Toronto einum sigri frá úrslitunum eftir þriðja sigurinn í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2019 07:30 Kawhi Leonard Kawhi Leonard fer framhjá Giannis Antetokounmpo í leiknum í nótt. AP/Frank Gunn Toronto Raptors liðið hefur algjörlega snúið við einvígi sínum á móti Milwaukee Bucks eftir 105-99 sigur í fimmta leik liðanna í nótt í úrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Milwaukee Bucks komst í 2-0 en síðan hefur Toronto liðið unnið þrjá leiki í röð og vantar nú aðeins einn í viðbót til þess að komast í úrslitaeinvígið á móti Golden State Warriors. Næsti leikur er líka á heimavelli Toronto Raptors á laugardaginn. Toronto fékk Kawhi Leonard til að hjálpa sér yfir þröskuldinn en Raptors liðið hefur oft verið líklegt til afreka í úrslitakeppninni síðustu árin án þess að komast alla leið í lokaúrslitin. Kawhi Leonard sýndi af hverju með stórleik í nótt en hann var með 35 stig, 9 stoðsendingar og hitti úr 5 af 8 þriggja stiga skotum. Þá tók hann einnig 7 fráköst og stal 2 boltum.@kawhileonard (35 PTS, 9 AST, 7 REB) scores 15 in the 4th, lifting the @Raptors to a 3-2 series lead with the Game 5 road W! #WeTheNorth#NBAPlayoffs Game 6: Saturday (5/25), 8:30pm/et, TNT pic.twitter.com/NxkxSZ73Dv — NBA (@NBA) May 24, 2019„Ég er ekki hræddur á þessu sviði. Þetta er ástæðan fyrir öllum æfingunum yfir sumartímann. Ég er bara að reyna að vinna. Þetta snýst um að ég sé áræðinn og ófeiminn við allt,“ sagði Kawhi Leonard. Raptors liðið lenti fjórtán stigum undir í leiknum en vann sig inn í leikinn. Kawhi Leonard fór síðan á kostum í lokaleikhlutanum og skoraði þá 15 af stigum sínum en Toronto vann fjórða leikhlutann 33-24.@FredVanVleet (21 PTS, 7 3PM) comes up big off the bench once again as the @Raptors (3-2) take Game 5 in Milwaukee! #WeTheNorth#NBAPlayoffs Game 6: Saturday (5/25), 8:30pm/et, TNT pic.twitter.com/U41phKE8xq — NBA (@NBA) May 24, 2019Kawhi Leonard var besti maður vallarins en hetja Toronto liðsins var hins vegar Fred VanVleet. Fred VanVleet er nýbakaður faðir og hann hélt upp á það með því að skila 21 stigi af bekknum. VanVleet hitti úr 7 af 9 þriggja stiga skotum og Toronto vann þær mínútur sem hann spilaði með heilum 28 stigum. Kyle Lowry skoraði 17 stig fyrir Toronto en hann varð í nótt stigahæsti leikmaður Toronto Raptors í úrslitakeppninni frá upphafi. var með 14 stig og 13 fráköst.“Protect home court...”@Klow7 (17p/7r/6a) following the @Raptors win to take a 3-2 ECF series lead! #WeTheNorth#NBAPlayoffspic.twitter.com/BnIOIUTJiT — NBA (@NBA) May 24, 2019Giannis Antetokounmpo var með 24 stig fyrir Milwaukee Bucks, Eric Bledsoe skoraði 20 stig og Malcolm Brogdon var með 18 stig og 11 fráköst í endurkomu sinni í byrjunarliðið. Þetta er í fyrsta sinn á tímabilinu þar sem Bucks liðið tapar þremur leikjum í röð. „Við ætlum ekki að gefast upp. Ekki láta svona. Besta liðið í deildarkeppninni. Við ætlum að mæta í næsta leik og gefa allt okkar. Við erum að koma aftur til Milwaukee,“ sagði Giannis Antetokounmpo. Til þess að tryggja sér oddaleik á heimavelli þá þarf Bucks liðið að vinna í Kanada. „Þetta snýst um að vera fyrstir í fjóra sigra. Við förum til Toronto og ég held að liðið mitt verði tilbúið fyrir þann leik,“ sagði Mike Budenholzer, þjálfari Milwaukee Bucks.Kawhi Leonard is the 6th player in postseason history with at least 7 35-point games prior to the NBA Finals, joining Elgin Baylor (1961), Bernard King (1984), Michael Jordan (1989, 1990, 1992), Hakeem Olajuwon (1995), and LeBron James (2009, 2017, 2018)! #SAPStatLineOfTheNightpic.twitter.com/b0AXNGOVgw — NBA.com/Stats (@nbastats) May 24, 2019Fred VanVleet is the first player in @Raptors franchise history to make seven or more three-pointers off the bench in a #NBAPlayoffs game. The last NBA player to do so was Channing Frye (7 threes) for Cleveland in 2016. @EliasSportspic.twitter.com/Uphdr4I7WT — NBA.com/Stats (@nbastats) May 24, 2019 NBA Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Fleiri fréttir Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Sjá meira
Toronto Raptors liðið hefur algjörlega snúið við einvígi sínum á móti Milwaukee Bucks eftir 105-99 sigur í fimmta leik liðanna í nótt í úrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Milwaukee Bucks komst í 2-0 en síðan hefur Toronto liðið unnið þrjá leiki í röð og vantar nú aðeins einn í viðbót til þess að komast í úrslitaeinvígið á móti Golden State Warriors. Næsti leikur er líka á heimavelli Toronto Raptors á laugardaginn. Toronto fékk Kawhi Leonard til að hjálpa sér yfir þröskuldinn en Raptors liðið hefur oft verið líklegt til afreka í úrslitakeppninni síðustu árin án þess að komast alla leið í lokaúrslitin. Kawhi Leonard sýndi af hverju með stórleik í nótt en hann var með 35 stig, 9 stoðsendingar og hitti úr 5 af 8 þriggja stiga skotum. Þá tók hann einnig 7 fráköst og stal 2 boltum.@kawhileonard (35 PTS, 9 AST, 7 REB) scores 15 in the 4th, lifting the @Raptors to a 3-2 series lead with the Game 5 road W! #WeTheNorth#NBAPlayoffs Game 6: Saturday (5/25), 8:30pm/et, TNT pic.twitter.com/NxkxSZ73Dv — NBA (@NBA) May 24, 2019„Ég er ekki hræddur á þessu sviði. Þetta er ástæðan fyrir öllum æfingunum yfir sumartímann. Ég er bara að reyna að vinna. Þetta snýst um að ég sé áræðinn og ófeiminn við allt,“ sagði Kawhi Leonard. Raptors liðið lenti fjórtán stigum undir í leiknum en vann sig inn í leikinn. Kawhi Leonard fór síðan á kostum í lokaleikhlutanum og skoraði þá 15 af stigum sínum en Toronto vann fjórða leikhlutann 33-24.@FredVanVleet (21 PTS, 7 3PM) comes up big off the bench once again as the @Raptors (3-2) take Game 5 in Milwaukee! #WeTheNorth#NBAPlayoffs Game 6: Saturday (5/25), 8:30pm/et, TNT pic.twitter.com/U41phKE8xq — NBA (@NBA) May 24, 2019Kawhi Leonard var besti maður vallarins en hetja Toronto liðsins var hins vegar Fred VanVleet. Fred VanVleet er nýbakaður faðir og hann hélt upp á það með því að skila 21 stigi af bekknum. VanVleet hitti úr 7 af 9 þriggja stiga skotum og Toronto vann þær mínútur sem hann spilaði með heilum 28 stigum. Kyle Lowry skoraði 17 stig fyrir Toronto en hann varð í nótt stigahæsti leikmaður Toronto Raptors í úrslitakeppninni frá upphafi. var með 14 stig og 13 fráköst.“Protect home court...”@Klow7 (17p/7r/6a) following the @Raptors win to take a 3-2 ECF series lead! #WeTheNorth#NBAPlayoffspic.twitter.com/BnIOIUTJiT — NBA (@NBA) May 24, 2019Giannis Antetokounmpo var með 24 stig fyrir Milwaukee Bucks, Eric Bledsoe skoraði 20 stig og Malcolm Brogdon var með 18 stig og 11 fráköst í endurkomu sinni í byrjunarliðið. Þetta er í fyrsta sinn á tímabilinu þar sem Bucks liðið tapar þremur leikjum í röð. „Við ætlum ekki að gefast upp. Ekki láta svona. Besta liðið í deildarkeppninni. Við ætlum að mæta í næsta leik og gefa allt okkar. Við erum að koma aftur til Milwaukee,“ sagði Giannis Antetokounmpo. Til þess að tryggja sér oddaleik á heimavelli þá þarf Bucks liðið að vinna í Kanada. „Þetta snýst um að vera fyrstir í fjóra sigra. Við förum til Toronto og ég held að liðið mitt verði tilbúið fyrir þann leik,“ sagði Mike Budenholzer, þjálfari Milwaukee Bucks.Kawhi Leonard is the 6th player in postseason history with at least 7 35-point games prior to the NBA Finals, joining Elgin Baylor (1961), Bernard King (1984), Michael Jordan (1989, 1990, 1992), Hakeem Olajuwon (1995), and LeBron James (2009, 2017, 2018)! #SAPStatLineOfTheNightpic.twitter.com/b0AXNGOVgw — NBA.com/Stats (@nbastats) May 24, 2019Fred VanVleet is the first player in @Raptors franchise history to make seven or more three-pointers off the bench in a #NBAPlayoffs game. The last NBA player to do so was Channing Frye (7 threes) for Cleveland in 2016. @EliasSportspic.twitter.com/Uphdr4I7WT — NBA.com/Stats (@nbastats) May 24, 2019
NBA Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Fleiri fréttir Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Sjá meira