Umhverfisráðherra plokkar við Vesturlandsveg: „Sorp er fyrst og fremst verðmæti“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. apríl 2019 11:57 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra var mættur að plokka við Vesturlandsveg ásamt vöskum plokkurum. Vísir/Friðrik Þór Rusl er verðmæti sem hægt er að nýta betur segir umhverfisráðherra sem ræsti stóra plokkdaginn sem er í dag. Forseti Íslands ætlar einnig að taka til hendinni ásamt plokkurum um land allt í tilefni dagsins. Markmiðið með plokkinu er að hreinsa til í umhverfinu, tína rusl og koma því í endurvinnslu. Á höfuðborgarsvæðinu verður sjónum beint að Reykjanesbraut, Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi en skipulagt plokk fer fram víða um land í dag. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra setti stóra plokkdaginn 2019 formlega klukkan tíu í morgun. „Ég er staddur hérna við Vesturlandsveginn ásamt hópi af góðu fólki og hér er af nógu að taka,“ sagði Guðmundur Ingi, þegar fréttastofa náði af honum tali í morgun. „Það er mikið rusl, það er ekki hægt að segja annað.“ Hann telur þurfa á enn meiri vitundarvakningu að halda í umhverfismálum, plokkið sé aðeins einn liður í því en um mikilvægt átak sé að ræða. „Ég held að við þurfum bara öll að huga mjög vel að því að sorp er fyrst og fremst verðmæti. Við eigum bæði að reyna að draga úr myndun þess, nota hlutina betur. Það sem að verður síðan afgangs, það er að segja sem að er rusl, það þarf að koma því í réttan farveg,“ segir Guðmundur Ingi. Plokkað er á nokkrum skipulögðum svæðum á höfuðborgarsvæðinu í dag en sveitarfélög, félagasamtök og almenningur víða um land hafa skipulagt stór og smá plokkverkefni í dag. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hyggst taka til hendinni í Garðabæ klukkan tvö í dag.Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra lét sitt ekki eftir liggja.Vísir/Friðrik Þór Umhverfismál Tengdar fréttir Stóri plokkdagurinn fer fram á morgun 27. apríl 2019 20:00 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Sjá meira
Rusl er verðmæti sem hægt er að nýta betur segir umhverfisráðherra sem ræsti stóra plokkdaginn sem er í dag. Forseti Íslands ætlar einnig að taka til hendinni ásamt plokkurum um land allt í tilefni dagsins. Markmiðið með plokkinu er að hreinsa til í umhverfinu, tína rusl og koma því í endurvinnslu. Á höfuðborgarsvæðinu verður sjónum beint að Reykjanesbraut, Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi en skipulagt plokk fer fram víða um land í dag. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra setti stóra plokkdaginn 2019 formlega klukkan tíu í morgun. „Ég er staddur hérna við Vesturlandsveginn ásamt hópi af góðu fólki og hér er af nógu að taka,“ sagði Guðmundur Ingi, þegar fréttastofa náði af honum tali í morgun. „Það er mikið rusl, það er ekki hægt að segja annað.“ Hann telur þurfa á enn meiri vitundarvakningu að halda í umhverfismálum, plokkið sé aðeins einn liður í því en um mikilvægt átak sé að ræða. „Ég held að við þurfum bara öll að huga mjög vel að því að sorp er fyrst og fremst verðmæti. Við eigum bæði að reyna að draga úr myndun þess, nota hlutina betur. Það sem að verður síðan afgangs, það er að segja sem að er rusl, það þarf að koma því í réttan farveg,“ segir Guðmundur Ingi. Plokkað er á nokkrum skipulögðum svæðum á höfuðborgarsvæðinu í dag en sveitarfélög, félagasamtök og almenningur víða um land hafa skipulagt stór og smá plokkverkefni í dag. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hyggst taka til hendinni í Garðabæ klukkan tvö í dag.Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra lét sitt ekki eftir liggja.Vísir/Friðrik Þór
Umhverfismál Tengdar fréttir Stóri plokkdagurinn fer fram á morgun 27. apríl 2019 20:00 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Sjá meira