Viðskipti innlent

Svanhildur Gréta nýr útvarpsstjóri Útvarps 101

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir.
Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir. Útvarp 101
Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir hefur verið ráðin útvarpsstjóri Útvarps 101. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Útvarpi 101.

Svanhildur tekur við starfinu af Unnsteini Manuel Stefánssyni sem nú snýr sér alfarið að sjónvarpsefnisframleiðslu hjá 101 Productions, rekstrarfélagi Útvarps 101. 

Svanhildur er listrænn stjórnandi en hefur auk þess talsverða reynslu á sviði fjölmiðlunar. Hún stofnaði veftímaritið Blævi auk þess sem hún starfaði hjá Fréttatímanum og Döðlum áður en hún hóf störf sem dagskrárgerðarkona og vefstjóri hjá Útvarpi 101.

Vísir er í eigu Sýnar sem er einn eigenda Útvarps 101.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×