Allsherjarverkfall í Katalóníu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. október 2019 19:15 Forseti héraðsstjórnarinnar fordæmdi það ofbeldi sem hefur verið beitt undanfarnar nætur. AP/Manu Fernandez Efnt var til allsherjarverkfalls í Katalóníu í dag. Mikill fjöldi kom saman og mótmælti fangelsisdómum sem féllu yfir leiðtogum sjálfstæðishreyfingarinnar á mánudag. Ástandið í spænska héraðinu hefur verið eldfimt í vikunni og nærri hundrað hafa þurft að leita læknisaðstoðar eftir átök lögreglu og mótmælenda. Dagurinn í dag hefur verið sá stærsti í mótmælunum til þessa. Hundruð þúsunda mótmælenda komu saman í katalónsku höfuðborginni Barcelona. Ólöglegt er á Spáni að fara í verkfall af pólitískri ástæðu og var því ekki minnst á dóm hæstaréttar í verkfallsboðuninni. Þar kom þó fram að stéttarfélögin sem að verkfallinu standa styðji sjálfstæðishreyfinguna.Víðtæk áhrif Mótmælaaldan sem riðið hefur yfir héraðið í vikunni hefur haft víðtæk áhrif. Götum hefur verið lokað og alþjóðaflugvöllur borgarinnar þurft að aflýsa ferðum vegna mótmæla. Verksmiðja bílaframleiðandans SEAT þurfti að stöðva alla framleiðslu og þá var Sagrada Familia, hinni víðfrægu kirkju, lokað í dag. Fjölda viðburða hefur verið aflýst vegna ástandsins, meðal annars leik Barcelona og Real Madrid í spænsku úrvaldsdeildinni í knattspyrnu karla sem átti að fara fram eftir rúma viku. Spænskur dómstóll setti í gær lögbann á vefsíðu samtakanna Lýðræðisflóðbylgjan, sem hafa staðið að mótmælum í vikunni.Lofar annarri atkvæðagreiðslu Forseti héraðsstjórnarinnar fordæmdi í vikunni þá sem hafa beitt ofbeldi undanfarnar nætur. Í gærkvöldi gaf hann svo þetta loforð: „Ég heiti ykkur því að á þessu þingi munum við greiða atkvæði á ný um sjálfstæði.“ Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnarinnar haustið 2017 þegar síðasta atkvæðagreiðsla fór fram, var leystur úr haldi gegn tryggingu í Belgíu í dag. Stjórnvöld á Spáni gáfu út nýja alþjóðlega handtökuskipun eftir að dómur féll á mánudag en fyrri kröfum spánverja hefur verið hafnað. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Egill Þór er látinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Efnt var til allsherjarverkfalls í Katalóníu í dag. Mikill fjöldi kom saman og mótmælti fangelsisdómum sem féllu yfir leiðtogum sjálfstæðishreyfingarinnar á mánudag. Ástandið í spænska héraðinu hefur verið eldfimt í vikunni og nærri hundrað hafa þurft að leita læknisaðstoðar eftir átök lögreglu og mótmælenda. Dagurinn í dag hefur verið sá stærsti í mótmælunum til þessa. Hundruð þúsunda mótmælenda komu saman í katalónsku höfuðborginni Barcelona. Ólöglegt er á Spáni að fara í verkfall af pólitískri ástæðu og var því ekki minnst á dóm hæstaréttar í verkfallsboðuninni. Þar kom þó fram að stéttarfélögin sem að verkfallinu standa styðji sjálfstæðishreyfinguna.Víðtæk áhrif Mótmælaaldan sem riðið hefur yfir héraðið í vikunni hefur haft víðtæk áhrif. Götum hefur verið lokað og alþjóðaflugvöllur borgarinnar þurft að aflýsa ferðum vegna mótmæla. Verksmiðja bílaframleiðandans SEAT þurfti að stöðva alla framleiðslu og þá var Sagrada Familia, hinni víðfrægu kirkju, lokað í dag. Fjölda viðburða hefur verið aflýst vegna ástandsins, meðal annars leik Barcelona og Real Madrid í spænsku úrvaldsdeildinni í knattspyrnu karla sem átti að fara fram eftir rúma viku. Spænskur dómstóll setti í gær lögbann á vefsíðu samtakanna Lýðræðisflóðbylgjan, sem hafa staðið að mótmælum í vikunni.Lofar annarri atkvæðagreiðslu Forseti héraðsstjórnarinnar fordæmdi í vikunni þá sem hafa beitt ofbeldi undanfarnar nætur. Í gærkvöldi gaf hann svo þetta loforð: „Ég heiti ykkur því að á þessu þingi munum við greiða atkvæði á ný um sjálfstæði.“ Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnarinnar haustið 2017 þegar síðasta atkvæðagreiðsla fór fram, var leystur úr haldi gegn tryggingu í Belgíu í dag. Stjórnvöld á Spáni gáfu út nýja alþjóðlega handtökuskipun eftir að dómur féll á mánudag en fyrri kröfum spánverja hefur verið hafnað.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Egill Þór er látinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira