Weinstein rýfur þögnina til þess að neita að hafa viljað Affleck í aðalhlutverk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. febrúar 2019 14:02 Weinstein og Paltrow sjást hér fyrir miðri mynd. Myndin er tekin á óskarsverðlaunahátíðinni árið 1999 þegar kvikmyndin Shakespeare in Love vann til fjölda verðlauna. Vísir/Getty Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandinn sem sakaður hefur verið af fjölmörgum konum um kynferðislega áreitni og ofbeldi, segist aldrei hafa viljað að Ben Affleck myndi leika hlutverk William Shakespeare í kvikmyndinni Shakespeare in Love. Yfirlýsing Weinstein þess efnis þykir koma nokkuð á óvart enda hefur hann lítið sem ekkert tjáð sig við fjölmiðla um þær fjölmörgu ásakanir á hendur honum sem voru þungamiðjan í #Metoo byltingunni svokölluðu. Hefur hann nær alfarið haldið sig fyrir utan sviðsljósið frá því að ásakanirnar voru settar fram. Tilefni yfirlýsingar Weinstein eru ummæli Gwyneth Paltrow, sem meðal annars hefur sakað hann um kynferðislega áreitni, í viðtali við Variety sem birt var í vikunni. Þar fór hún um víðan völl og sagði meðal annars að Weinstein hafi viljað að Ben Affleck tæki að sér aðalhlutverkið í óskarsverðlaunamyndinni Shakespeare in Love sem kom út árið 1998. Í viðtalinu kemur fram að leikstjóri myndarinnar og einn framleiðandi hennar staðfesti þessa frásögn Paltrow, sem hlaut óskarsverðlaunin fyrir leik hennar í myndinni. Eitthvað virðist þetta hafa farið öfugt ofan í Weinstein sem sendi yfirlýsingu til Variety þar sem hann þvertók fyrir að hafa krafist þess að Affleck myndi leika aðalhlutverkið, sem leikið var af Joseph Fiennes. „Aðrir leikarar sem komu til greina voru aðeins Russel Crowe og Ethan Hawke, enginn annar. Ben Affleck stóð sig mjög vel sem Ned Alleyn, sem er hlutverkið sem hann kom til greina í,“ segir í yfirlýsingu Weinstein. Weinstein hefur sem fyrr segir látið lítið fyrir sér fara en hann undirbýr nú varnir sínar í dómsmáli gegn honum í New York-ríki. Tvær konur hafa sakað hann um nauðgun. Hann neitar sök. Bíó og sjónvarp MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Verjandi Weinstein að hætta Búist er við því að Ben Brafman, verjandi kvikmyndaframleiðandas Harvey Weinstein, muni hætta sem verjandi hans. Líklegt er að það verði til þes að fresta þinghaldi í dómsmáli gegn Weinstein. 15. janúar 2019 08:26 Verjendur Weinstein vilja að máli gegn honum verði vísað frá Lögmennirnir hafa lagt fram pósta á milli Weinstein og konu sem sakar hann um nauðgun sem þeir fullyrða að sýni að samband þeirra hafi verið innilegt og með vilja þeirra beggja. 3. ágúst 2018 19:22 Máli Ashley Judd gegn Harvey Weinstein vísað frá að hluta Leikkonan getur áfram stefnt honum fyrir að hafa reynt að eyðileggja starfsframa hennar. 10. janúar 2019 07:58 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandinn sem sakaður hefur verið af fjölmörgum konum um kynferðislega áreitni og ofbeldi, segist aldrei hafa viljað að Ben Affleck myndi leika hlutverk William Shakespeare í kvikmyndinni Shakespeare in Love. Yfirlýsing Weinstein þess efnis þykir koma nokkuð á óvart enda hefur hann lítið sem ekkert tjáð sig við fjölmiðla um þær fjölmörgu ásakanir á hendur honum sem voru þungamiðjan í #Metoo byltingunni svokölluðu. Hefur hann nær alfarið haldið sig fyrir utan sviðsljósið frá því að ásakanirnar voru settar fram. Tilefni yfirlýsingar Weinstein eru ummæli Gwyneth Paltrow, sem meðal annars hefur sakað hann um kynferðislega áreitni, í viðtali við Variety sem birt var í vikunni. Þar fór hún um víðan völl og sagði meðal annars að Weinstein hafi viljað að Ben Affleck tæki að sér aðalhlutverkið í óskarsverðlaunamyndinni Shakespeare in Love sem kom út árið 1998. Í viðtalinu kemur fram að leikstjóri myndarinnar og einn framleiðandi hennar staðfesti þessa frásögn Paltrow, sem hlaut óskarsverðlaunin fyrir leik hennar í myndinni. Eitthvað virðist þetta hafa farið öfugt ofan í Weinstein sem sendi yfirlýsingu til Variety þar sem hann þvertók fyrir að hafa krafist þess að Affleck myndi leika aðalhlutverkið, sem leikið var af Joseph Fiennes. „Aðrir leikarar sem komu til greina voru aðeins Russel Crowe og Ethan Hawke, enginn annar. Ben Affleck stóð sig mjög vel sem Ned Alleyn, sem er hlutverkið sem hann kom til greina í,“ segir í yfirlýsingu Weinstein. Weinstein hefur sem fyrr segir látið lítið fyrir sér fara en hann undirbýr nú varnir sínar í dómsmáli gegn honum í New York-ríki. Tvær konur hafa sakað hann um nauðgun. Hann neitar sök.
Bíó og sjónvarp MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Verjandi Weinstein að hætta Búist er við því að Ben Brafman, verjandi kvikmyndaframleiðandas Harvey Weinstein, muni hætta sem verjandi hans. Líklegt er að það verði til þes að fresta þinghaldi í dómsmáli gegn Weinstein. 15. janúar 2019 08:26 Verjendur Weinstein vilja að máli gegn honum verði vísað frá Lögmennirnir hafa lagt fram pósta á milli Weinstein og konu sem sakar hann um nauðgun sem þeir fullyrða að sýni að samband þeirra hafi verið innilegt og með vilja þeirra beggja. 3. ágúst 2018 19:22 Máli Ashley Judd gegn Harvey Weinstein vísað frá að hluta Leikkonan getur áfram stefnt honum fyrir að hafa reynt að eyðileggja starfsframa hennar. 10. janúar 2019 07:58 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Verjandi Weinstein að hætta Búist er við því að Ben Brafman, verjandi kvikmyndaframleiðandas Harvey Weinstein, muni hætta sem verjandi hans. Líklegt er að það verði til þes að fresta þinghaldi í dómsmáli gegn Weinstein. 15. janúar 2019 08:26
Verjendur Weinstein vilja að máli gegn honum verði vísað frá Lögmennirnir hafa lagt fram pósta á milli Weinstein og konu sem sakar hann um nauðgun sem þeir fullyrða að sýni að samband þeirra hafi verið innilegt og með vilja þeirra beggja. 3. ágúst 2018 19:22
Máli Ashley Judd gegn Harvey Weinstein vísað frá að hluta Leikkonan getur áfram stefnt honum fyrir að hafa reynt að eyðileggja starfsframa hennar. 10. janúar 2019 07:58