„Betri en Ronda Rousey“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2019 23:00 Maycee Barber. Getty/Mike Roach Dana White og félagar hjá UFC gætu verið búnir að finna nýju stórstjörnuna sína í kvennaflokki en Maycee Barber spáir því sjálf að hún verði jafnstór eða jafnvel stærri en þau Conor McGregor og Ronda Rousey. New York Post fjallar ítarlega um þessa framtíðarstórstjörnu bardagaheimsins. Frábær bardagakona sem elskar sviðsljósið og vill ganga eins langt og Conor McGregor til að tryggja sér umfjöllun og athygli. „Betri en Ronda Rousey“ er fyrirsögnin á íþróttasíðu New York Post. Maycee Barber er enn bara tvítug en hefur unnið alla sex atvinnumannabardaga sína og vann fyrsta UFC-bardagann sinn á rosalegu rothöggi. Barber fór illa með Hannah Cifers á UFC bardagakvöldi í nóvember en hún skildi Cifers eftir vel blóðuga í búrinu. Strax eftir bardagann gekk hún upp að Dana White, forseta UFC, og heimtaði bónus fyrir frammistöðu sína. Það var ljóst þá að Maycee Barber var engin venjulegur nýliði.She wants to be MMA's next big thing https://t.co/JPVHkrcm2P — New York Post Sports (@nypostsports) February 25, 2019„Ég sagði honum að ég muni verða stórt nafn, jafnvel stærra nafn en Conor McGregor og Ronda Rousey og allar hinar stjörnurnar sem hann er með,“ sagði Maycee Barber í viðtali við MMA Fighting. „Ég er ein af verðandi stórstjörnunum hans. Það eru ekki margar slíkar í dag ekki síst hjá konunum. Ég passa vel í slíkt hlutverk með þeirri persónu sem ég vil sýna í búrinu,“ sagði Barber. „Ég veit nákvæmlega hvað ég ætla að gera í mínu lífi og á mínum ferli í blönduðu bardagaíþróttum. Ég þarf ekkert háskólapróf því ég hef þegar öðlast þá þekkingu sem ég þarf. Ég veit hvað ég ætla að gera í framtíðinni,“ sagði Maycee Barber og ekki skemmir mikið fyrir að hún elskar sviðsljósið. „Ég heyri fullt af fólki kvarta yfir því hvað þeir hati viðtölin eða hvað þau kvíði fyrir að fara í myndatöku. Þetta er íþróttin sem þau völdu og þetta fylgir henni. Ef þú ætlar að ná árangri einhverstaðar þá verður að gefa þig alla í þetta. Þú verður að læra að njóta lífsins sem því fylgir. Ég elska þetta allt saman,“ segir Maycee Barber.Twenty-year-old prospect @MayceeBarber has big plans for her UFC career Read full story: https://t.co/1eQFLcOv9jpic.twitter.com/mpcmbTQlwr — MMAFighting.com (@MMAFighting) February 25, 2019 Þótt að Maycee Barber tali sig upp á kostnað Conor McGregor þá fer ekkert á milli mála að hún er hrifinn af Íranum. „McGregor gerði þetta á réttan hátt. Ef hann ætlar að berjast þá verður hann í sviðsljósinu. Hann tekur það því með trompi. Ef hann gerir það af hverju ætti ég ekki að geta það líka?,“ segir Barber. MMA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Sjá meira
Dana White og félagar hjá UFC gætu verið búnir að finna nýju stórstjörnuna sína í kvennaflokki en Maycee Barber spáir því sjálf að hún verði jafnstór eða jafnvel stærri en þau Conor McGregor og Ronda Rousey. New York Post fjallar ítarlega um þessa framtíðarstórstjörnu bardagaheimsins. Frábær bardagakona sem elskar sviðsljósið og vill ganga eins langt og Conor McGregor til að tryggja sér umfjöllun og athygli. „Betri en Ronda Rousey“ er fyrirsögnin á íþróttasíðu New York Post. Maycee Barber er enn bara tvítug en hefur unnið alla sex atvinnumannabardaga sína og vann fyrsta UFC-bardagann sinn á rosalegu rothöggi. Barber fór illa með Hannah Cifers á UFC bardagakvöldi í nóvember en hún skildi Cifers eftir vel blóðuga í búrinu. Strax eftir bardagann gekk hún upp að Dana White, forseta UFC, og heimtaði bónus fyrir frammistöðu sína. Það var ljóst þá að Maycee Barber var engin venjulegur nýliði.She wants to be MMA's next big thing https://t.co/JPVHkrcm2P — New York Post Sports (@nypostsports) February 25, 2019„Ég sagði honum að ég muni verða stórt nafn, jafnvel stærra nafn en Conor McGregor og Ronda Rousey og allar hinar stjörnurnar sem hann er með,“ sagði Maycee Barber í viðtali við MMA Fighting. „Ég er ein af verðandi stórstjörnunum hans. Það eru ekki margar slíkar í dag ekki síst hjá konunum. Ég passa vel í slíkt hlutverk með þeirri persónu sem ég vil sýna í búrinu,“ sagði Barber. „Ég veit nákvæmlega hvað ég ætla að gera í mínu lífi og á mínum ferli í blönduðu bardagaíþróttum. Ég þarf ekkert háskólapróf því ég hef þegar öðlast þá þekkingu sem ég þarf. Ég veit hvað ég ætla að gera í framtíðinni,“ sagði Maycee Barber og ekki skemmir mikið fyrir að hún elskar sviðsljósið. „Ég heyri fullt af fólki kvarta yfir því hvað þeir hati viðtölin eða hvað þau kvíði fyrir að fara í myndatöku. Þetta er íþróttin sem þau völdu og þetta fylgir henni. Ef þú ætlar að ná árangri einhverstaðar þá verður að gefa þig alla í þetta. Þú verður að læra að njóta lífsins sem því fylgir. Ég elska þetta allt saman,“ segir Maycee Barber.Twenty-year-old prospect @MayceeBarber has big plans for her UFC career Read full story: https://t.co/1eQFLcOv9jpic.twitter.com/mpcmbTQlwr — MMAFighting.com (@MMAFighting) February 25, 2019 Þótt að Maycee Barber tali sig upp á kostnað Conor McGregor þá fer ekkert á milli mála að hún er hrifinn af Íranum. „McGregor gerði þetta á réttan hátt. Ef hann ætlar að berjast þá verður hann í sviðsljósinu. Hann tekur það því með trompi. Ef hann gerir það af hverju ætti ég ekki að geta það líka?,“ segir Barber.
MMA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Sjá meira