamstjóni. Hann hélt síðan áfram að hóta mér í gegnum smáskilaboð vikuna á eftir,“ segir í kærunni. Herbergisfélagarnir fengu nálgunarbann gegn þeim LeBlanc og Alexander en þeir létu ekki sjá sig í réttarhaldinu og spiluðu sama kvöld með Georgetown háskólaliðinu. Umræddur herbergisfélagi kom síðan með aðra kæru á hendur þeim Josh LeBlanc og Galen Alexander en einnig gegn liðsfélaga þeirra Myron Gardner. Hún sakaði Gardner um kynferðislega áreitni og líkamsárás 15. september og sagði síðan að þeir Gardner, LeBlanc og Alexander hafi framið innbrot á heimili hennar daginn eftir. Hún kærði þá bæði hjá lögreglunni í Washington sem og hjá sérlögreglu Georgetown háskólans.Georgetown’s PG James Akinjo and reserve big man Josh LeBlanc will no longer be members of the Hoyas’ basketball team https://t.co/MCdmVY9bu8 — Sports Illustrated (@SInow) December 3, 2019 Galen Alexander hefur spilað alla sjö leiki Georgetown á þessu tímabili og þeir Josh LeBlanc og Myron Gardner hafa verið með í sex leikjum. Georgetown hefur gefið það út að Josh LeBlanc og byrjunarliðsleikstjórnandinn James Akinjo væri á förum úr skólanum. Skólinn gaf enga ástæðu fyrir brottför þeirra en gaf seinna út yfirlýsingu þar sem kemur fram að skólayfirvöld taka allar ásakanir alvarlega og muni rannsaka þær á sanngjarnan hátt fyrir alla aðila. Brotthvarf James Akinjo tengist málinu þó ekki neitt en hann vildi sjálfur skipta yfir í annan skóla. Þjálfari liðsins er Patrick Ewing, fyrrum leikmaður New York Knicks og meðlimur í bandaríska draumaliðinu á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992.Big announcement from Georgetown - starting point guard James Akinjo and reserve big man Josh LeBlanc are no longer playing for the team. pic.twitter.com/VcSJ7zJAQL — Ava Wallace (@avarwallace) December 2, 2019
Bandaríkin Körfubolti Mest lesið Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Sjá meira