Nemendur sárir og reiðir vegna skemmdarverka sem unnin voru á Kvennaskólanum Birgir Olgeirsson skrifar 20. febrúar 2019 11:16 Þessi skilaboð biðu nemendum skólans í morgun. Aðsend Skemmdarverk voru unnin á húsakynnum Kvennaskólans í Reykjavík í nótt. Búið var að spreyja ókvæðisorðum á byggingar skólans, þar á meðal „FUCK YOU!“ og „KVENNÓ LESSUR“. „Það er mikil kvenfyrirlitning í þessum skilaboðum og við höfum áhyggjur af þessum hugsunarhætti,“ segir Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Kvennaskólans. Mögulega sé um einhverskonar framhaldsskólahúmor að ræða sem skólameistarinn segist hafa engan skilning á. Í gegnum tíðina hafi ýmis skemmdarverk verið unnin á byggingum skólann sem hafði einhverja tengingu við keppni á milli skóla en Hjalti segist ekki gera sér grein fyrir því hvort að þetta tilvik tengist slíku.„Maður kemur kannski til vinnu á morgnanna og þá er búið að grýta eggjum eða spreyja á skólann,“ segir Hjalti. Hann á eftir að skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélum til að reyna að fá úr því skorið hverjir voru þarna á ferð en það er í skoðun hvort málið verði tilkynnt til lögreglu. Vanalega er haft samband við stjórnendur annarra framhaldsskóla og þeir aðstoða hvor aðra við að reyna að uppræta svona hugsunarhætti. „Þeim var mjög brugðið,“ segir Hjalti spurður út í viðbrögð nemenda þegar þeir sáu þessi skilaboð í morgun. „Þeim finnst þetta mjög niðurlægjandi þetta er svo langt frá því að þau hugsi á þessum nótum. Þau er sár og reið.“ Voru skemmdarverkin framin á miðbæjarskólanum og gamla skólanum. Hann segir að verið sé að hreinsa húsakynnin eins og hægt er að líkast til þurfi að mála yfir þetta. Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Fleiri fréttir „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Sjá meira
Skemmdarverk voru unnin á húsakynnum Kvennaskólans í Reykjavík í nótt. Búið var að spreyja ókvæðisorðum á byggingar skólans, þar á meðal „FUCK YOU!“ og „KVENNÓ LESSUR“. „Það er mikil kvenfyrirlitning í þessum skilaboðum og við höfum áhyggjur af þessum hugsunarhætti,“ segir Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Kvennaskólans. Mögulega sé um einhverskonar framhaldsskólahúmor að ræða sem skólameistarinn segist hafa engan skilning á. Í gegnum tíðina hafi ýmis skemmdarverk verið unnin á byggingum skólann sem hafði einhverja tengingu við keppni á milli skóla en Hjalti segist ekki gera sér grein fyrir því hvort að þetta tilvik tengist slíku.„Maður kemur kannski til vinnu á morgnanna og þá er búið að grýta eggjum eða spreyja á skólann,“ segir Hjalti. Hann á eftir að skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélum til að reyna að fá úr því skorið hverjir voru þarna á ferð en það er í skoðun hvort málið verði tilkynnt til lögreglu. Vanalega er haft samband við stjórnendur annarra framhaldsskóla og þeir aðstoða hvor aðra við að reyna að uppræta svona hugsunarhætti. „Þeim var mjög brugðið,“ segir Hjalti spurður út í viðbrögð nemenda þegar þeir sáu þessi skilaboð í morgun. „Þeim finnst þetta mjög niðurlægjandi þetta er svo langt frá því að þau hugsi á þessum nótum. Þau er sár og reið.“ Voru skemmdarverkin framin á miðbæjarskólanum og gamla skólanum. Hann segir að verið sé að hreinsa húsakynnin eins og hægt er að líkast til þurfi að mála yfir þetta.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Fleiri fréttir „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Sjá meira