Sjúkraflutningar – ábyrgð ráðherra Guðjón S. Brjánsson skrifar 26. febrúar 2019 07:00 Samfélagsverkefnin eru margvísleg. Eitt þeirra er heilbrigðisþjónusta sem þróast hefur með ýmsum hætti á Íslandi á undanförnum áratugum. Sumir þættir hennar hafa þanist út með ómarkvissum hætti en aðrir sprottið fram fyrir tilstuðlan félagasamtaka án hagnaðarsjónarmiða og þar má nefna sjúkraflutninga í landinu.Frumkvæði RKÍ Félagar í Rauða krossinum hófu sjúkraflutninga í sjálfboðaliðavinnu fyrir nærfellt einni öld og hafa staðið vörð um þennan þátt æ síðan. Í kjölfarið og á seinni árum hafa svo verið gerðir samningar við heilbrigðisráðuneyti í takt við tíðarandann um nánara fyrirkomulag, m.a. launafyrirkomulag til handa sjúkraflutningamönnum, menntun þeirra og endurnýjun á bílaflota og búnaði. Eftir því sem næst verður komist, þá hefur verið staðið vel að allri þessari þjónustu, bæði hvað varðar faglega og kostnaðarlega þætti. Snurða hefur nú hlaupið á þráðinn. Sjúkraflutningar eru heilbrigðisþjónusta Sjúkraflutningar eru einn af þeim mikilvægu hlekkjum í heilbrigðisþjónustunni sem landsmenn reiða sig á, bæði á þéttbýlum svæðum en ekki síst á landsbyggðinni. Stopul læknamönnun víða undirstrikar mikilvægi þessa enn frekar. Áhafnir sjúkrabíla eru vel þjálfaðir heilbrigðisstarfsmenn og takast iðulega á við krefjandi verkefni sem skipta sköpum enda styðst þessi þjónusta við ákvæði í lögum um heilbrigðisþjónustu og reglugerð nr. 262/2011. Hver á bílana? Á dögunum var frá því greint í fjölmiðlum að enn væri óleyst deila um þessa þjónustu á milli Rauða krossins og ráðuneytis og að brýn endurnýjun bifreiða og búnaðar biði enn um sinn. Engir samningar væru í gildi á milli þessara aðila, enginn áhugi á viðræðum og þannig hefði það verið frá ársbyrjun 2016. Nú væri svo komið að Rauði krossinn, úr því sem komið væri, vildi losa sig út úr verkefninu og leita eftir uppgjöri eftir meira en 90 ára samfellda þjónustu sem samtökin hafa byggt upp og þróað á landsvísu. Eftir því sem fram hefur komið stendur deilan m.a. um eignarhaldið á sjúkrabílum, en vegna ástandsins hafa engir nýir bílar verið keyptir frá árinu 2015. Ráðherra hafði þó forgöngu um útboð á 25 nýjum bílum um mitt síðasta ár en opnun tilboða var frestað í þriðja sinn nú fyrir skömmu. Það vekur umhugsun að ekki er að finna eina einustu krónu í fjárlögum þessa árs til kaupa á nýjum sjúkrabílum. Spurningar og svör Ég hef í tvígang leitað eftir í munnlegum fyrirspurnum til ráðherra í þingsal hver raunveruleg staða málsins sé og fylgt því síðan eftir með skriflegri fyrirspurn. Ég hef spurt um samningaviðræður við Rauða krossinn, hvort e.t.v. sé verið að semja við aðra aðila, hugsanlega einkaaðila og þá hverja, hvort ríkisvæða eigi þessa þjónustu að fullu og fleiri atriði. Svörin sem ég hef fengið eru loðin og ekki boðleg. Í ljós hefur komið að engar áhættugreiningar hafa farið fram sem fylgja munu yfirfærslu þjónustunnar til annarra aðila. Engin áætlun liggur heldur fyrir um kostnaðaráhrif breytinganna, þ.e. hvort fjárhagsleg hagkvæmni sé tryggð. Hvort er það? Þegar svo veigamikil breyting er gerð á þjónustunni sem varað hefur með ágætum í nærri 100 ár hlýtur að liggja að baki eitthvert ósætti, annaðhvort um framkvæmd þjónustunnar eða kostnað. Hvort er það? Hversu mikið sparast með því að hafna samningum við Rauða krossinn og fela öðrum aðila verkefnið? Ráðherra verður að svara því skýrt og afdráttarlaust hver hin raunverulega staða er, hvað þetta brambolt kostar og hvernig hún sjái fyrir sér trygga lausn málsins til framtíðar.