Björgvin var með kynþáttaníð í beinni útsendingu Haukar TV eins og greint hefur verið frá á Vísi í dag en hann gæti verið leið í fimm leikja bann.
Pape kallar Björgvin fávita á Twitter-síðu sinni í dag og segir að það sé ekki hægt að kalla þetta dómgreindarleysi. Tístið má sjá hér að neðan.
Þú kallar þetta ekkert dómgreindarleysi ef þú segist hafa alltaf sagt það fáviti @badgalbjoggi
— Pape Mamadou Faye (@papemf10) May 24, 2019
Rætt verður við Klöru Bjartmarz, framkvæmdarstjóra KSÍ, í kvöldfréttum Stöðvar 2 og á Vísi síðar í kvöld.