Brynja Dögg Guðmundsdóttir Briem lögfræðingur hefur verið sett sem framkvæmdastjóri kirkjuráðs frá og með 14. nóvember 2019 og til vors 2020.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Þjóðkirkjunnar. Oddi Einarssyni var sagt uppstörfum í byrjun október en ráðningarsamningur Odds fellur úr gildi um mitt ár 2021. Var greint frá því að Oddur yrði á launum hjá kirkjumálasjóði út ráðningartímann eða næstu tuttugu mánuði.
Í tilkynningunni kemur fram að Brynja Dögg hafi starfað sem persónuverndarfulltrúi Biskupsstofu síðastliðið ár, en einnig sem jafnréttisfulltrúi.
„Þá hefur hún samhliða sinnt öðrum tilfallandi verkefnum, s.s. á sviði lögfræði, við samningagerð og á sviði vinnuverndar. Brynja hefur sinnt margvíslegum störfum frá útskrift úr lagadeild, bæði hjá hinu opinbera en einnig í einkageiranum.“
Stjarnan
KR