Trump hittir leiðtoga Grænlands og Færeyja í byrjun september Kristján Már Unnarsson skrifar 3. ágúst 2019 08:19 Kim Kielsen tók á móti Lars Løkke Rasmussen á flugvellinum í Nuuk síðastliðið haust þegar forsætisráðherra Danmerkur kom til að undirrita flugvallasamninginn. Mynd/TV-2, Danmörku. Donald Trump Bandaríkjaforseti fundar með forystumönnum Grænlendinga og Færeyinga í Kaupmannahöfn í byrjun september þegar hann kemur við í Danmörku eftir heimsókn til Póllands. Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem Bandaríkjaforseti hittir leiðtoga þessara næstu nágrannaþjóða Íslendinga. Megintilgangur Evrópuheimsóknar Trumps dagana 31. ágúst til 4. september er að minnast þess að 80 ár verða liðin frá innrás Þjóðverja í Pólland, sem markaði upphaf síðari heimsstyrjaldar. Trump tekur þátt í minningarathöfnum í Varsjá þann 1. september.Donald Trump heilsar Lars Løkke Rasmussen, þáverandi forsætisráðherra Dana, við Hvíta húsið fyrir tveimur árum.Mynd/Hvíta húsið.Danir urðu margir upp með sér þegar tilkynnt var að Bandaríkjaforseti og forsetafrúin Melania hyggðust í bakaleiðinni heilsa upp á Margréti Danadrottningu og Mette Frederiksen, nýbakaðan forsætisráðherra. Danskir fréttaskýrendur áttuðu sig þó fljótlega á því að Trump hafði minnstan áhuga á Danmörku, - Grænland er aðalmálið. Í opinberri fréttatilkynningu Hvíta hússins segir að heimsókn forsetans varpi ljósi á söguleg tengsl Bandaríkjanna, Póllands og Danmerkur, sem og vilja forsetans til að takast á við sameiginlegar öryggisáskoranir svæðisins. Þetta þýðir Grænland og norðurslóðir, lesa hermálasérfræðingar dönsku blaðanna á milli línanna, enda er Kim Kielsen, leiðtoga Grænlendinga, boðið að koma til Kaupmannahafnar til fundar með Trump, við hlið Mette Frederiksen.Lars Løkke Rasmussen, þáverandi forsætisráðherra Danmerkur, tekur ljósmynd fyrir mótmælenda í Nuuk í heimsókn til Grænlands í fyrrahaust. Búist er við að kastljósið muni ekki síst beinast að Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, á fundinum með Trump í næsta mánuði, en Kielsen er til hægri á myndinni.Mynd/TV-2, Danmörku.Lögmanni Færeyja, Aksel V. Johannesen, er einnig boðið að hitta Bandaríkjaforseta. Það er hins vegar óvíst hvort hann verði þá enn lögmaður því kosningar fara fram til Lögþings Færeyja þann 31. ágúst. Kastljósið mun því meðal annars beinast að því sem fram fer á milli Trumps og Kims Kielsen, formanns landsstjórnar Grænlands. Bandaríkjamenn hafa lengi haft áhyggjur af áhuga Kínverja á Grænlandi og hernaðaruppbyggingu Rússa á norðurslóðum. Ákvörðun þeirra um milljarða fjárfestingu á Keflavíkurflugvelli er nýjasta dæmið um að þeir ætli sér að styrkja hernaðarmátt sinn í þessum heimshluta.Vel fór á með leiðtogum Danmerkur og Bandaríkjanna í Hvíta húsinu þann 30. mars 2017. Danir fara með utanríkismál Grænlands.Mynd/Hvíta húsið.Líklegt þykir að Thule-herstöðina og frekari uppbyggingu á Grænlandi muni bera á góma á fundi Trumps í Kaupmannahöfn. Þess er skemmst að minnast að bandaríska varnarmálaráðuneytið lýsti síðastliðið haust yfir vilja til þess að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands, aðeins viku eftir að Lars Løkke Rasmussen hitti Kim Kielsen í Nuuk og skrifaði undir tugmilljarða samning um stuðning danskra stjórnvalda við flugvallaverkefnið. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá undirritun flugvallarsamningsins í fyrrahaust: Danmörk Donald Trump Færeyjar Grænland NATO Pólland Tengdar fréttir Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00 Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45 Danskur verktaki fær flugvelli á Grænlandi Danska verktakafyrirtækið Munck Gruppen varð hlutskarpast í útboði um gerð nýrra flugvalla í Nuuk og Ilulissat á Grænlandi. Framkvæmdir hefjast í haust. 14. júlí 2019 10:45 Bandaríski herinn og NATO áætla að setja 14 milljarða í framkvæmdir hér á landi Þar á meðal er viðhald á vegum NATO fyrir 4,5 milljarða króna. Einnig er gert ráð fyrir töluverðum framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli. 20. júlí 2019 23:06 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti fundar með forystumönnum Grænlendinga og Færeyinga í Kaupmannahöfn í byrjun september þegar hann kemur við í Danmörku eftir heimsókn til Póllands. Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem Bandaríkjaforseti hittir leiðtoga þessara næstu nágrannaþjóða Íslendinga. Megintilgangur Evrópuheimsóknar Trumps dagana 31. ágúst til 4. september er að minnast þess að 80 ár verða liðin frá innrás Þjóðverja í Pólland, sem markaði upphaf síðari heimsstyrjaldar. Trump tekur þátt í minningarathöfnum í Varsjá þann 1. september.Donald Trump heilsar Lars Løkke Rasmussen, þáverandi forsætisráðherra Dana, við Hvíta húsið fyrir tveimur árum.Mynd/Hvíta húsið.Danir urðu margir upp með sér þegar tilkynnt var að Bandaríkjaforseti og forsetafrúin Melania hyggðust í bakaleiðinni heilsa upp á Margréti Danadrottningu og Mette Frederiksen, nýbakaðan forsætisráðherra. Danskir fréttaskýrendur áttuðu sig þó fljótlega á því að Trump hafði minnstan áhuga á Danmörku, - Grænland er aðalmálið. Í opinberri fréttatilkynningu Hvíta hússins segir að heimsókn forsetans varpi ljósi á söguleg tengsl Bandaríkjanna, Póllands og Danmerkur, sem og vilja forsetans til að takast á við sameiginlegar öryggisáskoranir svæðisins. Þetta þýðir Grænland og norðurslóðir, lesa hermálasérfræðingar dönsku blaðanna á milli línanna, enda er Kim Kielsen, leiðtoga Grænlendinga, boðið að koma til Kaupmannahafnar til fundar með Trump, við hlið Mette Frederiksen.Lars Løkke Rasmussen, þáverandi forsætisráðherra Danmerkur, tekur ljósmynd fyrir mótmælenda í Nuuk í heimsókn til Grænlands í fyrrahaust. Búist er við að kastljósið muni ekki síst beinast að Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, á fundinum með Trump í næsta mánuði, en Kielsen er til hægri á myndinni.Mynd/TV-2, Danmörku.Lögmanni Færeyja, Aksel V. Johannesen, er einnig boðið að hitta Bandaríkjaforseta. Það er hins vegar óvíst hvort hann verði þá enn lögmaður því kosningar fara fram til Lögþings Færeyja þann 31. ágúst. Kastljósið mun því meðal annars beinast að því sem fram fer á milli Trumps og Kims Kielsen, formanns landsstjórnar Grænlands. Bandaríkjamenn hafa lengi haft áhyggjur af áhuga Kínverja á Grænlandi og hernaðaruppbyggingu Rússa á norðurslóðum. Ákvörðun þeirra um milljarða fjárfestingu á Keflavíkurflugvelli er nýjasta dæmið um að þeir ætli sér að styrkja hernaðarmátt sinn í þessum heimshluta.Vel fór á með leiðtogum Danmerkur og Bandaríkjanna í Hvíta húsinu þann 30. mars 2017. Danir fara með utanríkismál Grænlands.Mynd/Hvíta húsið.Líklegt þykir að Thule-herstöðina og frekari uppbyggingu á Grænlandi muni bera á góma á fundi Trumps í Kaupmannahöfn. Þess er skemmst að minnast að bandaríska varnarmálaráðuneytið lýsti síðastliðið haust yfir vilja til þess að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands, aðeins viku eftir að Lars Løkke Rasmussen hitti Kim Kielsen í Nuuk og skrifaði undir tugmilljarða samning um stuðning danskra stjórnvalda við flugvallaverkefnið. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá undirritun flugvallarsamningsins í fyrrahaust:
Danmörk Donald Trump Færeyjar Grænland NATO Pólland Tengdar fréttir Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00 Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45 Danskur verktaki fær flugvelli á Grænlandi Danska verktakafyrirtækið Munck Gruppen varð hlutskarpast í útboði um gerð nýrra flugvalla í Nuuk og Ilulissat á Grænlandi. Framkvæmdir hefjast í haust. 14. júlí 2019 10:45 Bandaríski herinn og NATO áætla að setja 14 milljarða í framkvæmdir hér á landi Þar á meðal er viðhald á vegum NATO fyrir 4,5 milljarða króna. Einnig er gert ráð fyrir töluverðum framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli. 20. júlí 2019 23:06 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00
Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30
Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45
Danskur verktaki fær flugvelli á Grænlandi Danska verktakafyrirtækið Munck Gruppen varð hlutskarpast í útboði um gerð nýrra flugvalla í Nuuk og Ilulissat á Grænlandi. Framkvæmdir hefjast í haust. 14. júlí 2019 10:45
Bandaríski herinn og NATO áætla að setja 14 milljarða í framkvæmdir hér á landi Þar á meðal er viðhald á vegum NATO fyrir 4,5 milljarða króna. Einnig er gert ráð fyrir töluverðum framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli. 20. júlí 2019 23:06