Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 19:30 Nara Walker, mætti í fangelsið á Hólmsheiði í dag til að hefja afplánun en hún hlaut í desember átján mánaða dóm, þar af fimmtán skilorðsbundna, fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns. Nara segist hafa verið að verja sig fyrir eiginmanni sínum sem hafi ítrekað beitt hana ofbeldi. Á þriðja tug mótmælenda kom saman til þögulla mótmæla á Hólmsheiði þegar Nara mætti til að hefja afplánun þeirra þriggja mánaða sem hún þarf að sitja inni en hún segist hafa mætt miklu óréttlæti í réttarkerfinu. Þær Eydís Eir Brynju-Björnsdóttir og Júlía Birgisdóttir skipulögðu mótmælin en sjálfar eru þær þolendur kynferðisofbeldis sem hafa slæma reynslu af réttarkerfinu. „Það fer svo í rettlætiskennd okkar að við megum ekki verja okkur ef á okkur er ráðist án þess að eiga það í hættu að vera dæmdar í fangelsi,“ segja þær í skriflegu svari til fréttastofu.Nara Walker vinkar bless þegar hún gengur inn um hliðið til að hefja afplánun á Hólmsheiði.„Það vekur líka athygli að í lögum er klausa að þú mátt verja þig þegar þú telur lífi þínu ógnað. Við vitum ekki hvort dómarar noti þessa klausu nokkurn tíma en hún átti sannarlega við í máli Nöru. Það er algjörlega óskiljanlegt að sjálfsvörn sé ekki lögleg á Íslandi, sem er númer 1 í heiminum í jafnrétti kynjanna segir allt sem segja þarf um stöðu þolenda í dómskerfinu.“ Nara kvaddi vini og vandamenn fyrir utan fangelsið áður en hún hringdi bjöllunni og gekk inn í fangelsið síðdegis í dag. „Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem fólk hefur mótmælt fyrir utan fangelsið," sagði Nara áður en hún kvaddi. „Takk stelpur fyrir að gera þetta. Ég er mjög þakklát. Ég er útlendingur en við erum systur þótt við séum ekki frá sama stað. Þessar aðstæður halda okkur saman.“ Dómsmál Fangelsismál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Vilja að Guðni náði konu sem beit tungu eiginmanns síns í sundur Aðstandendur Nöru Walker, ástralskrar konu sem dæmd var í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hafa komið af stað undirskriftarsöfnun til að fá hana heim til fjölskyldu sinnar í Ástralíu. 18. febrúar 2019 11:13 Fórnarlömb geti varið sig án þess að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingar Konur í minni stöðu eiga ekki að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingu meiði þær ofbeldismann sinn í nauðvörn, segir Nara Walker. Fyrir rúmu ári beit hún hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns sem hún segir hafa beitt sig ítrekuðu ofbeldi. 19. janúar 2019 09:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira
Nara Walker, mætti í fangelsið á Hólmsheiði í dag til að hefja afplánun en hún hlaut í desember átján mánaða dóm, þar af fimmtán skilorðsbundna, fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns. Nara segist hafa verið að verja sig fyrir eiginmanni sínum sem hafi ítrekað beitt hana ofbeldi. Á þriðja tug mótmælenda kom saman til þögulla mótmæla á Hólmsheiði þegar Nara mætti til að hefja afplánun þeirra þriggja mánaða sem hún þarf að sitja inni en hún segist hafa mætt miklu óréttlæti í réttarkerfinu. Þær Eydís Eir Brynju-Björnsdóttir og Júlía Birgisdóttir skipulögðu mótmælin en sjálfar eru þær þolendur kynferðisofbeldis sem hafa slæma reynslu af réttarkerfinu. „Það fer svo í rettlætiskennd okkar að við megum ekki verja okkur ef á okkur er ráðist án þess að eiga það í hættu að vera dæmdar í fangelsi,“ segja þær í skriflegu svari til fréttastofu.Nara Walker vinkar bless þegar hún gengur inn um hliðið til að hefja afplánun á Hólmsheiði.„Það vekur líka athygli að í lögum er klausa að þú mátt verja þig þegar þú telur lífi þínu ógnað. Við vitum ekki hvort dómarar noti þessa klausu nokkurn tíma en hún átti sannarlega við í máli Nöru. Það er algjörlega óskiljanlegt að sjálfsvörn sé ekki lögleg á Íslandi, sem er númer 1 í heiminum í jafnrétti kynjanna segir allt sem segja þarf um stöðu þolenda í dómskerfinu.“ Nara kvaddi vini og vandamenn fyrir utan fangelsið áður en hún hringdi bjöllunni og gekk inn í fangelsið síðdegis í dag. „Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem fólk hefur mótmælt fyrir utan fangelsið," sagði Nara áður en hún kvaddi. „Takk stelpur fyrir að gera þetta. Ég er mjög þakklát. Ég er útlendingur en við erum systur þótt við séum ekki frá sama stað. Þessar aðstæður halda okkur saman.“
Dómsmál Fangelsismál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Vilja að Guðni náði konu sem beit tungu eiginmanns síns í sundur Aðstandendur Nöru Walker, ástralskrar konu sem dæmd var í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hafa komið af stað undirskriftarsöfnun til að fá hana heim til fjölskyldu sinnar í Ástralíu. 18. febrúar 2019 11:13 Fórnarlömb geti varið sig án þess að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingar Konur í minni stöðu eiga ekki að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingu meiði þær ofbeldismann sinn í nauðvörn, segir Nara Walker. Fyrir rúmu ári beit hún hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns sem hún segir hafa beitt sig ítrekuðu ofbeldi. 19. janúar 2019 09:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira
Vilja að Guðni náði konu sem beit tungu eiginmanns síns í sundur Aðstandendur Nöru Walker, ástralskrar konu sem dæmd var í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hafa komið af stað undirskriftarsöfnun til að fá hana heim til fjölskyldu sinnar í Ástralíu. 18. febrúar 2019 11:13
Fórnarlömb geti varið sig án þess að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingar Konur í minni stöðu eiga ekki að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingu meiði þær ofbeldismann sinn í nauðvörn, segir Nara Walker. Fyrir rúmu ári beit hún hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns sem hún segir hafa beitt sig ítrekuðu ofbeldi. 19. janúar 2019 09:00