Veðurofsinn gæti minnt á „Höfðatorgsveðrið“ 2012 Jóhann K. Jóhannsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 9. desember 2019 11:19 Svona er staðan á landinu á morgun. Viðvaranir út í eitt. Veðurstofa íslands Veðurviðvaranir, bæði gular og appelsínugular, hafa nú verið gefnar út í öllum landshlutum. Versta veður ársins nálgast nú landið og á höfuðborgarsvæðinu gæti ástandið minnt á „Höfðatorgsveðrið“ svokallaða árið 2012, að sögn veðurfræðings.Appelsínugular viðvaranir taka gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Miðhálendinu og Norðurlandi eystra á morgun. Fyrsta appelsínugula viðvörunin tekur gildi á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra klukkan sjö í fyrramálið og svo koma viðvaranirnar hver á fætur annarri. Þá taka gular viðvaranir einnig gildi á Suðausturlandi og Austfjörðum á morgun. Versta veður ársins nálgast Helga Ívarsdóttir veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við fréttastofu að jafnvel megi búast við ofsaveðri á landinu á morgun. „Þetta lítur nú ekki vel út og það má segja að versta veður ársins sé að nálgast okkur. Skil fara yfir landið í dag og síðan mun veðrakerfið ná auknum krafti í nótt. Og á morgun skella sömu skilin aftur yfir landið, fyrst á norðvestanverðu landinu. Við erum að spá norðaustan, og síðan norðanstormi eða -roki, og jafnvel ofsaveðri á sumum stöðum,“ segir Helga. Þá segir hún að vel megi íhuga á hverju svæði fyrir sig hvort fella eigi skólahald niður eða loka vegum áður en fólk lendir í ógöngum. Þannig bendir hún sérstaklega á að ekkert ferðaveður verði á norðvestanverðu landinu á morgun. Veðurfræðingur segir ástæðu til að skoða á hverju svæði fyrir þig hvort halda eigi skólahaldi til streitu á morgun.Vísir/Vilhelm Varist stórar byggingar Á höfuðborgarsvæðinu sé hins vegar ekki búist við ofankomu að neinu ráði á morgun og þá byrji ekki að hvessa fyrr en síðdegis, milli fjögur og sex. Skólahald ætti því að geta farið eðlilega fram á svæðinu. Þá verði veðrið misvont á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er norðanátt þannig að það verður hvassast vestast í borginni og á Kjalarnesi og gæti einnig náð niður í Mosfellsbæ,“ segir Helga. „Þetta líkist kannski einna mest Höfðatorgsveðrinu sem var 2. nóvember 2012 þar sem fólk tókst á loft við Höfðatorg og á þeim slóðum má búast við mjög vondu veðri seint á morgun. Það gæti verið hættulegt að vera á þeim slóðum, nálægt stórum byggingum.“Sjá einnig: Magnaðar myndir: Fólk í stórhættu í ofsaveðri Snjóflóð og öldugangur Veðurhaminn lægir svo smám saman víða á landinu á miðvikudag. Á austanverðu landinu, þar sem gular viðvaranir eru í gildi fyrir morgundaginn, bætir hins vegar í vind og þar gætu jafnvel tekið við appelsínugular viðvaranir. Aðspurð segir Helga að verið sé að skoða aðstæður með tilliti til snjóflóða. Upplýsinga sé að vænta síðar í dag í þeim efnum. Þá bendir hún á að útlit sé fyrir að sjór láti ófriðlega í óveðrinu og búast megi við allt að tíu metra ölduhæð, sérstaklega á Norðurlandi vestra en einnig á höfuðborgarsvæðinu. Fólk ætti því að festa báta sína vel.Að neðan má sjá lægðina nálgast landið á síðunni Windy. Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Gular viðvaranir orðnar að appelsínugulum Búist er við snjókomu, og síðar slyddu eða rigningu, suðvestanlands í dag þegar úrkomusvæði lægðar frá Grænlandshafi gengur yfir landið. 9. desember 2019 07:00 Mest lesið Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Sjá meira
