Fastlaunasamningum allra stétta verður sagt upp á Landspítalanum Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 10. desember 2019 06:30 Fastlaunasamningum á Landspítalanum verður sagt upp og telur forstjóri spítalans að það muni spara hundruð milljóna. stöð 2 Forstjóri Landspítalans telur að hægt verði að spara hundruð milljóna króna þegar búið verður að segja upp fastlaunasamningum á spítalanum. Hann útilokar ekki uppsagnir en vonar að hægt verði að fækka fólki í gegnum starfsmannaveltu. Landspítalinn þarf að skera niður um þrjá milljarða króna á næsta ári og kynnti forstjóri spítalans viðamiklar aðhaldsaðgerðir í haust. Meðal aðgerða sem nú er að einhverju leiti komin til framkvæmda eru uppsagnir á fastlaunasamningum starfsfólks. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að ýmsu verði breytt í rekstri spítalans, þar á meðal verði ódýrari lyf notuð og markvissari rannsóknum beitt.stöð 2 „Við erum að fara í þetta stétt af stétt hér á spítalanum og byrjum á þeim sem hafa hæstar upphæðir í fastlaunasamningum,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. „Fyrst eru það læknar, það eru að einhverju leyti hjúkrunarfræðingar, stjórnendur og starfsfólk á stoðsviðum, þetta eru allt hlutir sem við munum þurfa að fara í.“ Páll segir hundraði milljóna króna verða sparaða með uppsögnum á fastlaunasamningum en hærri sparnaður verði þó í öðru. Læknafélag Íslands hefur líst yfir að það hafni skipulagsbreytingum forstjórans og jafnlaunavottun. Forstjórinn vill ekki tjá sig um einstakar stéttir. Tímabundnar ráðningar hafa í mörgum tilfellum ekki verið endurnýjaðar á Landspítalanum.stöð 2 „Mér finnst reyndar almennt að þeir sem þetta snertir sýni þessu skilning en auðvitað er enginn ánægður með það að lækka sín laun. Við erum síðan í rekstri að fara í fjölmargt, við erum til dæmis að nota ódýrari lyf sem eru samt jafn góð og í markvissari í rannsóknum,“ segir Páll. Páll segir jafnframt að fækka þurfi fólki. „Okkar markmið er að vernda klíníska þjónustu, uppsagnir sem þegar hafa átt sér stað snúa að framkvæmdastjórum og hafa átt sér stað, í einhverjum tilvikum höfum við ekki endurnýjað tímabundnar ráðningar en svo er hér mikil starfsmannavelta og við notum hana fyrst og fremst til að fækka fólki. Það er þó ekki hægt að útiloka að það þurfi að segja upp einhverju fólki,“ segir Páll.Viðbót frá Landspítalanum klukkan 10:24Vegna fréttaflutnings um að öllum fastlaunasamningum á Landspítala verði sagt upp, þá vill spítalinn árétta eftirfarandi. Landspítali hefur mótað þá stefnu að samningar um yfirvinnu á föstum forsendum verði framvegis tímabundnir til að auka skilvirkni og sveigjanleika í starfseminni, ásamt því að mæta hagræðingarkröfum.Í því skyni þarf að segja upp núgildandi samningum þar sem þeir voru flestir ótímabundnir. Oftast fækkar fjölda tíma í fastri yfirvinnu við þessa breytingu, enda er markmiðið hagræðing auk samræmingar. Þessi vinna er hafin, en mun taka einhverja mánuði þar sem hún er vandasöm og tímafrek.Við þá vinnu verður leitast við að gæta samræmis milli hópa í innbyrðis samanburði. Heilbrigðismál Kjaramál Landspítalinn Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Fleiri fréttir Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Sjá meira
Forstjóri Landspítalans telur að hægt verði að spara hundruð milljóna króna þegar búið verður að segja upp fastlaunasamningum á spítalanum. Hann útilokar ekki uppsagnir en vonar að hægt verði að fækka fólki í gegnum starfsmannaveltu. Landspítalinn þarf að skera niður um þrjá milljarða króna á næsta ári og kynnti forstjóri spítalans viðamiklar aðhaldsaðgerðir í haust. Meðal aðgerða sem nú er að einhverju leiti komin til framkvæmda eru uppsagnir á fastlaunasamningum starfsfólks. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að ýmsu verði breytt í rekstri spítalans, þar á meðal verði ódýrari lyf notuð og markvissari rannsóknum beitt.stöð 2 „Við erum að fara í þetta stétt af stétt hér á spítalanum og byrjum á þeim sem hafa hæstar upphæðir í fastlaunasamningum,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. „Fyrst eru það læknar, það eru að einhverju leyti hjúkrunarfræðingar, stjórnendur og starfsfólk á stoðsviðum, þetta eru allt hlutir sem við munum þurfa að fara í.“ Páll segir hundraði milljóna króna verða sparaða með uppsögnum á fastlaunasamningum en hærri sparnaður verði þó í öðru. Læknafélag Íslands hefur líst yfir að það hafni skipulagsbreytingum forstjórans og jafnlaunavottun. Forstjórinn vill ekki tjá sig um einstakar stéttir. Tímabundnar ráðningar hafa í mörgum tilfellum ekki verið endurnýjaðar á Landspítalanum.stöð 2 „Mér finnst reyndar almennt að þeir sem þetta snertir sýni þessu skilning en auðvitað er enginn ánægður með það að lækka sín laun. Við erum síðan í rekstri að fara í fjölmargt, við erum til dæmis að nota ódýrari lyf sem eru samt jafn góð og í markvissari í rannsóknum,“ segir Páll. Páll segir jafnframt að fækka þurfi fólki. „Okkar markmið er að vernda klíníska þjónustu, uppsagnir sem þegar hafa átt sér stað snúa að framkvæmdastjórum og hafa átt sér stað, í einhverjum tilvikum höfum við ekki endurnýjað tímabundnar ráðningar en svo er hér mikil starfsmannavelta og við notum hana fyrst og fremst til að fækka fólki. Það er þó ekki hægt að útiloka að það þurfi að segja upp einhverju fólki,“ segir Páll.Viðbót frá Landspítalanum klukkan 10:24Vegna fréttaflutnings um að öllum fastlaunasamningum á Landspítala verði sagt upp, þá vill spítalinn árétta eftirfarandi. Landspítali hefur mótað þá stefnu að samningar um yfirvinnu á föstum forsendum verði framvegis tímabundnir til að auka skilvirkni og sveigjanleika í starfseminni, ásamt því að mæta hagræðingarkröfum.Í því skyni þarf að segja upp núgildandi samningum þar sem þeir voru flestir ótímabundnir. Oftast fækkar fjölda tíma í fastri yfirvinnu við þessa breytingu, enda er markmiðið hagræðing auk samræmingar. Þessi vinna er hafin, en mun taka einhverja mánuði þar sem hún er vandasöm og tímafrek.Við þá vinnu verður leitast við að gæta samræmis milli hópa í innbyrðis samanburði.
Heilbrigðismál Kjaramál Landspítalinn Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Fleiri fréttir Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Sjá meira