Hvað með fyrstu kaupendur? Bergþóra Baldursdóttir skrifar 18. október 2019 11:02 Verð lítilla íbúða hefur hækkað umtalsvert hraðar en laun ungs fólks á undanförnum árum. Þessum verðhækkunum hefur auk þess fylgt hækkun á leiguverði, sem gerir þeim leigjendum sem vilja kaupa sér íbúð enn erfiðara um vik að spara fyrir útborgun. Það hefur alltaf verið erfitt að koma sér þaki yfir höfuðið, en fyrir má nú vera.Helmingur nýtir sér úrræði stjórnvalda Frá aldamótum hefur raunverð minni eigna hækkað um 93% en ráðstöfunartekjur ungs fólks einungis um 15% og hefur munurinn aldrei á því tímabili verið meiri en einmitt nú. Stjórnvöld hafa þó ekki setið hjá aðgerðalaus. Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á lán og til fyrstu kaupa hefur vissulega hjálpað mörgum og um 55% þeirra sem keypt hafa sína fyrstu íbúð undanfarin 5 ár hafa nýtt sér úrræðið. Hins vegar eru upphæðirnar tiltölulega lágar að meðaltali. Á tímabilinu hefur 1,7 milljörðum króna verið ráðstafað með þessum hætti til útborgunar í kaup á íbúð, eða um 210.000 krónum að meðaltali á mann. Öðrum ríflega 2 milljörðum verið ráðstafað inn á húsnæðislán fyrstu kaupenda, eða um 9.000 krónum að meðaltali á mánuði á hvern kaupanda. Að hámarki gefur heimildin þó færi á að ráðstafa 42.000 krónum á mánuði inn á lán en til þess þarf einstaklingur að þéna um 700.000 krónur á mánuði. Fjölmargir fyrstu kaupendur eru með talsvert lægri tekjur og hafa því ekki færi á að fullnýta þessa heimild.Fyrstu kaupendum hefur fjölgað Nú er svo komi að um fjórðungur allra fasteignakaupenda eru að kaupa sína fyrstu eign og hefur þetta hlutfall ekki verið hærra um árabil. Margir þættir gætu spilað þar inn í en líklega hefur úrræðið stytt þann tíma sem tekur að spara fyrir íbúðarkaupum og þannig hjálpað hluta fyrstu kaupenda inn á markaðinn. Því má þó ekki gleyma að úrræði sem hafa eftirspurnarhvetjandi áhrif á markaðinn geta að öðru óbreyttu leitt til hækkunar íbúðaverðs. Það skildi þó aldrei vera að hluta þeirrar verðhækkunar sem gert hefur fyrstu kaupendum svo erfitt um vik sé hægt að rekja til sértækrar aðstoðar hins opinbera við þennan sama hóp? En tölurnar tala þó sínu máli. Meira er um að fólk sé að kaupa sínar fyrstu eignir þessa dagana og það hlýtur að teljast jákvætt. Við viljum að sjálfsögðu að hér á landi hafi fólk raunverulega valkosti varðandi búsetu, en því miður hefur of margt ungt fólk ílengst á leigumarkaði þrátt fyrir að vilja helst eiga fasteign.Höfundur er hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergþóra Baldursdóttir Húsnæðismál Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Verð lítilla íbúða hefur hækkað umtalsvert hraðar en laun ungs fólks á undanförnum árum. Þessum verðhækkunum hefur auk þess fylgt hækkun á leiguverði, sem gerir þeim leigjendum sem vilja kaupa sér íbúð enn erfiðara um vik að spara fyrir útborgun. Það hefur alltaf verið erfitt að koma sér þaki yfir höfuðið, en fyrir má nú vera.Helmingur nýtir sér úrræði stjórnvalda Frá aldamótum hefur raunverð minni eigna hækkað um 93% en ráðstöfunartekjur ungs fólks einungis um 15% og hefur munurinn aldrei á því tímabili verið meiri en einmitt nú. Stjórnvöld hafa þó ekki setið hjá aðgerðalaus. Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á lán og til fyrstu kaupa hefur vissulega hjálpað mörgum og um 55% þeirra sem keypt hafa sína fyrstu íbúð undanfarin 5 ár hafa nýtt sér úrræðið. Hins vegar eru upphæðirnar tiltölulega lágar að meðaltali. Á tímabilinu hefur 1,7 milljörðum króna verið ráðstafað með þessum hætti til útborgunar í kaup á íbúð, eða um 210.000 krónum að meðaltali á mann. Öðrum ríflega 2 milljörðum verið ráðstafað inn á húsnæðislán fyrstu kaupenda, eða um 9.000 krónum að meðaltali á mánuði á hvern kaupanda. Að hámarki gefur heimildin þó færi á að ráðstafa 42.000 krónum á mánuði inn á lán en til þess þarf einstaklingur að þéna um 700.000 krónur á mánuði. Fjölmargir fyrstu kaupendur eru með talsvert lægri tekjur og hafa því ekki færi á að fullnýta þessa heimild.Fyrstu kaupendum hefur fjölgað Nú er svo komi að um fjórðungur allra fasteignakaupenda eru að kaupa sína fyrstu eign og hefur þetta hlutfall ekki verið hærra um árabil. Margir þættir gætu spilað þar inn í en líklega hefur úrræðið stytt þann tíma sem tekur að spara fyrir íbúðarkaupum og þannig hjálpað hluta fyrstu kaupenda inn á markaðinn. Því má þó ekki gleyma að úrræði sem hafa eftirspurnarhvetjandi áhrif á markaðinn geta að öðru óbreyttu leitt til hækkunar íbúðaverðs. Það skildi þó aldrei vera að hluta þeirrar verðhækkunar sem gert hefur fyrstu kaupendum svo erfitt um vik sé hægt að rekja til sértækrar aðstoðar hins opinbera við þennan sama hóp? En tölurnar tala þó sínu máli. Meira er um að fólk sé að kaupa sínar fyrstu eignir þessa dagana og það hlýtur að teljast jákvætt. Við viljum að sjálfsögðu að hér á landi hafi fólk raunverulega valkosti varðandi búsetu, en því miður hefur of margt ungt fólk ílengst á leigumarkaði þrátt fyrir að vilja helst eiga fasteign.Höfundur er hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun