Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 29-28 | Sjöundi sigur Vals í röð Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 9. desember 2019 21:30 Úr leik kvöldsins. vísir/vilhelm Valur hafði betur í stórleik umferðarinnar þegar liðið lagði FH að velli með einu marki, 29-28. Dramatík var á lokamínútunni þegar FH náði að minnka leikinn niður í eitt mark og héldu að þeir hefðu unnið boltann þegar nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum, eftir umhugsun dómara dæmdu þeir Val boltann og leikurinn rann út. FH byrjaði leikinn töluvert betur, hafnfirðingar mættu grimmari til leiks og leiddu eftir fyrsta korterið með fimm mörkum 6-11. Valsmenn voru óagaðir og staðir á upphafs mínútunum og benti lítið til þess að þeir færu að snúa leiknum sér í hag. Heimamenn komu þó með ótrúlegan viðsnúning og breyttu stöðunni í 14-11, með 8-0 kafla á 10 mínútum. FHingar vöknuðu eftir það og héldu í við ákveðna Valsmenn sem leiddu þó að fyrri hálfleik loknum með þremur mörkum 17-14. Anton Rúnarsson var frábær í liði Vals, hann skoraði 9 mörk í fyrri hálfleik en það dró af honum í síðari hálfleik. Það voru FHingar sem mættu einnig sterkari til leiks í síðari hálfleik, þeir jöfnuðu strax leikinn í 17-17. Það var lítið skorað framan af í seinni hálfleik en þegar stundarfjórðungur var til leiksloka var Valur með þriggja marka forystu 23-20. Valur hélt FH í tveggja til þriggja marka fjarlægð og voru tveimur mörkum yfir þegar mínúta var eftir af leiknum. Anton Rúnarsson tapaði boltanum og FH minnkaði leikinn niður í eitt mark. Það ætlaði allt að verða vitlaust á vellinum þegar Ísak Rafnsson fékk brottvísun fyrir að ýta á eftir Ými Erni Gíslasyni og skömmu síðar leit út fyrir að FH hefði unnið boltann af Val. Dómarar leiksins tóku sér tíma til að ræða málin áður en þeir dæmdu Val boltann sem unnu að lokum eins marks sigur í stórskemmtilegum leik á Hlíðarenda, 29-28. Magnús Óli var góður gegn uppeldisfélaginu.vísir/vilhelm Af hverju vann Valur? Þeir náðu frábærum kafla í fyrri hálfleik sem kom þeim á bragðið. Sóknarleikurinn var vel útfærður hjá þeim, varnarlega voru þeir þéttir og þeir geta þakkað Hreiðari Levý Guðmundssyni, markverði liðsins, fyrir sitt framlag í leiknum. Hverjir stóðu upp úr?Anton Rúnarsson var atkvæðamestur Valsmanna, skoraði 11 mörk og þar af 9 í fyrri hálfleik eins og áður sagði. Agnar Smári Jónsson kom sterkur inn í dag, hann skoraði 6 mörk jafnt og Finnur Ingi Stefánsson. Enn Hreiðar Levý Guðmundsson var frábær í leiknum, varði 17 bolta og þar af mikið af dauðafærum. Ásbjörn Friðriksson var markahæstur FH-inga, hann skoraði 9 mörk en þurfti til þess 15 skot. Hvað gekk illa? Slæmu kaflarnir hjá liðunum voru of dýrir. FH missti niður fimm marka forystu og tökunum á leiknum í 8-0 kafla Vals. Nýting dauðafæra hjá gestunum var ekki til afspurnar. Ásbjörn Friðriksson var með slaka nýtingu sem og Arnar Freyr Ársælsson og Einar Rafn Eiðsson sem skoruðu samanlegt 9 mörk úr 17 skotum. Hvað er framundan? Síðasti leikur fyrir jólafrí er um helgina, bæði lið spila á sunnudaginn, FH tekur á móti ÍBV í Hafnarfirði og Valur fer á Selfoss þar sem þeir mæta Íslandsmeisturunum. Agnar Smári í baráttunni í kvöld en hann er að komast á skrið eftir meiðsli.vísir/vilhelm Agnar Smári: Þú stoppar ekki 100 kíló „Mér finnst ég vera að komast í fyrra form“ sagði Agnar Smári Jónsson, leikmaður Vals. Aggi hefur