Metanfundur vekur vonir um líf á Mars Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2019 11:40 Sjálfsmynd sem Curiosity-jeppinn tók af sér í hlíðum Sharp-fjalls á Mars árið 2015. Vísir/EPA Könnunarjeppi bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA hefur fundið vísbendingar um að töluvert magn lofttegundarinnar metans losni úr jarðvegi reikistjörnunnar Mars. Uppgötvunin er sögð óvænt en á jörðinni eru það yfirleitt lífverur sem framleiða metan. Frekari rannsóknir eru fyrirhugaðar til að varpa ljósi á uppruna gassins. Niðurstöður rannsókna Curiosity-könnunarjeppans skiluðu sér til jarðar á fimmtudag og föstudag. NASA hefur enn ekki gefið út opinbera tilkynningu um metanfundinn en New York Times segir að jeppinn hafi greint metan í marsneska loftinu. Yrði það staðfest að metan finnist á Mars kveikti það vonir um að líf sé hugsanlega að finna þar. Lofthjúpur Mars er næfurþunnur og hefði sólarljós og efnahvörf átt að hafa brotið metan niður á nokkrum öldum. Sé metan að finna þar nú þýddi það að gasið hafi orðið til tiltölulega nýlega. Þó að Mars sé köld og hrjóstrug eyðimörk í dag telja vísindamenn að vatn hafi verið að finna á yfirborðinu í fyrndinni þegar reikistjarnan var hlýrri. Því hafa kenningar verið á lofti um að hafi örverulíf kviknað þar gæti það hafa lifað af undir yfirborðinu. Lífverur sem lifa í súrefnissnauðu umhverfi á jörðinni, þar á meðal djúpt í berglögum neðanjarðar, mynda metan. Jarðhitaferlar geta einnig framleitt gastegundina og því er metanfundurinn á Mars ekki afdráttarlaus vísbending um að líf sé þar að finna. Þá er sagt mögulegt að metanið sé ævafornt og bundið djúpt í jarðlögum þaðan sem það gæti sloppið upp um sprungur. Stjórnendur Curiosity breyttu rannsóknaráætlun farsins snarlega eftir að þeir fengu niðurstöðurnar í hendur til að fylgja þeim eftir. Fyrstu niðurstöður eru sagðar væntanlegar til jarðar í dag. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem vísbendingar um metan á Mars hafa fundist. New York Times segir að mælingar eldri könnunarfara hafi þó verið á mörkum þess að vera marktækar. Geimurinn Mars Vísindi Tengdar fréttir Fundu stöðuvatn neðanjarðar á Mars Þetta er í fyrsta sinn sem vísindamenn telja sig hafa fundið fljótandi vatn í stöðugu formi á plánetunni. 25. júlí 2018 15:07 Mynduðu sólsetur og sólarupprás á Mars Það er orðið að hefð hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA að láta geimför sín á Mars taka mynd af sólinni rísa og setjast. 3. maí 2019 11:01 Curiosity fann lífrænar sameindir á Mars Uppgötvunin gefur til kynna að mögulega hafi Mars eitt sinn hýst líf eða jafnvel að finna megi örverur undir yfirborð plánetunnar. 8. júní 2018 11:15 Litli jarðfræðingurinn á hjólum söng loks sitt síðasta Vísindamenn og aðdáendur minnast Opportunity-Marsjeppans með hlýhug eftir að tæplega fimmtán ára leiðangri hans lauk formlega í gær. 14. febrúar 2019 13:00 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Könnunarjeppi bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA hefur fundið vísbendingar um að töluvert magn lofttegundarinnar metans losni úr jarðvegi reikistjörnunnar Mars. Uppgötvunin er sögð óvænt en á jörðinni eru það yfirleitt lífverur sem framleiða metan. Frekari rannsóknir eru fyrirhugaðar til að varpa ljósi á uppruna gassins. Niðurstöður rannsókna Curiosity-könnunarjeppans skiluðu sér til jarðar á fimmtudag og föstudag. NASA hefur enn ekki gefið út opinbera tilkynningu um metanfundinn en New York Times segir að jeppinn hafi greint metan í marsneska loftinu. Yrði það staðfest að metan finnist á Mars kveikti það vonir um að líf sé hugsanlega að finna þar. Lofthjúpur Mars er næfurþunnur og hefði sólarljós og efnahvörf átt að hafa brotið metan niður á nokkrum öldum. Sé metan að finna þar nú þýddi það að gasið hafi orðið til tiltölulega nýlega. Þó að Mars sé köld og hrjóstrug eyðimörk í dag telja vísindamenn að vatn hafi verið að finna á yfirborðinu í fyrndinni þegar reikistjarnan var hlýrri. Því hafa kenningar verið á lofti um að hafi örverulíf kviknað þar gæti það hafa lifað af undir yfirborðinu. Lífverur sem lifa í súrefnissnauðu umhverfi á jörðinni, þar á meðal djúpt í berglögum neðanjarðar, mynda metan. Jarðhitaferlar geta einnig framleitt gastegundina og því er metanfundurinn á Mars ekki afdráttarlaus vísbending um að líf sé þar að finna. Þá er sagt mögulegt að metanið sé ævafornt og bundið djúpt í jarðlögum þaðan sem það gæti sloppið upp um sprungur. Stjórnendur Curiosity breyttu rannsóknaráætlun farsins snarlega eftir að þeir fengu niðurstöðurnar í hendur til að fylgja þeim eftir. Fyrstu niðurstöður eru sagðar væntanlegar til jarðar í dag. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem vísbendingar um metan á Mars hafa fundist. New York Times segir að mælingar eldri könnunarfara hafi þó verið á mörkum þess að vera marktækar.
Geimurinn Mars Vísindi Tengdar fréttir Fundu stöðuvatn neðanjarðar á Mars Þetta er í fyrsta sinn sem vísindamenn telja sig hafa fundið fljótandi vatn í stöðugu formi á plánetunni. 25. júlí 2018 15:07 Mynduðu sólsetur og sólarupprás á Mars Það er orðið að hefð hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA að láta geimför sín á Mars taka mynd af sólinni rísa og setjast. 3. maí 2019 11:01 Curiosity fann lífrænar sameindir á Mars Uppgötvunin gefur til kynna að mögulega hafi Mars eitt sinn hýst líf eða jafnvel að finna megi örverur undir yfirborð plánetunnar. 8. júní 2018 11:15 Litli jarðfræðingurinn á hjólum söng loks sitt síðasta Vísindamenn og aðdáendur minnast Opportunity-Marsjeppans með hlýhug eftir að tæplega fimmtán ára leiðangri hans lauk formlega í gær. 14. febrúar 2019 13:00 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Fundu stöðuvatn neðanjarðar á Mars Þetta er í fyrsta sinn sem vísindamenn telja sig hafa fundið fljótandi vatn í stöðugu formi á plánetunni. 25. júlí 2018 15:07
Mynduðu sólsetur og sólarupprás á Mars Það er orðið að hefð hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA að láta geimför sín á Mars taka mynd af sólinni rísa og setjast. 3. maí 2019 11:01
Curiosity fann lífrænar sameindir á Mars Uppgötvunin gefur til kynna að mögulega hafi Mars eitt sinn hýst líf eða jafnvel að finna megi örverur undir yfirborð plánetunnar. 8. júní 2018 11:15
Litli jarðfræðingurinn á hjólum söng loks sitt síðasta Vísindamenn og aðdáendur minnast Opportunity-Marsjeppans með hlýhug eftir að tæplega fimmtán ára leiðangri hans lauk formlega í gær. 14. febrúar 2019 13:00