Ákallið um að „fá meira út úr starfsfólki“ komi ekki flatt upp á neinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. apríl 2019 10:30 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Vísir/Arnar Forstjóri Icelandair Group segir flugfélagið hafa unnið náið með starfólki sínu að hagræðingaraðgerðum og breytingum á vinnufyrirkomulagi á liðnu ári. Flugfélagið greiði há laun í alþjóðlegum samanburði og að það sé sameiginlegt markmið starfsfólks að finna lausn sem tryggir samkeppnishæfi og allir hagnist á. Í samtali við breska fjármálaritið Financial Times á dögunum sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, að til þess að mæta harðri erlendri samkeppni þyrfti flugfélagið að fá meira út úr starfsfólki sínu. Icelandair greiði há laun í samanburði við útlensk flugfélög, sem komi niður á samkeppnishæfni Icelandair. Ummælin hafa vakið töluverða athygli en Bogi segir að þau ættu þó ekki að koma flatt upp á neinn. Icelandair hafi undanfarið ár unnið náið með flugmönnum sínum að þessu marki.Sjá einnig: Forstjóri Icelandair vindur ofan af röngum ákvörðunum og vill meira út úr starfsfólki sínu „Þá voru gerðar ákveðnar breytingar á samningunum þeirra þannig að það var möguleiki fyrir félagið að auka nýtingu. Þetta er svo ákveðið hagræðingaratriði sem skiptist á milli félagsins og flugmanna. Síðan þá hafa verið starfræktir vinnuhópar, sem í eru flugmenn og starfsmenn félagsins, þar sem því verkefni er haldið áfram,“ segir Bogi.Vél Icelandair á Keflavíkurflugvelli.Vísir/VilhelmNú eigi Icelandair jafnframt í samningaviðræðum við flugfreyjur þar sem markmiðið sé það sama. „Að finna atriði í samningunum sem við getum breytt og aukið þannig nýtingu og styrkt rekstur félagsins - á sama tíma og kjör eru ásættanleg. Þetta snýst um það að finna, það sem kalla mætti á lélegri íslensku, „Win-Win“-atriði fyrir félagið og starfsmenn.“Samvinnuverkefni „Því að staðreyndin er sú að þessi kostnaðarliður hjá okkur er nokkuð hár í samanburði við samkeppnisfélögin okkar. Það er því sameiginlegt markmið okkar starfsmanna að vinna með það og styrkja samkeppnishæfnina,“ segir Bogi. Í því samhengi má nefna að úttekt Fréttablaðsins síðasta sumar leidi í ljós að hlutfall launakostnaðar af tekjum Icelandair Group nam um 31,4 prósentum árið 2017. Til samanburðar var hlutfallið 21,6 prósent hjá norræna flugfélaginu SAS og 20,9 prósent hjá breska flugfélaginu British Airways sama ár. Bogi er þó ekki tilbúinn að greina nákvæmlega frá þeim aðgerðum eða ráðstöfunum sem Icelandair Group hefur gripið til svo að ná megi settu markmiði. „Það er bara eins og í síðasta samningnum við flugmenn, þá voru gerðar ákveðnar breytingar sem þýddu meiri sveigjanleika fyrir félagið hvað varðar flugrekstur - en ég get ekki farið nákvæmlega ofan í þau atriði,“ segir Bogi. Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Mikill fjöldi flugmanna Icelandair í óvæntu vorfríi Fjöldi flugmanna Icelandair hefur verið aðgerðarlaus síðan flugfélagið tók þá ákvörðun að kyrrsetja allar Being 737 MAX 8 flugvélar sínar þann 12. mars. Ekkert liggur fyrir um hvenær vélarnar verða teknar aftur í notkun. 9. apríl 2019 09:00 Laun hækkað talsvert umfram tekjur Launakostnaður sem hlutfall af tekjum Icelandair Group er umtalsvert hærri en hjá helstu keppinautum flugfélagsins. Hlutfallið hefur hækkað hratt á undanförnum tveimur árum. Sérfræðingur segir ekkert fyrirtæki ráða við viðlíka kostnaðarhækkanir til lengdar. 19. júlí 2018 06:00 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira
Forstjóri Icelandair Group segir flugfélagið hafa unnið náið með starfólki sínu að hagræðingaraðgerðum og breytingum á vinnufyrirkomulagi á liðnu ári. Flugfélagið greiði há laun í alþjóðlegum samanburði og að það sé sameiginlegt markmið starfsfólks að finna lausn sem tryggir samkeppnishæfi og allir hagnist á. Í samtali við breska fjármálaritið Financial Times á dögunum sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, að til þess að mæta harðri erlendri samkeppni þyrfti flugfélagið að fá meira út úr starfsfólki sínu. Icelandair greiði há laun í samanburði við útlensk flugfélög, sem komi niður á samkeppnishæfni Icelandair. Ummælin hafa vakið töluverða athygli en Bogi segir að þau ættu þó ekki að koma flatt upp á neinn. Icelandair hafi undanfarið ár unnið náið með flugmönnum sínum að þessu marki.Sjá einnig: Forstjóri Icelandair vindur ofan af röngum ákvörðunum og vill meira út úr starfsfólki sínu „Þá voru gerðar ákveðnar breytingar á samningunum þeirra þannig að það var möguleiki fyrir félagið að auka nýtingu. Þetta er svo ákveðið hagræðingaratriði sem skiptist á milli félagsins og flugmanna. Síðan þá hafa verið starfræktir vinnuhópar, sem í eru flugmenn og starfsmenn félagsins, þar sem því verkefni er haldið áfram,“ segir Bogi.Vél Icelandair á Keflavíkurflugvelli.Vísir/VilhelmNú eigi Icelandair jafnframt í samningaviðræðum við flugfreyjur þar sem markmiðið sé það sama. „Að finna atriði í samningunum sem við getum breytt og aukið þannig nýtingu og styrkt rekstur félagsins - á sama tíma og kjör eru ásættanleg. Þetta snýst um það að finna, það sem kalla mætti á lélegri íslensku, „Win-Win“-atriði fyrir félagið og starfsmenn.“Samvinnuverkefni „Því að staðreyndin er sú að þessi kostnaðarliður hjá okkur er nokkuð hár í samanburði við samkeppnisfélögin okkar. Það er því sameiginlegt markmið okkar starfsmanna að vinna með það og styrkja samkeppnishæfnina,“ segir Bogi. Í því samhengi má nefna að úttekt Fréttablaðsins síðasta sumar leidi í ljós að hlutfall launakostnaðar af tekjum Icelandair Group nam um 31,4 prósentum árið 2017. Til samanburðar var hlutfallið 21,6 prósent hjá norræna flugfélaginu SAS og 20,9 prósent hjá breska flugfélaginu British Airways sama ár. Bogi er þó ekki tilbúinn að greina nákvæmlega frá þeim aðgerðum eða ráðstöfunum sem Icelandair Group hefur gripið til svo að ná megi settu markmiði. „Það er bara eins og í síðasta samningnum við flugmenn, þá voru gerðar ákveðnar breytingar sem þýddu meiri sveigjanleika fyrir félagið hvað varðar flugrekstur - en ég get ekki farið nákvæmlega ofan í þau atriði,“ segir Bogi.
Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Mikill fjöldi flugmanna Icelandair í óvæntu vorfríi Fjöldi flugmanna Icelandair hefur verið aðgerðarlaus síðan flugfélagið tók þá ákvörðun að kyrrsetja allar Being 737 MAX 8 flugvélar sínar þann 12. mars. Ekkert liggur fyrir um hvenær vélarnar verða teknar aftur í notkun. 9. apríl 2019 09:00 Laun hækkað talsvert umfram tekjur Launakostnaður sem hlutfall af tekjum Icelandair Group er umtalsvert hærri en hjá helstu keppinautum flugfélagsins. Hlutfallið hefur hækkað hratt á undanförnum tveimur árum. Sérfræðingur segir ekkert fyrirtæki ráða við viðlíka kostnaðarhækkanir til lengdar. 19. júlí 2018 06:00 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira
Mikill fjöldi flugmanna Icelandair í óvæntu vorfríi Fjöldi flugmanna Icelandair hefur verið aðgerðarlaus síðan flugfélagið tók þá ákvörðun að kyrrsetja allar Being 737 MAX 8 flugvélar sínar þann 12. mars. Ekkert liggur fyrir um hvenær vélarnar verða teknar aftur í notkun. 9. apríl 2019 09:00
Laun hækkað talsvert umfram tekjur Launakostnaður sem hlutfall af tekjum Icelandair Group er umtalsvert hærri en hjá helstu keppinautum flugfélagsins. Hlutfallið hefur hækkað hratt á undanförnum tveimur árum. Sérfræðingur segir ekkert fyrirtæki ráða við viðlíka kostnaðarhækkanir til lengdar. 19. júlí 2018 06:00