ekki náð sér almennilega á strik í síðustu leikjum en hann átti stórgóðan leik í dag „Ég er kannski ekki alveg kominn í fyrra form, eins og þeir sögðu í Seinni bylgjunni þá er ég ennþá smá ryðgaður, það þarf bara stálull á mig og þá er ég flottur“ sagði Aggi Agnar Smári segist ekki hafa verið stressaður að þeir myndu missa leikinn frá sér líkt og áður á tímabilinu, hann hafði góða tilfiningu það sem eftir lifði leiks eftir slaka byrjun „Nei, mér fannst við alltaf vera með þetta. Við vorum lélegir fyrstu 10, svo fór vörnin að kikka inn og sóknin að gera sitt. Þá er allt í blóma hjá okkur“ Óskar Bjarni Óskarsson, aðstoðaþjálfari Vals, kallaði á Agnar Smára í leiknum „Aggi keyrðu bara á þá, þeir eiga ekki séns í þig“ Aggi gerði eins og honum var sagt, keyrði á vörnina og skoraði. Aggi tekur undir það að þeir hafi ekki átt séns í hann „Já þú stoppar ekki 100 kíló, nei oj ég má ekki segja þetta, ég var bara flottur“ sagði Agnar Smári ósáttur við fyrsta svarið en tók þó undir það að hann hafi átt góðan leik Snorri Steinn Guðjónsson og lærisveinar hafa unnið sjö leiki í röð.vísir/vilhelm Snorri Steinn: Það eru einhversstaðar vonbrigði„Ég er hrikalega ánægður með strákana, þetta var erfiður leikur, flottur leikur og ég hugsa að þetta hafi verið skemmtilegur leikur“ sagði Snorri Steinn um leikinn „Eftir erfiða byrjun þá komumst við vel inní leikinn og vorum með fínt forskot í hálfleik. Mér fannst við vera skrefinu á undan lungað af leiknum“ Valur byrjaði leikinn illa en náði þvílíkum viðsnúningi um miðbik fyrri hálfleiks þegar þeir tóku öll völd á vellinum með 8-0 kafla. Eftir það stjórnuðu Valsmenn leiknum en Snorri segir að þeir hafi dottið í gang þegar þeir fóru að spila vörn „Við vorum meira tilbaka og vorum lélegir, þeir voru að refsa okkur fyrir. Svo fórum við að skila okkur betur til baka, spila vörn og þá fór þetta aðeins að ganga, svo varði Hreiðar Levý nokkra góða bolta“ „Það var bara gott að taka FH í dag, það er mjög góður stígandi í liðinu en við duttum líka út úr bikarnum, svo einhversstaðar eru vonbrigði.“ sagði Snorri Steinn sem viðurkennir að það sé góður stígandi á liðinu þessa stundina Sigursteinn var fáorður í leikslok.vísir/vilhelm Sigursteinn: Ég verð bara að treysta því að dómararnir hafi rétt fyrir sérSigursteinn Arndal, þjálfari FH, segir að liðið hafi, miðað við hvernig leikurinn spilaðist, ekki átt meira skilið út úr leiknum „Ég er bara svekktur“ svo stutt voru þau fyrstu orð frá þjálfara FH Dómarar leiksins höfðu dæmt FH boltann þegar nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum en eftir frekari umhugsun dæmdu þeir Val boltann. Steini var mjög ósáttur við þá ákvörðun og lét vel í sér eftir leik. Hann segist þó verða að treyst því að ákvörðun dómara hafi verið rétt. „Vill maður ekki alltaf fá eitthvað, ég verð bara að treysta því að dómararnir hafi haft rétt fyrir sér“ sagði Steini Arndal um ákvörðun dómaranna en segist sjálfur hafa séð þetta öðruvísi Steini segir að liðið hafi verið í töluverðu basli í leiknum og ekki átt skilið sigurinn úr því sem komið var „Nei, við vorum ekki góðir í dag, vorum í töluverðu basli bæði í sókn og vörn enn við vorum líka að spila við gott lið“ Steini sem var heldur stuttorður enda voru miklar tilfingar í gangi svona strax eftir leik. Fæst orð bera minnsta ábyrð átti vel við hjá svekktum þjálfara FH-inga. „Maður er bara sjóðheitur og drullusvekktur, enn nú er það bara næsti leikur“ sagði Steini að lokum Olís-deild karla
Valur hafði betur í stórleik umferðarinnar þegar liðið lagði FH að velli með einu marki, 29-28. Dramatík var á lokamínútunni þegar FH náði að minnka leikinn niður í eitt mark og héldu að þeir hefðu unnið boltann þegar nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum, eftir umhugsun dómara dæmdu þeir Val boltann og leikurinn rann út. FH byrjaði leikinn töluvert betur, hafnfirðingar mættu grimmari til leiks og leiddu eftir fyrsta korterið með fimm mörkum 6-11. Valsmenn voru óagaðir og staðir á upphafs mínútunum og benti lítið til þess að þeir færu að snúa leiknum sér í hag. Heimamenn komu þó með ótrúlegan viðsnúning og breyttu stöðunni í 14-11, með 8-0 kafla á 10 mínútum. FHingar vöknuðu eftir það og héldu í við ákveðna Valsmenn sem leiddu þó að fyrri hálfleik loknum með þremur mörkum 17-14. Anton Rúnarsson var frábær í liði Vals, hann skoraði 9 mörk í fyrri hálfleik en það dró af honum í síðari hálfleik. Það voru FHingar sem mættu einnig sterkari til leiks í síðari hálfleik, þeir jöfnuðu strax leikinn í 17-17. Það var lítið skorað framan af í seinni hálfleik en þegar stundarfjórðungur var til leiksloka var Valur með þriggja marka forystu 23-20. Valur hélt FH í tveggja til þriggja marka fjarlægð og voru tveimur mörkum yfir þegar mínúta var eftir af leiknum. Anton Rúnarsson tapaði boltanum og FH minnkaði leikinn niður í eitt mark. Það ætlaði allt að verða vitlaust á vellinum þegar Ísak Rafnsson fékk brottvísun fyrir að ýta á eftir Ými Erni Gíslasyni og skömmu síðar leit út fyrir að FH hefði unnið boltann af Val. Dómarar leiksins tóku sér tíma til að ræða málin áður en þeir dæmdu Val boltann sem unnu að lokum eins marks sigur í stórskemmtilegum leik á Hlíðarenda, 29-28. Magnús Óli var góður gegn uppeldisfélaginu.vísir/vilhelm Af hverju vann Valur? Þeir náðu frábærum kafla í fyrri hálfleik sem kom þeim á bragðið. Sóknarleikurinn var vel útfærður hjá þeim, varnarlega voru þeir þéttir og þeir geta þakkað Hreiðari Levý Guðmundssyni, markverði liðsins, fyrir sitt framlag í leiknum. Hverjir stóðu upp úr?Anton Rúnarsson var atkvæðamestur Valsmanna, skoraði 11 mörk og þar af 9 í fyrri hálfleik eins og áður sagði. Agnar Smári Jónsson kom sterkur inn í dag, hann skoraði 6 mörk jafnt og Finnur Ingi Stefánsson. Enn Hreiðar Levý Guðmundsson var frábær í leiknum, varði 17 bolta og þar af mikið af dauðafærum. Ásbjörn Friðriksson var markahæstur FH-inga, hann skoraði 9 mörk en þurfti til þess 15 skot. Hvað gekk illa? Slæmu kaflarnir hjá liðunum voru of dýrir. FH missti niður fimm marka forystu og tökunum á leiknum í 8-0 kafla Vals. Nýting dauðafæra hjá gestunum var ekki til afspurnar. Ásbjörn Friðriksson var með slaka nýtingu sem og Arnar Freyr Ársælsson og Einar Rafn Eiðsson sem skoruðu samanlegt 9 mörk úr 17 skotum. Hvað er framundan? Síðasti leikur fyrir jólafrí er um helgina, bæði lið spila á sunnudaginn, FH tekur á móti ÍBV í Hafnarfirði og Valur fer á Selfoss þar sem þeir mæta Íslandsmeisturunum. Agnar Smári í baráttunni í kvöld en hann er að komast á skrið eftir meiðsli.vísir/vilhelm Agnar Smári: Þú stoppar ekki 100 kíló „Mér finnst ég vera að komast í fyrra form“ sagði Agnar Smári Jónsson, leikmaður Vals. Aggi hefur ekki náð sér almennilega á strik í síðustu leikjum en hann átti stórgóðan leik í dag „Ég er kannski ekki alveg kominn