Golf

Guðrún Brá ríghélt í 1. sætið og er Íslandsmeistari annað árið í röð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir. vísir/getty
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, úr Golfklúbbnum Keili, tryggði sér nú rétt í þessu Íslandsmeistaratitilinn í golfi kvenna en leikið var í Grafarholtinni um helgina.

Guðrún Brá hafði forystu eftir dag tvö og þrjú. Henni urðu engin mistök á í dag en hún spilaði í dag á einu höggi yfir pari en samtals hringina fjóra á þremur undir pari.







Saga Traustadóttir lenti í 2. sætinu á fjórum höggum yfir pari og var því sjö höggum á eftir Guðrúnu sem átti sigurinn vísan, nánast eftir dag númer tvö.

Í þriðja sætinu var Nína Björk Geirsdóttir, úr GM, en hún endaði hringina fjóra á sex höggum yfir pari.

Besta golfið í dag spilaði Hulda Clara Gestsdóttir sem endaði á parinu í dag en hún hreppti fjórða sætið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×