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón S. Brjánsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Samfélagsverkefnin eru margvísleg. Eitt þeirra er heilbrigðisþjónusta sem þróast hefur með ýmsum hætti á Íslandi á undanförnum áratugum. Sumir þættir hennar hafa þanist út með ómarkvissum hætti en aðrir sprottið fram fyrir tilstuðlan félagasamtaka án hagnaðarsjónarmiða og þar má nefna sjúkraflutninga í landinu.Frumkvæði RKÍ Félagar í Rauða krossinum hófu sjúkraflutninga í sjálfboðaliðavinnu fyrir nærfellt einni öld og hafa staðið vörð um þennan þátt æ síðan. Í kjölfarið og á seinni árum hafa svo verið gerðir samningar við heilbrigðisráðuneyti í takt við tíðarandann um nánara fyrirkomulag, m.a. launafyrirkomulag til handa sjúkraflutningamönnum, menntun þeirra og endurnýjun á bílaflota og búnaði. Eftir því sem næst verður komist, þá hefur verið staðið vel að allri þessari þjónustu, bæði hvað varðar faglega og kostnaðarlega þætti. Snurða hefur nú hlaupið á þráðinn. Sjúkraflutningar eru heilbrigðisþjónusta Sjúkraflutningar eru einn af þeim mikilvægu hlekkjum í heilbrigðisþjónustunni sem landsmenn reiða sig á, bæði á þéttbýlum svæðum en ekki síst á landsbyggðinni. Stopul læknamönnun víða undirstrikar mikilvægi þessa enn frekar. Áhafnir sjúkrabíla eru vel þjálfaðir heilbrigðisstarfsmenn og takast iðulega á við krefjandi verkefni sem skipta sköpum enda styðst þessi þjónusta við ákvæði í lögum um heilbrigðisþjónustu og reglugerð nr. 262/2011. Hver á bílana? Á dögunum var frá því greint í fjölmiðlum að enn væri óleyst deila um þessa þjónustu á milli Rauða krossins og ráðuneytis og að brýn endurnýjun bifreiða og búnaðar biði enn um sinn. Engir samningar væru í gildi á milli þessara aðila, enginn áhugi á viðræðum og þannig hefði það verið frá ársbyrjun 2016. Nú væri svo komið að Rauði krossinn, úr því sem komið væri, vildi losa sig út úr verkefninu og leita eftir uppgjöri eftir meira en 90 ára samfellda þjónustu sem samtökin hafa byggt upp og þróað á landsvísu. Eftir því sem fram hefur komið stendur deilan m.a. um eignarhaldið á sjúkrabílum, en vegna ástandsins hafa engir nýir bílar verið keyptir frá árinu 2015. Ráðherra hafði þó forgöngu um útboð á 25 nýjum bílum um mitt síðasta ár en opnun tilboða var frestað í þriðja sinn nú fyrir skömmu. Það vekur umhugsun að ekki er að finna eina einustu krónu í fjárlögum þessa árs til kaupa á nýjum sjúkrabílum. Spurningar og svör Ég hef í tvígang leitað eftir í munnlegum fyrirspurnum til ráðherra í þingsal hver raunveruleg staða málsins sé og fylgt því síðan eftir með skriflegri fyrirspurn. Ég hef spurt um samningaviðræður við Rauða krossinn, hvort e.t.v. sé verið að semja við aðra aðila, hugsanlega einkaaðila og þá hverja, hvort ríkisvæða eigi þessa þjónustu að fullu og fleiri atriði. Svörin sem ég hef fengið eru loðin og ekki boðleg. Í ljós hefur komið að engar áhættugreiningar hafa farið fram sem fylgja munu yfirfærslu þjónustunnar til annarra aðila. Engin áætlun liggur heldur fyrir um kostnaðaráhrif breytinganna, þ.e. hvort fjárhagsleg hagkvæmni sé tryggð. Hvort er það? Þegar svo veigamikil breyting er gerð á þjónustunni sem varað hefur með ágætum í nærri 100 ár hlýtur að liggja að baki eitthvert ósætti, annaðhvort um framkvæmd þjónustunnar eða kostnað. Hvort er það? Hversu mikið sparast með því að hafna samningum við Rauða krossinn og fela öðrum aðila verkefnið? Ráðherra verður að svara því skýrt og afdráttarlaust hver hin raunverulega staða er, hvað þetta brambolt kostar og hvernig hún sjái fyrir sér trygga lausn málsins til framtíðar.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun