KR-liðið vann titilinn sem KR má ekki vinna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. apríl 2019 10:00 Óskar Örn Hauksson og Atli Sigurjónsson. Vísir/Bára KR hefur aldrei orðið Íslandsmeistari á sama sumri og liðið vann deildarbikarinn um vorið. Sigurinn á Skagamönnum á sunnudagskvöldið boðar því ekki gott. KR-ingar eru Lengjubikarmeistarar eftir 2-1 sigur á ÍA í úrslitaleik mótsins í Laugardalnum. Þetta er í áttunda sinn sem KR vinnur deildabikar karla en sigur á þessu undirbúningsmóti hefur hingað til þýtt að liðið hefur ekki orðið Íslandsmeistari. KR-ingar urðu í öðru sæti á fyrsta árinu sem þeir unnu deildabikarinn en það var sumarið 1998 þegar liðið átti magnaða seinni umferð. Frá þeim tíma hefur besti árangur liðsins á deildarbikarmeistaraári verið 3. sætið sumarið 2016. Hin deildarbikarmeistaraárin hafa KR-ingar ekki endað í verðlaunasæti sem þýðir fjórða sætið eða neðar. Á fjórum af sjö tímabilum þar sem KR hefur unnið deildarmeistaratitilinn um vorið hafa orðið þjálfaraskipti á tímabilinu. Pétur Pétursson (2001), Magnús Gylfason (2005), Logi Ólafsson (2010) og Bjarni Guðjónsson (2006) unnu allir deildabikarinn um vorið en voru ekki þjálfarar liðsins þegar Íslandsmótið kláraðist um haustið. KR hefur unnið ellefu titla frá því að fyrsti deildarbikartitilinn kom í hús vorið 1998 en aðeins einn þeirra hefur komið á ári sem deildarbikarmeistaratitilinn vannst. Það var sumarið 2012 þegar KR varð bikarmeistari annað árið í röð en hafði unnið deildabikarinn um vorið. Fjórir af fimm bikarmeistaratitlinum og sex af sex Íslandsmeistaratitlinum hafa því komið í hús á sumri þar sem liðið vann ekki deildabikarinn á undirbúningstímabilinu. Hver er ástæðan? Ein líkleg kenning snýst um pressuna sem KR-ingar eru nú duglegir að setja á liðið sitt. Sigur í stærsta undirbúningsmótinu á í þeirra huga að þýða sigur á Íslandsmótinu. Með meiri væntingum hefur það reynst KR-ingum erfiðara að skila titlum í hús. Árin 1990 til 1998 var KR með frábær lið flest árin en enginn Íslandsmeistaratitill kom í hús. KR-ingar geta víst ekki skilað deildarmeistarabikarnum sem þeir unnu á sunnudagskvöldið og því er það eina í stöðunni er að storka örlögunum, yfirbuga hefðina og brjóta blað í sögu KR og deildarbikarmeistaratitla í sumar.Deildarmeistaratitlar KR-ingar og gengið í deildinni um sumarið 1998 - 2. sætiÍslandsmeistarar 1999 og 2000Bikarmeistari 1999 2001 - 7. sæti*Íslandsmeistarar 2002 og 2003 2005 - 6. sæti*Bikarmeistari 2008 2010 - 4. sæti*Íslandsmeistarar 2011Bikarmeistari 2011 2012 - 4. sæti og bikarmeistariÍslandsmeistarar 2013Bikarmeistari 2014 2016 - 3. sæti* 2017 - 4. sæti 2019 - ???* Þjálfaraskipti hjá KR á miðju tímabili Pepsi Max-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
KR hefur aldrei orðið Íslandsmeistari á sama sumri og liðið vann deildarbikarinn um vorið. Sigurinn á Skagamönnum á sunnudagskvöldið boðar því ekki gott. KR-ingar eru Lengjubikarmeistarar eftir 2-1 sigur á ÍA í úrslitaleik mótsins í Laugardalnum. Þetta er í áttunda sinn sem KR vinnur deildabikar karla en sigur á þessu undirbúningsmóti hefur hingað til þýtt að liðið hefur ekki orðið Íslandsmeistari. KR-ingar urðu í öðru sæti á fyrsta árinu sem þeir unnu deildabikarinn en það var sumarið 1998 þegar liðið átti magnaða seinni umferð. Frá þeim tíma hefur besti árangur liðsins á deildarbikarmeistaraári verið 3. sætið sumarið 2016. Hin deildarbikarmeistaraárin hafa KR-ingar ekki endað í verðlaunasæti sem þýðir fjórða sætið eða neðar. Á fjórum af sjö tímabilum þar sem KR hefur unnið deildarmeistaratitilinn um vorið hafa orðið þjálfaraskipti á tímabilinu. Pétur Pétursson (2001), Magnús Gylfason (2005), Logi Ólafsson (2010) og Bjarni Guðjónsson (2006) unnu allir deildabikarinn um vorið en voru ekki þjálfarar liðsins þegar Íslandsmótið kláraðist um haustið. KR hefur unnið ellefu titla frá því að fyrsti deildarbikartitilinn kom í hús vorið 1998 en aðeins einn þeirra hefur komið á ári sem deildarbikarmeistaratitilinn vannst. Það var sumarið 2012 þegar KR varð bikarmeistari annað árið í röð en hafði unnið deildabikarinn um vorið. Fjórir af fimm bikarmeistaratitlinum og sex af sex Íslandsmeistaratitlinum hafa því komið í hús á sumri þar sem liðið vann ekki deildabikarinn á undirbúningstímabilinu. Hver er ástæðan? Ein líkleg kenning snýst um pressuna sem KR-ingar eru nú duglegir að setja á liðið sitt. Sigur í stærsta undirbúningsmótinu á í þeirra huga að þýða sigur á Íslandsmótinu. Með meiri væntingum hefur það reynst KR-ingum erfiðara að skila titlum í hús. Árin 1990 til 1998 var KR með frábær lið flest árin en enginn Íslandsmeistaratitill kom í hús. KR-ingar geta víst ekki skilað deildarmeistarabikarnum sem þeir unnu á sunnudagskvöldið og því er það eina í stöðunni er að storka örlögunum, yfirbuga hefðina og brjóta blað í sögu KR og deildarbikarmeistaratitla í sumar.Deildarmeistaratitlar KR-ingar og gengið í deildinni um sumarið 1998 - 2. sætiÍslandsmeistarar 1999 og 2000Bikarmeistari 1999 2001 - 7. sæti*Íslandsmeistarar 2002 og 2003 2005 - 6. sæti*Bikarmeistari 2008 2010 - 4. sæti*Íslandsmeistarar 2011Bikarmeistari 2011 2012 - 4. sæti og bikarmeistariÍslandsmeistarar 2013Bikarmeistari 2014 2016 - 3. sæti* 2017 - 4. sæti 2019 - ???* Þjálfaraskipti hjá KR á miðju tímabili
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira