Hver er versti stríðsglæpamaður Game of Thrones? Samúel Karl Ólason skrifar 9. apríl 2019 21:15 Það tók starfsmenn Rauða krossins sex vikur að horfa á alla þættina sem hafa verið sýndir og gera yfirlit um þá stríðsglæpi sem framdir hafa verið. Nú þegar það styttist í síðustu þáttaröð Game of Thrones er nauðsynlegt að svara stóru spurningunum sem eru á allra vörum. Rauði Krossinn í Ástralíu hefur tekið sig til og svarað einni slíkri. Sú spurning er: Hver er versti stríðsglæpamaður Game of Thrones? Það tók starfsmenn Rauða krossins sex vikur að horfa á alla þættina sem hafa verið sýndir og gera yfirlit um þá stríðsglæpi sem framdir hafa verið. Þeir eru þó nokkrir, alls 103 talsins yfir sjö þáttaraðir, og hetjur þáttanna eru alls ekki saklausar. Niðurstaða þessarar sex vikna vinnu var tekin saman í sérstaka skýrslu. Versti stríðsglæpamaður Game of Thrones er Ramsay Bolton. Eðlilega. Hann hefur framið sautján stríðsglæpi samkvæmt Rauða krossinum. Hann hefur sex sinnum gerst sekur um pyntingu. Þá hefur hann fjórum sinnum gerst sekur um að ganga á bak orða sinna. Það er að segjast ætla að gera eitthvað gott en ætla sér í rauninni að svíkja loforð sitt. Hann hefur tekið gísla, drepið fanga sína og særða menn. Hann hefur einnig beitt vopnum sem valda óþarfa sársauka og brotið gegn tveimur aðilum kynferðislega. Að endingu hefur hann ráðist gegn almennum borgurum.Í næsta sæti er Daenerys Targaryen en hún hefur fimmtán sinnum framið stríðsglæpi. Það verður þó að segjast að það sé að vissu leyti ósanngjarnt þar sem það er talið sem stríðsglæpur í hvert sinn sem hún beitir drekunum gegn óvinum sínum, alls sex sinnum. Þá er henni gert að hafa sex sinnum brotið stríðsglæpi með aftökum. Hún hefur einnig beitt pyntingu, ráðist gegn almennum borgurum og lýst því yfir í upphafi árásar að enginn muni fá grið. Á móti kemur að hún hefur einnig reynt að vernda almenna borgara í árásum sínum og beint því til hermanna sinna að ráðast eingöngu á hernaðarlega mikilvæg skotmörk.Roose Bolton er í þriðja sæti með átta brot. Pyntingar, kynferðislegt ofbeldi, lygar og ýmislegt annað. Hann var drullusokkur. Í fjórða sæti eru þrír aðilar. Næturkonungurinn sjálfur er þeirra á meðal en hann hefur framið sex stríðsglæpi. Glæpir hans eru þrælahald, notkun barnahermanna, að ráðast á almenna borgara og menningarmannvirki. Honum er einnig gert að hafa beitt eldvopni gegn mannvirki sem tengist ekki hernaði. Sons of the Harpy hafa einnig framið sex stríðsglæpi í þáttunum, enda var um hryðjuverkasamtök að ræða. Brot þeirra snúa að mestu að því að brjóta gegn almennum borgurum, auk þrælahalds. Þar komum við að Jon Snow sem hefur einnig gerst sekur um sex stríðsglæpi. Hann hefur fjórum sinnum gerst sekur um að beita barnahermönnum og tvisvar sinnum um pyntingar. Rauði krossinn bendir þó á að hann hafi reynt að vernda borgara og stríðsfanga.Á eftir Jon eru aðilar eins og Euron Greyjoy, Walder Frey, Tywin Lannister, Tyrion Lannister og Joffrey Baratheon. Það er enginn saklaus í Game of Thrones. Einhverra hluta vegna hefur Cersei þó einungis framið þrjá stríðsglæpi, þrátt fyrir að vera mögulega versta persóna þáttanna. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Nú þegar það styttist í síðustu þáttaröð Game of Thrones er nauðsynlegt að svara stóru spurningunum sem eru á allra vörum. Rauði Krossinn í Ástralíu hefur tekið sig til og svarað einni slíkri. Sú spurning er: Hver er versti stríðsglæpamaður Game of Thrones? Það tók starfsmenn Rauða krossins sex vikur að horfa á alla þættina sem hafa verið sýndir og gera yfirlit um þá stríðsglæpi sem framdir hafa verið. Þeir eru þó nokkrir, alls 103 talsins yfir sjö þáttaraðir, og hetjur þáttanna eru alls ekki saklausar. Niðurstaða þessarar sex vikna vinnu var tekin saman í sérstaka skýrslu. Versti stríðsglæpamaður Game of Thrones er Ramsay Bolton. Eðlilega. Hann hefur framið sautján stríðsglæpi samkvæmt Rauða krossinum. Hann hefur sex sinnum gerst sekur um pyntingu. Þá hefur hann fjórum sinnum gerst sekur um að ganga á bak orða sinna. Það er að segjast ætla að gera eitthvað gott en ætla sér í rauninni að svíkja loforð sitt. Hann hefur tekið gísla, drepið fanga sína og særða menn. Hann hefur einnig beitt vopnum sem valda óþarfa sársauka og brotið gegn tveimur aðilum kynferðislega. Að endingu hefur hann ráðist gegn almennum borgurum.Í næsta sæti er Daenerys Targaryen en hún hefur fimmtán sinnum framið stríðsglæpi. Það verður þó að segjast að það sé að vissu leyti ósanngjarnt þar sem það er talið sem stríðsglæpur í hvert sinn sem hún beitir drekunum gegn óvinum sínum, alls sex sinnum. Þá er henni gert að hafa sex sinnum brotið stríðsglæpi með aftökum. Hún hefur einnig beitt pyntingu, ráðist gegn almennum borgurum og lýst því yfir í upphafi árásar að enginn muni fá grið. Á móti kemur að hún hefur einnig reynt að vernda almenna borgara í árásum sínum og beint því til hermanna sinna að ráðast eingöngu á hernaðarlega mikilvæg skotmörk.Roose Bolton er í þriðja sæti með átta brot. Pyntingar, kynferðislegt ofbeldi, lygar og ýmislegt annað. Hann var drullusokkur. Í fjórða sæti eru þrír aðilar. Næturkonungurinn sjálfur er þeirra á meðal en hann hefur framið sex stríðsglæpi. Glæpir hans eru þrælahald, notkun barnahermanna, að ráðast á almenna borgara og menningarmannvirki. Honum er einnig gert að hafa beitt eldvopni gegn mannvirki sem tengist ekki hernaði. Sons of the Harpy hafa einnig framið sex stríðsglæpi í þáttunum, enda var um hryðjuverkasamtök að ræða. Brot þeirra snúa að mestu að því að brjóta gegn almennum borgurum, auk þrælahalds. Þar komum við að Jon Snow sem hefur einnig gerst sekur um sex stríðsglæpi. Hann hefur fjórum sinnum gerst sekur um að beita barnahermönnum og tvisvar sinnum um pyntingar. Rauði krossinn bendir þó á að hann hafi reynt að vernda borgara og stríðsfanga.Á eftir Jon eru aðilar eins og Euron Greyjoy, Walder Frey, Tywin Lannister, Tyrion Lannister og Joffrey Baratheon. Það er enginn saklaus í Game of Thrones. Einhverra hluta vegna hefur Cersei þó einungis framið þrjá stríðsglæpi, þrátt fyrir að vera mögulega versta persóna þáttanna.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira