Guðni ávarpaði gesti Unglingalandsmóts UMFÍ Gígja Hilmarsdóttir skrifar 3. ágúst 2019 12:47 Guðni ávarpaði gesti Unglingalandsmóts UMFÍ á setningu mótsins í gær. UMFÍ Unglingalandsmót UMFÍ hófst í dag en mótið fer fram á Höfn í Hornafirði um helgina. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ávarpaði hátíðargesti á setningu mótsins í gær en hann er á mótinu ásamt Elizu Reid og tveimur af börnum þeirra. Guðni rifjaði upp að nú væri tæp þrjú ár frá því að hann tók við embætti forseta og sagði að ekki liði sá dagur sem hann hugsaði ekki til þess hversu mikill heiður honum hafi hlotnast. Hann sagði líklega hvergi betra að vera þjóðhöfðingi á Íslandi. Hann ávarpaði börnin og hvatti þau til að rækta ungmennafélagandann og nýta hann til góðra verka. „Þegar ég segi að ykkar sé framtíðin, þá langar mig að bæta því við að okkar er framtíðin líka – okkar sem eldri erum. Mér finnst stundum eins og við séum að búa til að óþörfu kynslóðabil í okkar annars ágæta samfélagi. Þetta er unglingalandsmót. En við hin eldri erum líka hér til þess að skemmta okkur,“ sagði Guðni.Ætla má að um 5000 manns séu á Höfn um helgina en um 1000 ungmenni eru skráð til leiks á Unglingalandsmótinu.UMFÍMikil þátttaka í „óhefðbundnum“ íþróttagreinum Fréttamaður náði tali af Jóhönnu Írisi Ingólfsdóttur, formanni Ungmennasambandsins Úlfljóts og sagði hún að í dag hafi verið keppt flestum greinum mótsins. „Þetta ver vel af stað, hér er mikil gleði,“ segir Jóhanna. Í ár eru um þúsund ungmenni skráð á Unglingalandsmót en boðið er upp á tuttugu keppnisgreinar. „Það er rosalega mikil þátttaka í strandblaki, strandhandbolta og kökuskreytingum. Við erum að brjóta okkur út úr þessum hefðbundnu greinum og við erum ægilega glöð með það. Maður sér að krakkarnir eru bara að skemmta sér,“ segir Jóhanna. Í kvöld verður kvöldvaka þar sem tónlistarmennirnir Daði Freyr og Bríet leika fyrir dansi. Unglingalandsmót UMFÍ hefur verið haldið reglulega frá árinu 1992 og er vímulaus hátíð fyrir börn og ungmenni á aldrinum 11 til 18 ára. Forseti Íslands Hornafjörður Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Unglingalandsmót UMFÍ hófst í dag en mótið fer fram á Höfn í Hornafirði um helgina. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ávarpaði hátíðargesti á setningu mótsins í gær en hann er á mótinu ásamt Elizu Reid og tveimur af börnum þeirra. Guðni rifjaði upp að nú væri tæp þrjú ár frá því að hann tók við embætti forseta og sagði að ekki liði sá dagur sem hann hugsaði ekki til þess hversu mikill heiður honum hafi hlotnast. Hann sagði líklega hvergi betra að vera þjóðhöfðingi á Íslandi. Hann ávarpaði börnin og hvatti þau til að rækta ungmennafélagandann og nýta hann til góðra verka. „Þegar ég segi að ykkar sé framtíðin, þá langar mig að bæta því við að okkar er framtíðin líka – okkar sem eldri erum. Mér finnst stundum eins og við séum að búa til að óþörfu kynslóðabil í okkar annars ágæta samfélagi. Þetta er unglingalandsmót. En við hin eldri erum líka hér til þess að skemmta okkur,“ sagði Guðni.Ætla má að um 5000 manns séu á Höfn um helgina en um 1000 ungmenni eru skráð til leiks á Unglingalandsmótinu.UMFÍMikil þátttaka í „óhefðbundnum“ íþróttagreinum Fréttamaður náði tali af Jóhönnu Írisi Ingólfsdóttur, formanni Ungmennasambandsins Úlfljóts og sagði hún að í dag hafi verið keppt flestum greinum mótsins. „Þetta ver vel af stað, hér er mikil gleði,“ segir Jóhanna. Í ár eru um þúsund ungmenni skráð á Unglingalandsmót en boðið er upp á tuttugu keppnisgreinar. „Það er rosalega mikil þátttaka í strandblaki, strandhandbolta og kökuskreytingum. Við erum að brjóta okkur út úr þessum hefðbundnu greinum og við erum ægilega glöð með það. Maður sér að krakkarnir eru bara að skemmta sér,“ segir Jóhanna. Í kvöld verður kvöldvaka þar sem tónlistarmennirnir Daði Freyr og Bríet leika fyrir dansi. Unglingalandsmót UMFÍ hefur verið haldið reglulega frá árinu 1992 og er vímulaus hátíð fyrir börn og ungmenni á aldrinum 11 til 18 ára.
Forseti Íslands Hornafjörður Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira