Býður fólki að greiða um 300 krónur fyrir að gægjast inn um gluggann hjá sér Gígja Hilmarsdóttir skrifar 3. ágúst 2019 13:29 Björgu langaði til að uppfylla gægjuþarfir“ fólks sjá hvort einhver myndi taka þátt í því og kíkja undir gluggatjöldin sem hún hefur fært út fyrir gluggann. Björg Elínar Sveinbjörnsdóttir Björg Elínar Sveinbjörnsdóttir hefur séð viðskiptatækifæri í því að búa á fyrstu hæð við fjölfarnar götur. Hugmyndina fékk hún eftir að hún varð vör við fjölda ferðamanna sem gægðust inn um gluggann hjá henni að heimili hennar í Ísafjarðarbæ. Björg greip til sinna ráða og færði gluggatjöldin út fyrir húsið og útfærði skilti sem hún límdi á staur fyrir utan heimili sitt en á því stendur, „Everyday life, peep Show“, eða Hversdagslíf, gægjusýning“ og býður fólki að greiða tvær evrur, tvo dollara eða tvö pund fyrir að gægjast. „Oft þegar margir eru í bænum á fólk til að hnýsast aðeins of mikið og kíkja inn. Mig langaði til að uppfylla þessar „gægjuþarfir“ fólks og langaði að athuga hvort fólk myndi taka þátt í því,“ segir Björg. Björg setur upp gægjusýninguna þegar hún nennir og segist aðallega gera þetta til að skemmta sjálfri sér.Björg Elínar SveinbjörnsdóttirBjörg rekur Hversdagssafnið á Ísafirði og segir hún hugmyndina sennilega sprottna þaðan. „Með miklum ferðamannastraumi er svakaleg gróðavon sem grípur landann og það er ekki endilega að fólk finni leið sýna inn í ferðamannaflauminn þá er þetta einföld og góð hugmynd,“ segir Björg. Hún hvetur fólk sem býr í miðbænum eða við fjölfarnar götur að gera slíkt hið sama. „Manni líður stundum eins og maður sér dýr í dýragarð og mér fannst betra að gera þetta svona formlegt. Þetta er náttúrulega til gamans gert og það er alveg ótrúlega fyndin athöfn þegar fólk er að gægjast. Ég geri þetta aðallega til að skemmta sjálfri mér,“ segir Björg. Hún segir sig hins vegar ekki enn hafa haft neitt upp úr þessu enn þá en bindur vonir við að græða kannski eitthvað í dag en þrjú skemmtiferðaskip eru nú í höfninni í firðinum.Björg stillti upp þessari skúffuköku þegar hún setti sýningun fyrst upp. Hún segist ætla að stilla upp annarri köku og jafnvel lasagna fyrir fólk sem vill gægjast í dag.Björg Elínar SveinbjörnsdóttirAlmenn ánægja með ferðamannafjöldann en mengunin gagnrýnd Björg segir flesta bæjarbúa sem hún hefur talað við almennt ánægða með að fá fólk í bæinn með skipunum en því finnist svolítið mikið af fólki koma í einu. Þetta sé hins vegar gott fyrir verslun og þjónustu í bænum. „Aðalgagnrýnin er mengunin sem hlýst af skipunum en nú eru þrjú skip og þau eru öll í gangi. Það fer ekki eins vel bæjarbúa,“ segir Björg. Ísafjarðarbær Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjá meira
Björg Elínar Sveinbjörnsdóttir hefur séð viðskiptatækifæri í því að búa á fyrstu hæð við fjölfarnar götur. Hugmyndina fékk hún eftir að hún varð vör við fjölda ferðamanna sem gægðust inn um gluggann hjá henni að heimili hennar í Ísafjarðarbæ. Björg greip til sinna ráða og færði gluggatjöldin út fyrir húsið og útfærði skilti sem hún límdi á staur fyrir utan heimili sitt en á því stendur, „Everyday life, peep Show“, eða Hversdagslíf, gægjusýning“ og býður fólki að greiða tvær evrur, tvo dollara eða tvö pund fyrir að gægjast. „Oft þegar margir eru í bænum á fólk til að hnýsast aðeins of mikið og kíkja inn. Mig langaði til að uppfylla þessar „gægjuþarfir“ fólks og langaði að athuga hvort fólk myndi taka þátt í því,“ segir Björg. Björg setur upp gægjusýninguna þegar hún nennir og segist aðallega gera þetta til að skemmta sjálfri sér.Björg Elínar SveinbjörnsdóttirBjörg rekur Hversdagssafnið á Ísafirði og segir hún hugmyndina sennilega sprottna þaðan. „Með miklum ferðamannastraumi er svakaleg gróðavon sem grípur landann og það er ekki endilega að fólk finni leið sýna inn í ferðamannaflauminn þá er þetta einföld og góð hugmynd,“ segir Björg. Hún hvetur fólk sem býr í miðbænum eða við fjölfarnar götur að gera slíkt hið sama. „Manni líður stundum eins og maður sér dýr í dýragarð og mér fannst betra að gera þetta svona formlegt. Þetta er náttúrulega til gamans gert og það er alveg ótrúlega fyndin athöfn þegar fólk er að gægjast. Ég geri þetta aðallega til að skemmta sjálfri mér,“ segir Björg. Hún segir sig hins vegar ekki enn hafa haft neitt upp úr þessu enn þá en bindur vonir við að græða kannski eitthvað í dag en þrjú skemmtiferðaskip eru nú í höfninni í firðinum.Björg stillti upp þessari skúffuköku þegar hún setti sýningun fyrst upp. Hún segist ætla að stilla upp annarri köku og jafnvel lasagna fyrir fólk sem vill gægjast í dag.Björg Elínar SveinbjörnsdóttirAlmenn ánægja með ferðamannafjöldann en mengunin gagnrýnd Björg segir flesta bæjarbúa sem hún hefur talað við almennt ánægða með að fá fólk í bæinn með skipunum en því finnist svolítið mikið af fólki koma í einu. Þetta sé hins vegar gott fyrir verslun og þjónustu í bænum. „Aðalgagnrýnin er mengunin sem hlýst af skipunum en nú eru þrjú skip og þau eru öll í gangi. Það fer ekki eins vel bæjarbúa,“ segir Björg.
Ísafjarðarbær Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjá meira