Fótbolti

Neville: Leikmenn Kamerún ættu að skammast sín

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Neville reynir að róa landsliðsþjálfara Kamerún er allt var að sjóða upp úr undir lokin.
Neville reynir að róa landsliðsþjálfara Kamerún er allt var að sjóða upp úr undir lokin. vísir/getty
Phil Neville, landsliðsþjálfari Englands, sagði framkomu leikmanna Kamerún í leiknum gegn Englandi í gær hafa verið skammarlega.

England vann leikinn, 3-0, og komst þar með í átta liða úrslit á HM kvenna. Leikmenn Kamerún brjáluðust aftur á móti út af tveimur myndbandsdómaraákvörðunum. Í fyrra skiptið tók langan tíma að hefja aftur leik þar sem leikmenn Kamerún virtust ætla að hætta að spila.

Leikmenn Kamerún voru svo heppnir að fá ekki rauð spjöld er hausinn var farinn og þær brutu illa á andstæðingum sínum.

„Þetta var skammarleg framkoma hjá Kamerún. Er ég byrjaði í þjálfun þá sagði Arsene Wenger við mig að lið endurspegli þjálfarann. Ef mínir leikmenn hefðu hagað sér svona þá hefðu þær aldrei spilað aftur fyrir England,“ sagði Neville.

„Um tíma vissum við ekki einu sinni hvort leiknum yrði haldið áfram. Þetta var ekki eins og fótboltaleikur. Það er verið að sýna leikinn um allan heim og leikmenn Kamerún sendu út vond skilaboð til ungra stúlkna sem voru að horfa. Það er ekki rétt að haga sér svona.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×