Lífið

Líf og fjör á Innipúkanum

Sylvía Hall skrifar
Fínasta veður var í höfuðborginni í gær.
Fínasta veður var í höfuðborginni í gær. Majid
Innipúkinn fer fram á Grandanum þessa verslunarmannahelgina eftir sex ár í Kvosinni. Fjölbreytt dagskrá er í boði yfir dagana þrjá.

Tónlistarveislan hófst í gær með þeim Friðriki Dór, Svölu, Jónasi Sig, Kælunni miklu, Valdimar, Joey Christ og Between Mountains. Í kvöld munu svo Blóðmör, Dj flugvél & geimskip, Hildur, Matthildur, Moses Hightower og Vök stíga á stokk.

Þeir sem kusu að halda sig innan borgarmarkanna þessa verslunarmannahelgina verða því ekki sviknir á Innipúkanum. Síðasta kvöldið er svo á morgun þar sem dagskráin er ekki síðri en þá munu Auður, Bjartmar Guðlaugsson, Daði Freyr, Sprite Zero Klan, Sturla Atlas og Una Schram skemmta hátíðargestum.

Hér að neðan má sjá myndir sem ljósmyndarinn Majid tók á hátíðinni í gær.

Majid
Majid
Majid
Majid
Majid
Majid
Majid
Majid

Tengdar fréttir

Unga fólkið ferðast mest um helgina

Rúm fjörutíu prósent landsmanna stefna á ferðalög innanlands um verslunarmannahelgina sem er stærsta ferðahelgi ársins. Dagskrá verður um allt land þar sem fram koma margir af helstu listamönnum þjóðarinnar. Flestir ferðalanganna eru á aldrinum 18-24 ára.

Innipúkinn haldinn úti á Granda í ár

Breytingar á rekstri Húrra gerðu það að verkum að Innipúkinn varð að færa sig um set. Hann verður í ár haldinn á Bryggjunni Brugghúsi og Messanum úti á Granda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.