Veðurviðvaranir, bæði gular og appelsínugular, hafa nú verið gefnar út í öllum landshlutum. Versta veður ársins nálgast nú landið og á höfuðborgarsvæðinu gæti ástandið minnt á „Höfðatorgsveðrið“ svokallaða árið 2012, að sögn veðurfræðings.Appelsínugular viðvaranir taka gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Miðhálendinu og Norðurlandi eystra á morgun. Fyrsta appelsínugula viðvörunin tekur gildi á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra klukkan sjö í fyrramálið og svo koma viðvaranirnar hver á fætur annarri. Þá taka gular viðvaranir einnig gildi á Suðausturlandi og Austfjörðum á morgun. Versta veður ársins nálgast Helga Ívarsdóttir veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við fréttastofu að jafnvel megi búast við ofsaveðri á landinu á morgun. „Þetta lítur nú ekki vel út og það má segja að versta veður ársins sé að nálgast okkur. Skil fara yfir landið í dag og síðan mun veðrakerfið ná auknum krafti í nótt. Og á morgun skella sömu skilin aftur yfir landið, fyrst á norðvestanverðu landinu. Við erum að spá norðaustan, og síðan norðanstormi eða -roki, og jafnvel ofsaveðri á sumum stöðum,“ segir Helga. Þá segir hún að vel megi íhuga á hverju svæði fyrir sig hvort fella eigi skólahald niður eða loka vegum áður en fólk lendir í ógöngum. Þannig bendir hún sérstaklega á að ekkert ferðaveður verði á norðvestanverðu landinu á morgun. Veðurfræðingur segir ástæðu til að skoða á hverju svæði fyrir þig hvort halda eigi skólahaldi til streitu á morgun.Vísir/Vilhelm Varist stórar byggingar Á höfuðborgarsvæðinu sé hins vegar ekki búist við ofankomu að neinu ráði á morgun og þá byrji ekki að hvessa fyrr en síðdegis, milli fjögur og sex. Skólahald ætti því að geta farið eðlilega fram á svæðinu. Þá verði veðrið misvont á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er norðanátt þannig að það verður hvassast vestast í borginni og á Kjalarnesi og gæti einnig náð niður í Mosfellsbæ,“ segir Helga. „Þetta líkist kannski einna mest Höfðatorgsveðrinu sem var 2. nóvember 2012 þar sem fólk tókst á loft við Höfðatorg og á þeim slóðum má búast við mjög vondu veðri seint á morgun. Það gæti verið hættulegt að vera á þeim slóðum, nálægt stórum byggingum.“Sjá einnig: Magnaðar myndir: Fólk í stórhættu í ofsaveðri Snjóflóð og öldugangur Veðurhaminn lægir svo smám saman víða á landinu á miðvikudag. Á austanverðu landinu, þar sem gular viðvaranir eru í gildi fyrir morgundaginn, bætir hins vegar í vind og þar gætu jafnvel tekið við appelsínugular viðvaranir. Aðspurð segir Helga að verið sé að skoða aðstæður með tilliti til snjóflóða. Upplýsinga sé að vænta síðar í dag í þeim efnum. Þá bendir hún á að útlit sé fyrir að sjór láti ófriðlega í óveðrinu og búast megi við allt að tíu metra ölduhæð, sérstaklega á Norðurlandi vestra en einnig á höfuðborgarsvæðinu. Fólk ætti því að festa báta sína vel.Að neðan má sjá lægðina nálgast landið á síðunni Windy.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Gular viðvaranir orðnar að appelsínugulum Búist er við snjókomu, og síðar slyddu eða rigningu, suðvestanlands í dag þegar úrkomusvæði lægðar frá Grænlandshafi gengur yfir landið. 9. desember 2019 07:00 Mest lesið Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Sjá meira
Gular viðvaranir orðnar að appelsínugulum Búist er við snjókomu, og síðar slyddu eða rigningu, suðvestanlands í dag þegar úrkomusvæði lægðar frá Grænlandshafi gengur yfir landið. 9. desember 2019 07:00