Guðni forseti: „Ég er ekki í hópi ofurplokkara“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. apríl 2019 19:45 Forseti Íslands er ekki í hópi ofurplokkara en segist gjarnan með sér poka fyrir rusl þegar hann fer út að skokka. Nokkur hundruð tóku þátt í skipulögðu plokki á höfuðborgarsvæðinu og enn fleiri um land allt á stóra plokkdeginum 2019 sem fór fram í dag. Þátttakan fór langt fram úr björtustu vonum að sögn skipuleggjenda. Markmiðið með plokkinu er að hreinsa til í umhverfinu, tína rusl og koma því í endurvinnslu. Skipulagt plokk fór fram víða um land í dag en Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra setti stóra plokkdaginn formlega klukkan tíu í morgun. Forsetahjónin voru svo mætt í Garðabæinn síðdegis ásamt fleirum öflugum plokkurum. „Fólk er búið að vera mjög duglegt á undan okkur. Þetta er ekki mjög mikið hér,“ sagði Eliza Reid forsetafrú þegar fréttastofa náði af henni tali við plokk í Garðabænum í dag. „Ég er kannski ekki mest dugleg en ég get sagt að Guðni sé mjög duglegur að gera þetta, hann er mjög duglegur þegar hann fer út að skokka.“Eliza Reid forsetafrú plokkar.Mynd/aðsendSjálfur segist forsetinn ekki vera meðal þeirra allra duglegustu, en hann grípi með sér poka annað slagið. „Ég geri þetta nú ekki hvern dag eða neitt svoleiðis, ég er ekki í hópi ofurplokkara en mér finnst þetta ágætis tilbreyting þegar ég fer út að skokka,“ segir Guðni. Verst þykir honum að sjá sígarettustubba og annað rusl sem augljóst er að einhver hefur skilið eftir. „Mikið af þessu er bara svona fokrusl, gamall korkur og eitthvað sem kemur bara með veðri og vindum og verður kannski ekkert ráðið við. En það sem er kannski ögn meira pirrandi eru sígarettustubbarnir sem er allt of mikið af og fólk er kannski að fleygja í hugsunarleysi eða leti.“ Unga kynslóðin lét sitt ekki eftr liggja en þær Steinunn Stefánsdóttir og Lydía Dhour Friðfinnsdóttir voru meðal þeirra sem plokkuðu við hlið forsetans í dag. Aðspurð segist Steinunn hafa fundið mikið rusl í dag. „Við höfum fundið bara alls konar,“ segir Lydía. Guðni Th. Jóhannesson plokkaði líka rusl.Mynd/aðsend Forseti Íslands Umhverfismál Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Forseti Íslands er ekki í hópi ofurplokkara en segist gjarnan með sér poka fyrir rusl þegar hann fer út að skokka. Nokkur hundruð tóku þátt í skipulögðu plokki á höfuðborgarsvæðinu og enn fleiri um land allt á stóra plokkdeginum 2019 sem fór fram í dag. Þátttakan fór langt fram úr björtustu vonum að sögn skipuleggjenda. Markmiðið með plokkinu er að hreinsa til í umhverfinu, tína rusl og koma því í endurvinnslu. Skipulagt plokk fór fram víða um land í dag en Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra setti stóra plokkdaginn formlega klukkan tíu í morgun. Forsetahjónin voru svo mætt í Garðabæinn síðdegis ásamt fleirum öflugum plokkurum. „Fólk er búið að vera mjög duglegt á undan okkur. Þetta er ekki mjög mikið hér,“ sagði Eliza Reid forsetafrú þegar fréttastofa náði af henni tali við plokk í Garðabænum í dag. „Ég er kannski ekki mest dugleg en ég get sagt að Guðni sé mjög duglegur að gera þetta, hann er mjög duglegur þegar hann fer út að skokka.“Eliza Reid forsetafrú plokkar.Mynd/aðsendSjálfur segist forsetinn ekki vera meðal þeirra allra duglegustu, en hann grípi með sér poka annað slagið. „Ég geri þetta nú ekki hvern dag eða neitt svoleiðis, ég er ekki í hópi ofurplokkara en mér finnst þetta ágætis tilbreyting þegar ég fer út að skokka,“ segir Guðni. Verst þykir honum að sjá sígarettustubba og annað rusl sem augljóst er að einhver hefur skilið eftir. „Mikið af þessu er bara svona fokrusl, gamall korkur og eitthvað sem kemur bara með veðri og vindum og verður kannski ekkert ráðið við. En það sem er kannski ögn meira pirrandi eru sígarettustubbarnir sem er allt of mikið af og fólk er kannski að fleygja í hugsunarleysi eða leti.“ Unga kynslóðin lét sitt ekki eftr liggja en þær Steinunn Stefánsdóttir og Lydía Dhour Friðfinnsdóttir voru meðal þeirra sem plokkuðu við hlið forsetans í dag. Aðspurð segist Steinunn hafa fundið mikið rusl í dag. „Við höfum fundið bara alls konar,“ segir Lydía. Guðni Th. Jóhannesson plokkaði líka rusl.Mynd/aðsend
Forseti Íslands Umhverfismál Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“