Heilbrigðisstarfsfólk á bráðamóttökudeildum í Frakklandi hefur mótmælt og beitt skæruverkföllum síðan í mars. Vill það bæði fá kjarabætur og að meira fjármagni verði varið í rekstur deildanna.
„Það ríkir neyðarástand,“ sagði Agnes Buzyn, heilbrigðisráðherra landsins, eftir að hún heimsótti sjúkrahús í bænum Verneuil-sur-Seine, norðan við París. Alls hafa aðgerðirnar haft áhrif á starfsemi 2.013 bráðamóttökudeilda um allt landið og hafa þær harðnað með hverjum deginum.
Starfsfólkið krefst 40 þúsund króna launahækkunar auk þess að 10 þúsund starfsmenn verði ráðnir til viðbótar og að hætt verði að loka deildum. Hefur það lýst ástandinu sem óboðlegu og að það setji sjúklingana í hættu. Buzyn hefur heitið fjárstuðningi upp á tæpa 10 milljarða króna. Samkvæmt þeim þremur verkalýðsfélögum sem standa að verkföllunum hefur þó ekkert bólað á þessu fjármagni.
Heilbrigðisstarfsfólk í Frakklandi hefur mjög takmörkuð verkfallsréttindi. Hefur starfsfólk því gripið til þess ráðs að hringja sig inn veikt og neita að taka að sér yfirvinnu. Auk beinna aðgerða hefur starfsfólkið farið í kröfugöngur, sett upp mótmælastöðvar og ritað skilaboð til stjórnvalda á vinnuföt sín.
Neyðarástand á frönskum spítölum vegna verkfalla og mótmæla
Kristinn Haukur Guðnason skrifar

Mest lesið

Kjarasamningur kennara í höfn
Innlent

Engin röð á Læknavaktinni
Innlent





Reykjavík ekki ljót borg
Innlent


