Hætta við að skilja afríska hlaupara útundan Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. apríl 2019 13:38 Útspil skipuleggjenda hlaupsins vakti mikla athugli. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Bryn Lennon/Getty Skipuleggjendur hálfmaraþons í borginni Trieste í norðurhluta Ítalíu hafa fallið frá áformum sínum um að meina afrískum hlaupurum að taka þátt í hlaupinu. Upphaflega ákvörðunin um að mismuna hlaupurum eftir uppruna var sögð eiga að vekja athygli á bágum kjörum afrísks íþróttafólks. „Eftir að hafa sett af stað ögrun sem hitti á taugar og beindi athyglinni að rótgrónu vandamáli, öfugt við það sem tilkynnt var í gær, verður afrískum hlaupurum boðið að taka þátt í hlaupinu,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir Fabio Carini, skipuleggjanda hlaupsins. Ákvörðun skipuleggjenda um að bjóða aðeins evrópskum hlaupurum að taka þátt olli miklu fjaðrafoki á Ítalíu og hafa skipuleggjendur verið ásakaðir um að vera haldnir kynþáttafordómum. Skipuleggjendur segja það þó vera misskilning þar sem ætlunin hafi verið að sýna fram á þá erfiðleika sem afrískir atvinnuíþróttamenn standa frammi fyrir. „Í ár höfum við ákveðið að bjóða aðeins evrópskum íþróttamönnum til þess að senda skilaboð um að grípa verði til ráðstafana og koma böndum á þá rányrkju sem afar dýrmætt afrískt íþróttafólk þarf að þola. Þetta er eitthvað sem við megum ekki samþykkja lengur,“ sagði Carini við La Repubblica um upphaflegu ákvörðunina um að halda Afríkufólki frá hlaupinu. Ekki eru allir á eitt sáttir með þessar skýringar en Isabella De Monte, Evrópuþingmaður Ítala hjá mið-vinstri Demókrataflokknum hefur haft hátt um málið og sakar skipuleggjendur um að reyna að „hreinsa íþróttir“ af Afríkufólki. „Misnotkun á íþróttafólki er notuð sem tylliástæða. Í tengslum við mál sem þessi eru staðir sem hægt er að leita til og viðeigandi stofnanir sem taka við slíkum málum. Þetta er fáránlegt. Það er verið að meina atvinnufólki í íþróttum að taka þátt í keppni sökum þess að það er frá Afríku,“ sagði De Monte. Íþróttasamband Ítalíu hefur hafið rannsókn á málinu og hefur nú til skoðunar hvort ákvörðunin um að halda fólki frá keppninni sökum uppruna stangist á við staðla og reglur sambandsins. Sigurvegar þessa tiltekna hlaups í karla- og kvennaflokki á síðasta ári voru Olivier Irabaruta og Elvanie Nimbona. Þau eru bæði frá Búrúndí, sem er einmitt í Afríku. Hlaup Ítalía Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Skipuleggjendur hálfmaraþons í borginni Trieste í norðurhluta Ítalíu hafa fallið frá áformum sínum um að meina afrískum hlaupurum að taka þátt í hlaupinu. Upphaflega ákvörðunin um að mismuna hlaupurum eftir uppruna var sögð eiga að vekja athygli á bágum kjörum afrísks íþróttafólks. „Eftir að hafa sett af stað ögrun sem hitti á taugar og beindi athyglinni að rótgrónu vandamáli, öfugt við það sem tilkynnt var í gær, verður afrískum hlaupurum boðið að taka þátt í hlaupinu,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir Fabio Carini, skipuleggjanda hlaupsins. Ákvörðun skipuleggjenda um að bjóða aðeins evrópskum hlaupurum að taka þátt olli miklu fjaðrafoki á Ítalíu og hafa skipuleggjendur verið ásakaðir um að vera haldnir kynþáttafordómum. Skipuleggjendur segja það þó vera misskilning þar sem ætlunin hafi verið að sýna fram á þá erfiðleika sem afrískir atvinnuíþróttamenn standa frammi fyrir. „Í ár höfum við ákveðið að bjóða aðeins evrópskum íþróttamönnum til þess að senda skilaboð um að grípa verði til ráðstafana og koma böndum á þá rányrkju sem afar dýrmætt afrískt íþróttafólk þarf að þola. Þetta er eitthvað sem við megum ekki samþykkja lengur,“ sagði Carini við La Repubblica um upphaflegu ákvörðunina um að halda Afríkufólki frá hlaupinu. Ekki eru allir á eitt sáttir með þessar skýringar en Isabella De Monte, Evrópuþingmaður Ítala hjá mið-vinstri Demókrataflokknum hefur haft hátt um málið og sakar skipuleggjendur um að reyna að „hreinsa íþróttir“ af Afríkufólki. „Misnotkun á íþróttafólki er notuð sem tylliástæða. Í tengslum við mál sem þessi eru staðir sem hægt er að leita til og viðeigandi stofnanir sem taka við slíkum málum. Þetta er fáránlegt. Það er verið að meina atvinnufólki í íþróttum að taka þátt í keppni sökum þess að það er frá Afríku,“ sagði De Monte. Íþróttasamband Ítalíu hefur hafið rannsókn á málinu og hefur nú til skoðunar hvort ákvörðunin um að halda fólki frá keppninni sökum uppruna stangist á við staðla og reglur sambandsins. Sigurvegar þessa tiltekna hlaups í karla- og kvennaflokki á síðasta ári voru Olivier Irabaruta og Elvanie Nimbona. Þau eru bæði frá Búrúndí, sem er einmitt í Afríku.
Hlaup Ítalía Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira