Harpa fór aftur undir hnífinn Kristinn Páll Teitsson skrifar 24. júní 2019 07:30 Harpa í leik með Stjörnunni síðasta sumar. Fréttablaðið/andri marinó Markahrókurinn Harpa Þorsteinsdóttir mun ekki snúa aftur inn á völlinn þetta sumarið eftir að Harpa þurfti að gangast undir aðra aðgerð vegna rifins liðþófa í vor. Meiðslin má rekja aftur til þess þegar Harpa sleit krossband og reif liðþófa á sama tíma í úrslitum Mjólkurbikarsins í fyrra. Þetta staðfesti Harpa í samtali við Fréttablaðið um helgina. „Það er mjög algengt að liðþófinn rifni við krossbandsslit og hann var saumaður saman í aðgerðinni. Svo þegar ég fór að auka álagið í vor við æfingar var ég farin að finna að það var ekki allt eins og það á að vera. Svo kemur þetta í ljós í vor og ég fór í speglun til að láta laga liðþófann sem tafði endurhæfinguna. Krossbandið lítur mjög vel út eftir aðgerðina en það þurfti að laga liðþófann á ný.“ Harpa hefur leikið stærstan hluta ferilsins á Íslandi með uppeldisfélaginu sínu, Stjörnunni. Hún hefur einnig leikið með Breiðablik á Íslandi og Charlton á Englandi. Harpa vann tvöfalt, bæði gullskóinn sem markadrottning Pepsi-deildarinnar og var valin besti leikmaður deildarinnar þrisvar á fjögurra ára tímabili frá 2013-2016. Alls hefur Harpa skorað 181 mark í 252 leikjum í efstu deild á Íslandi. Þá hefur Harpa leikið 67 leiki fyrir A-landslið Íslands, farið tvisvar á Evrópumótið og skorað nítján mörk í landsliðstreyjunni. „Ég var alltaf búin að ákveða að taka þetta sumar í endurhæfingu og gefa mér góðan tíma í hana til að styrkja mig. Ég er kominn yfir þrítugsaldurinn og hef aldrei gengið í gegnum hnémeiðsli þannig að ég var undir það búin að þessi endurhæfing myndi taka sinn tíma,“ sagði Harpa sem fór eftirminnilega á Evrópumótið í Hollandi sumarið 2017 tæpum fjórum mánuðum eftir barnsburð. „Þá var mikil hvatning að komast með liðinu á EM. Núna ákvað ég að gefa mér meiri tíma enda var mikið álag á líkamanum í aðdraganda meiðslanna síðasta sumar.“ Harpa er samningslaus þessa dagana eftir að hún kaus að framlengja ekki við Stjörnuna síðasta haust. „Ég skrifaði ekki undir nýjan samning í haust til að gefa mér meira svigrúm. Ég hef verið að æfa upp á eigin spýtur og í raun í fríi frá öllu. Ég mun svo skoða hvað gerist þegar maður kemst aftur út á völl. Þetta er í fyrsta skiptið sem maður er ekki á fullu á tímabilinu og ég hef náð að eyða auknum tíma með fjölskyldunni sem er ágætis tilbreyting,“ sagði Harpa létt og bætti við: „Ég veit alveg að ég er ekkert unglamb og var við því búin að kannski yrði endurhæfingin erfið. Þá þarf maður að hugsa sinn gang en ég finn mikinn mun eftir aðgerðina og er komin á ágætis ról. Við það fer það að kitla mann að komast aftur út á völlinn,“ sagði Harpa sem sagðist vilja fara út á eigin forsendum. „Það er erfitt þegar maður er búinn að eiga langan og nokkuð farsælan feril hérna heima að fara ekki út á mínum forsendum. Það drífur mig svolítið áfram. Það er erfitt að hugsa til þess að þessi meiðsli hafi verið endalokin.“ Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Markahrókurinn Harpa Þorsteinsdóttir mun ekki snúa aftur inn á völlinn þetta sumarið eftir að Harpa þurfti að gangast undir aðra aðgerð vegna rifins liðþófa í vor. Meiðslin má rekja aftur til þess þegar Harpa sleit krossband og reif liðþófa á sama tíma í úrslitum Mjólkurbikarsins í fyrra. Þetta staðfesti Harpa í samtali við Fréttablaðið um helgina. „Það er mjög algengt að liðþófinn rifni við krossbandsslit og hann var saumaður saman í aðgerðinni. Svo þegar ég fór að auka álagið í vor við æfingar var ég farin að finna að það var ekki allt eins og það á að vera. Svo kemur þetta í ljós í vor og ég fór í speglun til að láta laga liðþófann sem tafði endurhæfinguna. Krossbandið lítur mjög vel út eftir aðgerðina en það þurfti að laga liðþófann á ný.“ Harpa hefur leikið stærstan hluta ferilsins á Íslandi með uppeldisfélaginu sínu, Stjörnunni. Hún hefur einnig leikið með Breiðablik á Íslandi og Charlton á Englandi. Harpa vann tvöfalt, bæði gullskóinn sem markadrottning Pepsi-deildarinnar og var valin besti leikmaður deildarinnar þrisvar á fjögurra ára tímabili frá 2013-2016. Alls hefur Harpa skorað 181 mark í 252 leikjum í efstu deild á Íslandi. Þá hefur Harpa leikið 67 leiki fyrir A-landslið Íslands, farið tvisvar á Evrópumótið og skorað nítján mörk í landsliðstreyjunni. „Ég var alltaf búin að ákveða að taka þetta sumar í endurhæfingu og gefa mér góðan tíma í hana til að styrkja mig. Ég er kominn yfir þrítugsaldurinn og hef aldrei gengið í gegnum hnémeiðsli þannig að ég var undir það búin að þessi endurhæfing myndi taka sinn tíma,“ sagði Harpa sem fór eftirminnilega á Evrópumótið í Hollandi sumarið 2017 tæpum fjórum mánuðum eftir barnsburð. „Þá var mikil hvatning að komast með liðinu á EM. Núna ákvað ég að gefa mér meiri tíma enda var mikið álag á líkamanum í aðdraganda meiðslanna síðasta sumar.“ Harpa er samningslaus þessa dagana eftir að hún kaus að framlengja ekki við Stjörnuna síðasta haust. „Ég skrifaði ekki undir nýjan samning í haust til að gefa mér meira svigrúm. Ég hef verið að æfa upp á eigin spýtur og í raun í fríi frá öllu. Ég mun svo skoða hvað gerist þegar maður kemst aftur út á völl. Þetta er í fyrsta skiptið sem maður er ekki á fullu á tímabilinu og ég hef náð að eyða auknum tíma með fjölskyldunni sem er ágætis tilbreyting,“ sagði Harpa létt og bætti við: „Ég veit alveg að ég er ekkert unglamb og var við því búin að kannski yrði endurhæfingin erfið. Þá þarf maður að hugsa sinn gang en ég finn mikinn mun eftir aðgerðina og er komin á ágætis ról. Við það fer það að kitla mann að komast aftur út á völlinn,“ sagði Harpa sem sagðist vilja fara út á eigin forsendum. „Það er erfitt þegar maður er búinn að eiga langan og nokkuð farsælan feril hérna heima að fara ekki út á mínum forsendum. Það drífur mig svolítið áfram. Það er erfitt að hugsa til þess að þessi meiðsli hafi verið endalokin.“
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira