Sektargreiðsla fyrir rán á eggjum friðaðra fugla Sveinn Arnarsson skrifar 10. maí 2019 08:15 Maðurinn reyndi að koma tíu smyrilseggjum úr landi. fréttablaðið/anton brink Karlmaðurinn, sem tekinn var í Norrænu árið 2017 fyrir að hafa í fórum sínum 100 blásin fuglsegg hefur verið dæmdur til að greiða 450 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs. Forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands telur dóminn heldur of mildan. Maðurinn hafði tínt egg í íslenskri náttúru frá fágætum og friðuðum fuglum. Ætlaði hann sér með eggin til Evrópu þar sem líklegt er að hann hafi ætlað að koma þeim í verð hjá evrópskum söfnurum. „Ég man ekki eftir því að hafa séð svona mál áður og það er alveg ljóst að þetta er glæpur gagnvart náttúrunni. Allir þessir fuglar eru friðaðir og því er þetta klárt lögbrot,“ segir Þorkell Lindberg Þórarinsson, forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands. Maðurinn, sem búsettur er á Húsavík, hafði meðal annars í fórum sínum egg smyrils, flórgoða, jaðrakana, himbrima, skúms, lóms og teistu. Þorkell segir þetta fágæta fugla. „Það er verið að selja svona egg til safnara í Evrópu. Sú vitneskja liggur fyrir og það er einhver að borga dýrum dómum fyrir þessi egg úti í heimi. Það er því markaður fyrir þetta og þar sem til dæmis himbriminn verpir aðeins hér á landi, þá get ég ímyndað mér að menn borgi vel fyrir egg sem þessi,“ segir Þorkell. Erlendis eru markaðir fyrir slík egg og því er um að gera að vera á varðbergi. „Við vitum auðvitað að ræktun á fálkum á sér stað í Evrópu og í þá ræktun vantar nýtt erfðaefni með ákveðnu millibili þar sem um frekar fáa fugla er að ræða í þessari ræktun. Því er ástæða til að vera vakandi fyrir þessu. En það er eins og löggjafinn taki ekki nógu hart á þessum málum,“ segir Þorkell. „Fyrst og fremst á lögregla að hafa eftirlit með þessu en ef einstaklingar telja sig verða vitni að slíku athæfi úti í náttúrunni er mikilvægt að hafa samband við lögreglu. Hér er um fágæta fugla að ræða,“ segir Þorkell. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dýr Norræna Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira
Karlmaðurinn, sem tekinn var í Norrænu árið 2017 fyrir að hafa í fórum sínum 100 blásin fuglsegg hefur verið dæmdur til að greiða 450 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs. Forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands telur dóminn heldur of mildan. Maðurinn hafði tínt egg í íslenskri náttúru frá fágætum og friðuðum fuglum. Ætlaði hann sér með eggin til Evrópu þar sem líklegt er að hann hafi ætlað að koma þeim í verð hjá evrópskum söfnurum. „Ég man ekki eftir því að hafa séð svona mál áður og það er alveg ljóst að þetta er glæpur gagnvart náttúrunni. Allir þessir fuglar eru friðaðir og því er þetta klárt lögbrot,“ segir Þorkell Lindberg Þórarinsson, forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands. Maðurinn, sem búsettur er á Húsavík, hafði meðal annars í fórum sínum egg smyrils, flórgoða, jaðrakana, himbrima, skúms, lóms og teistu. Þorkell segir þetta fágæta fugla. „Það er verið að selja svona egg til safnara í Evrópu. Sú vitneskja liggur fyrir og það er einhver að borga dýrum dómum fyrir þessi egg úti í heimi. Það er því markaður fyrir þetta og þar sem til dæmis himbriminn verpir aðeins hér á landi, þá get ég ímyndað mér að menn borgi vel fyrir egg sem þessi,“ segir Þorkell. Erlendis eru markaðir fyrir slík egg og því er um að gera að vera á varðbergi. „Við vitum auðvitað að ræktun á fálkum á sér stað í Evrópu og í þá ræktun vantar nýtt erfðaefni með ákveðnu millibili þar sem um frekar fáa fugla er að ræða í þessari ræktun. Því er ástæða til að vera vakandi fyrir þessu. En það er eins og löggjafinn taki ekki nógu hart á þessum málum,“ segir Þorkell. „Fyrst og fremst á lögregla að hafa eftirlit með þessu en ef einstaklingar telja sig verða vitni að slíku athæfi úti í náttúrunni er mikilvægt að hafa samband við lögreglu. Hér er um fágæta fugla að ræða,“ segir Þorkell.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dýr Norræna Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira