Staðan flókin og hljóðið þungt í verkalýðshreyfingunni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 21:43 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir aðgerðir stjórnvalda samanlagt hljóða upp á um 30 milljarða króna og miða sérstaklega að því að bæta hag hina lægst launuðu. Það sé eðli prógressívra skattkerfa að það sem gert sé fyrir neðsta hópinn skili sér upp skalann. Fbl/stefán Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að staðan í kjaraviðræðunum sé flókin og hljóðið þungt í verkalýðshreyfingunni. Þetta sagði hún í Kastljósi á RÚV í kvöld. Hún sagði að viðbrögð verkalýðsforystunnar við skattkerfisbreytingarútspili stjórnvalda hefðu ekki komið sér á óvart. „Það hefur verið þungt hljóð í verkalýðshreyfingunni og ekki síst Eflingu, í raun og veru í heilt ár, þannig að það kemur í raun og veru ekki á óvart.“ Katrín segist hafa fullan skilning á því ef verkalýðsfélögin fjögur, sem eru í samfloti, fari í verkfallsaðgerðir en hún bendir á að innlegg ríkisstjórnarinnar í yfirstandandi kjaraviðræðum sé afrakstur samtala við aðila vinnumarkaðarins. „Jájá, við skulum segja það að tillögum okkar var ekki tekið fagnandi. Það er alveg rétt en við þurfum samt að horfa á það hvað við höfum verið að ræða við verkalýðshreyfinguna því það sem við vorum að ræða í gær er allt afrakstur samtala okkar við aðila vinnumarkaðarins sem hefur staðið yfir í heilt ár. “ Katrín segir að breytingarnar sem stjórnvöld hafa ráðist í séu réttlátar og góðar. Þau hafi ráðist í átak í húsnæðismálum, hækkað hækkað bætur og breytt skattkerfinu í þágu hinna lægst launuðu. „Í gær kynntum við líka fyrirætlanir okkar um að fara í það að lengja fæðingarorlof úr níu mánuðum í tólf. Það er auðvitað risastórt hagsmunamál ekki síst fyrir ungt fjölskyldufólk og það snýst ekki bara um það að skapa fólki betri lífskjör og aukinn tíma með sínum börnum, sem er auðvitað mjög stórt umbótamál í samfélaginu, heldur líka að draga úr kostnaði við daggæslu og annað slíkt sem auðvitað hvílir þungt á ungu fjölskyldufólki.“ Katrín segir að hlutverk stjórnvalda sé að hlusta á verkalýðshreyfinguna og vinna að umbótum en bendir á að ríkisstjórnin sitji ekki við samningaborðið. Aðspurð hvort fyrirhugaðar skattabreytingar séu síðasta boð segist Katrín enn eiga eftir að ræða fleiri tillögur á borð við aukinn stuðning við fyrstu fasteignakaup, vaxtarstig og verðtryggingu. Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir „Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Fjármálaráðherra er ánægður með skattatillögur ríkisstjórnarinnar. 19. febrúar 2019 19:07 Katrín segir aðgerðir koma barnafólki á lægstu launum vel Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir aðgerðir stjórnvalda samanlagt hljóða upp á um 30 milljarða króna og miða sérstaklega að því að bæta hag hina lægst launuðu. 19. febrúar 2019 20:02 Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að staðan í kjaraviðræðunum sé flókin og hljóðið þungt í verkalýðshreyfingunni. Þetta sagði hún í Kastljósi á RÚV í kvöld. Hún sagði að viðbrögð verkalýðsforystunnar við skattkerfisbreytingarútspili stjórnvalda hefðu ekki komið sér á óvart. „Það hefur verið þungt hljóð í verkalýðshreyfingunni og ekki síst Eflingu, í raun og veru í heilt ár, þannig að það kemur í raun og veru ekki á óvart.“ Katrín segist hafa fullan skilning á því ef verkalýðsfélögin fjögur, sem eru í samfloti, fari í verkfallsaðgerðir en hún bendir á að innlegg ríkisstjórnarinnar í yfirstandandi kjaraviðræðum sé afrakstur samtala við aðila vinnumarkaðarins. „Jájá, við skulum segja það að tillögum okkar var ekki tekið fagnandi. Það er alveg rétt en við þurfum samt að horfa á það hvað við höfum verið að ræða við verkalýðshreyfinguna því það sem við vorum að ræða í gær er allt afrakstur samtala okkar við aðila vinnumarkaðarins sem hefur staðið yfir í heilt ár. “ Katrín segir að breytingarnar sem stjórnvöld hafa ráðist í séu réttlátar og góðar. Þau hafi ráðist í átak í húsnæðismálum, hækkað hækkað bætur og breytt skattkerfinu í þágu hinna lægst launuðu. „Í gær kynntum við líka fyrirætlanir okkar um að fara í það að lengja fæðingarorlof úr níu mánuðum í tólf. Það er auðvitað risastórt hagsmunamál ekki síst fyrir ungt fjölskyldufólk og það snýst ekki bara um það að skapa fólki betri lífskjör og aukinn tíma með sínum börnum, sem er auðvitað mjög stórt umbótamál í samfélaginu, heldur líka að draga úr kostnaði við daggæslu og annað slíkt sem auðvitað hvílir þungt á ungu fjölskyldufólki.“ Katrín segir að hlutverk stjórnvalda sé að hlusta á verkalýðshreyfinguna og vinna að umbótum en bendir á að ríkisstjórnin sitji ekki við samningaborðið. Aðspurð hvort fyrirhugaðar skattabreytingar séu síðasta boð segist Katrín enn eiga eftir að ræða fleiri tillögur á borð við aukinn stuðning við fyrstu fasteignakaup, vaxtarstig og verðtryggingu.
Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir „Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Fjármálaráðherra er ánægður með skattatillögur ríkisstjórnarinnar. 19. febrúar 2019 19:07 Katrín segir aðgerðir koma barnafólki á lægstu launum vel Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir aðgerðir stjórnvalda samanlagt hljóða upp á um 30 milljarða króna og miða sérstaklega að því að bæta hag hina lægst launuðu. 19. febrúar 2019 20:02 Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Sjá meira
„Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Fjármálaráðherra er ánægður með skattatillögur ríkisstjórnarinnar. 19. febrúar 2019 19:07
Katrín segir aðgerðir koma barnafólki á lægstu launum vel Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir aðgerðir stjórnvalda samanlagt hljóða upp á um 30 milljarða króna og miða sérstaklega að því að bæta hag hina lægst launuðu. 19. febrúar 2019 20:02
Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. 19. febrúar 2019 17:16