í fyrra form, eins og þeir sögðu í Seinni bylgjunni þá er ég ennþá smá ryðgaður, það þarf bara stálull á mig og þá er ég flottur“ sagði Aggi Agnar Smári segist ekki hafa verið stressaður að þeir myndu missa leikinn frá sér líkt og áður á tímabilinu, hann hafði góða tilfiningu það sem eftir lifði leiks eftir slaka byrjun „Nei, mér fannst við alltaf vera með þetta. Við vorum lélegir fyrstu 10, svo fór vörnin að kikka inn og sóknin að gera sitt. Þá er allt í blóma hjá okkur“ Óskar Bjarni Óskarsson, aðstoðaþjálfari Vals, kallaði á Agnar Smára í leiknum „Aggi keyrðu bara á þá, þeir eiga ekki séns í þig“ Aggi gerði eins og honum var sagt, keyrði á vörnina og skoraði. Aggi tekur undir það að þeir hafi ekki átt séns í hann „Já þú stoppar ekki 100 kíló, nei oj ég má ekki segja þetta, ég var bara flottur“ sagði Agnar Smári ósáttur við fyrsta svarið en tók þó undir það að hann hafi átt góðan leik Snorri Steinn Guðjónsson og lærisveinar hafa unnið sjö leiki í röð.vísir/vilhelm Snorri Steinn: Það eru einhversstaðar vonbrigði„Ég er hrikalega ánægður með strákana, þetta var erfiður leikur, flottur leikur og ég hugsa að þetta hafi verið skemmtilegur leikur“ sagði Snorri Steinn um leikinn „Eftir erfiða byrjun þá komumst við vel inní leikinn og vorum með fínt forskot í hálfleik. Mér fannst við vera skrefinu á undan lungað af leiknum“ Valur byrjaði leikinn illa en náði þvílíkum viðsnúningi um miðbik fyrri hálfleiks þegar þeir tóku öll völd á vellinum með 8-0 kafla. Eftir það stjórnuðu Valsmenn leiknum en Snorri segir að þeir hafi dottið í gang þegar þeir fóru að spila vörn „Við vorum meira tilbaka og vorum lélegir, þeir voru að refsa okkur fyrir. Svo fórum við að skila okkur betur til baka, spila vörn og þá fór þetta aðeins að ganga, svo varði Hreiðar Levý nokkra góða bolta“ „Það var bara gott að taka FH í dag, það er mjög góður stígandi í liðinu en við duttum líka út úr bikarnum, svo einhversstaðar eru vonbrigði.“ sagði Snorri Steinn sem viðurkennir að það sé góður stígandi á liðinu þessa stundina Sigursteinn var fáorður í leikslok.vísir/vilhelm Sigursteinn: Ég verð bara að treysta því að dómararnir hafi rétt fyrir sérSigursteinn Arndal, þjálfari FH, segir að liðið hafi, miðað við hvernig leikurinn spilaðist, ekki átt meira skilið út úr leiknum „Ég er bara svekktur“ svo stutt voru þau fyrstu orð frá þjálfara FH Dómarar leiksins höfðu dæmt FH boltann þegar nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum en eftir frekari umhugsun dæmdu þeir Val boltann. Steini var mjög ósáttur við þá ákvörðun og lét vel í sér eftir leik. Hann segist þó verða að treyst því að ákvörðun dómara hafi verið rétt. „Vill maður ekki alltaf fá eitthvað, ég verð bara að treysta því að dómararnir hafi haft rétt fyrir sér“ sagði Steini Arndal um ákvörðun dómaranna en segist sjálfur hafa séð þetta öðruvísi Steini segir að liðið hafi verið í töluverðu basli í leiknum og ekki átt skilið sigurinn úr því sem komið var „Nei, við vorum ekki góðir í dag, vorum í töluverðu basli bæði í sókn og vörn enn við vorum líka að spila við gott lið“ Steini sem var heldur stuttorður enda voru miklar tilfingar í gangi svona strax eftir leik. Fæst orð bera minnsta ábyrð átti vel við hjá svekktum þjálfara FH-inga. „Maður er bara sjóðheitur og drullusvekktur, enn nú er það bara næsti leikur“ sagði Steini að lokum
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti