Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Valur 99-90 | Fyrstu stig ÍR Anton Ingi Leifsson skrifar 18. október 2019 20:45 ÍR er komið á blað. vísir/vilhelm ÍR er komið á blað í Dominos-deild karla eftir að hafa unnið níu stiga sigur á Val, 99-90, eftir að hafa verið lengst af undir í leiknum. Leikurinn var mikil skemmtun og fátt um varnir. Yfir hundrað stig voru skoruð í fyrri hálfleik og oft á tíðum leit þetta út eins og deildarleikur í NBA-deildinni. Valur byrjaði af krafti og ÍR-ingar voru slegnir út af laginu. Borce Illevski, þjálfari ÍR, þurfti að taka leikhlé snemma leiks þar sem hann messaði yfir sínum mönnum. Það dugaði aðeins því aðeins vöknuðu ÍR-ingar. Valsmenn áttu þó ávallt greiða leið að körfunni og þegar ÍR byrjaði að minnka muninn fundu gestirnir auðveldlega körfuna. Það var þó allt opið fyrir síðari hálfleikinn því Valur leiddi bara með átta stigum í hálfleik 52-44 en ljóst var að heimamenn þyrftu að skella í lás og nánast gleypa lykilinn ef ekki illa átti að fara. Heimamenn náðu upp meiri baráttuanda í síðari hálfleik og þar af leiðandi náðu þeir náðu hægt og rólega að koma sér nær Valsmönnum. Þeir breyttu stöðunni úr 63-73 í 70-73. Valur var svo sex stigum yfir að loknum þriðja leikhluta, 78-72. Krafturinn og áræðnin sem var í ÍR í þriðja leikhlutanum hélt svo áfram er inn í fjórða leikhlutanum var komið og ÍR var komið yfir er sjö mínútur voru eftir af leiknum. Þá forystu létu þeir aldrei af hendi og unnu að lokum níu stiga sigur, 99-90.Afhverju vann ÍR? Það þarf enginn útskrifaðan körfuboltaspeking til að segja ykkur það að það er mikilvægast að vera yfir er leiknum lýkur. ÍR var að elta í 33 mínútur en komust yfir í fjórða leikhlutanum og kláruðu leikinn. Varnarleikurinn var allt annar í síðari hálfleik. Þeir fengu einungis á sig tólf stig í fjórða leikhlutanum og með því að læsa varnarleiknum náu þeir að komast yfir hjallann.Hverjir stóðu upp úr? Evan Christopher Singletary skoraði 27 stig, tók sjö fráköst og gaf fimm stoðsendingar í ÍR-liðinu. Georgi Boyanov var svo frábær með 27 stig og þrettán fráköst. Í liði Vals var Christopher Jones með 25 stig Frank Aron Booker gerði 17 stig og tók fjögur fráköst. Pavel Ermolinskij skoraði 14 stig, tók níu fráköst og gaf fjórar stoðsendingar.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Vals þegar mest á reyndi hrundi. Christopher Jones lét skapið hlaupa með sig í gönur þegar skammt var eftir og fékk á sig fimmtu villuna. Hann vantaði þá á lokakaflanum en hann hefði þó ekki hjálpað til varnarlega þar sem hann lét ÍR-inga labba framhjá sér trekk í trekk.Hvað gerist næst? Valsmenn fá sitt fyrsta stóra próf er þeir mæta Tindastól á heimavelli. Á meðan fara ÍR-ingar norður yfir heiðar og mæta Þór Akureyri.Frábær sigur hjá Borce Ilievski og hans mönnum í kvöld.vísir/daníelBorce: Hvað getur maður sagt? „Hvað getur maður sagt? Eftir erfiðan fyrri hálfleik ræddum við saman í hálfleik og ég held að strákarnir hefðu fattað að þeir þyrftu að spila eins og menn,“ sagði Borce Ilievski, þjálfari ÍR. „Þeir þurftu að byrja að sýna það sem þeir geta svo síðari hálfleikurinn var allt öðruvísi. Það voru mörg mistök varnarlega og við þurfum að laga þá sem fyrst því góð lið munu refsa þér.“ „Við þurfum að halda andstæðingum okkar í kringum 65 til 70 stigum ef við viljum vinna þá. Það er ekki auðvelt. Þetta lið er nýtt og þeir eru að finna ryðma og vonandi verður það betra í næsta leik.“ Hann var þó ánægður með baráttuna í síðari hálfleiknum. „Ég get verið pirraður út í einhverja hluti varnarlega en þeir gáfu alla sína orku í síðari hálfleikinn. Þetta er það sem ég vil frá þeim; að þeir sýni hjarta á vellinum. Ég held að fólk hafi tekið eftir því að þeir vilji gera sitt besta.“Pavel: Það er engin afsökun „Hvorugt liðið var með tök á þessum leik. Þetta var kaflaskiptur leikur en þetta er vissulega mjög svekkjandi. Það er svekkjandi að klára ekki sigur í dag til þess að fara inn í þetta erfiða prógram sem er framundan,“ sagði Pavel Ermolinskij, leikmaður Vals. „Já, ég held það. Til þess að komast í efri pakkann eigum við nóg eftir til að geta borið okkur saman við þau.“ Aðspurður um hvort að Pavel væri orðinn áhyggjufullur þrátt fyrir að það sé bara október svarar Pavel: „Ég veit ekki hvort að þú sért að reyna fá einhverja aðra fyrirsögn út úr mér en það eru öll lið í október og þar eru fullt af liðum að spila vel. Ég horfði í gær á Tindastól-Stjörnuna og þar eru tvö lið í október en að spila vel.“ „Það er engin afsökun. Ef þú ert rétt einbeittur geturu alveg tekið réttar ákvarðanir í október. Það kemur málinu bara ekkert við fyrir mér.“Sæþór var flottur í kvöld.vísir/daníelSæþór: Hann er orkuhundur „Þetta var einmitt það sem við þurftum. Sigur og sérstaklega á heimavelli til þess að byrja tímabilið,“ sagði Sæþór Elmar Kristjánsson, leikmaður ÍR. „Við vorum búnir að vera slakir í fyrstu tveimur leikjunum og það vantaði eitthvað til þess að sparka í rassinn á okkur. Við fengum það í dag.“ ÍR fór alla leið í úrslit á síðustu leiktíð og segir Sæþór að það hafi verið smá erfitt að koma sér af stað aftur. „Svona smá. Þetta er allt öðruvísi verkefni og þetta er nánast heilt nýtt lið. Það eru bara þrír eftir frá því í fyrra svo við erum enn að klikka saman sem lið.“ „Þetta small saman í seinni hálfleik. Það var barátta og við skutluðum okkur á boltana og gerðum alla þessa litlu hluti.“ Georgi Byanov var öflugur í kvöld og lét vel í sér heyra en Sæþór lýsir honum svona: „Ég er hrikalega ánægður með hann. Hann er orkuhundur,“ sagði Sæþór að lokum.Ágúst: Pirringur í hópnum „Varnarleikurinn okkar var gjörsamlega afleitur. Þeir eru að skjóta hátt í 70% í tveggja stiga og rúmlega 40% í þriggja stiga. Síðan vinna þeir okkur líka í fráköstunum. Það var þannig allan leikinn,“ sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals. „Við sjálfir vorum að skora og þess vegna vorum við með tök á leiknum en síðan fengu þeir trú í fjórða leikhlutanum og náðu að stöðva okkkur.“ Valsmenn höfðu unnið fyrstu tvo leikina en ekki spilað vel og Ágúst segir að þetta líti ekki nægilega vel út. „Við erum ekki vel slípaðir saman. Við erum að skora 90 stig og það ætti að duga en varnarleikurinn er afleitur,“ en skynjar Ágúst pirring í hópnum? „Já, það er pirringur í hópnum. Það er pirringur að ná ekki að sigra þennan leik og pirringur einnig að við getum gert miklu betur en við erum að gera. Það er pirringur aðallega yfir því.“ Dominos-deild karla
ÍR er komið á blað í Dominos-deild karla eftir að hafa unnið níu stiga sigur á Val, 99-90, eftir að hafa verið lengst af undir í leiknum. Leikurinn var mikil skemmtun og fátt um varnir. Yfir hundrað stig voru skoruð í fyrri hálfleik og oft á tíðum leit þetta út eins og deildarleikur í NBA-deildinni. Valur byrjaði af krafti og ÍR-ingar voru slegnir út af laginu. Borce Illevski, þjálfari ÍR, þurfti að taka leikhlé snemma leiks þar sem hann messaði yfir sínum mönnum. Það dugaði aðeins því aðeins vöknuðu ÍR-ingar. Valsmenn áttu þó ávallt greiða leið að körfunni og þegar ÍR byrjaði að minnka muninn fundu gestirnir auðveldlega körfuna. Það var þó allt opið fyrir síðari hálfleikinn því Valur leiddi bara með átta stigum í hálfleik 52-44 en ljóst var að heimamenn þyrftu að skella í lás og nánast gleypa lykilinn ef ekki illa átti að fara. Heimamenn náðu upp meiri baráttuanda í síðari hálfleik og þar af leiðandi náðu þeir náðu hægt og rólega að koma sér nær Valsmönnum. Þeir breyttu stöðunni úr 63-73 í 70-73. Valur var svo sex stigum yfir að loknum þriðja leikhluta, 78-72. Krafturinn og áræðnin sem var í ÍR í þriðja leikhlutanum hélt svo áfram er inn í fjórða leikhlutanum var komið og ÍR var komið yfir er sjö mínútur voru eftir af leiknum. Þá forystu létu þeir aldrei af hendi og unnu að lokum níu stiga sigur, 99-90.Afhverju vann ÍR? Það þarf enginn útskrifaðan körfuboltaspeking til að segja ykkur það að það er mikilvægast að vera yfir er leiknum lýkur. ÍR var að elta í 33 mínútur en komust yfir í fjórða leikhlutanum og kláruðu leikinn. Varnarleikurinn var allt annar í síðari hálfleik. Þeir fengu einungis á sig tólf stig í fjórða leikhlutanum og með því að læsa varnarleiknum náu þeir að komast yfir hjallann.Hverjir stóðu upp úr? Evan Christopher Singletary skoraði 27 stig, tók sjö fráköst og gaf fimm stoðsendingar í ÍR-liðinu. Georgi Boyanov var svo frábær með 27 stig og þrettán fráköst. Í liði Vals var Christopher Jones með 25 stig Frank Aron Booker gerði 17 stig og tók fjögur fráköst. Pavel Ermolinskij skoraði 14 stig, tók níu fráköst og gaf fjórar stoðsendingar.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Vals þegar mest á reyndi hrundi. Christopher Jones lét skapið hlaupa með sig í gönur þegar skammt var eftir og fékk á sig fimmtu villuna. Hann vantaði þá á lokakaflanum en hann hefði þó ekki hjálpað til varnarlega þar sem hann lét ÍR-inga labba framhjá sér trekk í trekk.Hvað gerist næst? Valsmenn fá sitt fyrsta stóra próf er þeir mæta Tindastól á heimavelli. Á meðan fara ÍR-ingar norður yfir heiðar og mæta Þór Akureyri.Frábær sigur hjá Borce Ilievski og hans mönnum í kvöld.vísir/daníelBorce: Hvað getur maður sagt? „Hvað getur maður sagt? Eftir erfiðan fyrri hálfleik ræddum við saman í hálfleik og ég held að strákarnir hefðu fattað að þeir þyrftu að spila eins og menn,“ sagði Borce Ilievski, þjálfari ÍR. „Þeir þurftu að byrja að sýna það sem þeir geta svo síðari hálfleikurinn var allt öðruvísi. Það voru mörg mistök varnarlega og við þurfum að laga þá sem fyrst því góð lið munu refsa þér.“ „Við þurfum að halda andstæðingum okkar í kringum 65 til 70 stigum ef við viljum vinna þá. Það er ekki auðvelt. Þetta lið er nýtt og þeir eru að finna ryðma og vonandi verður það betra í næsta leik.“ Hann var þó ánægður með baráttuna í síðari hálfleiknum. „Ég get verið pirraður út í einhverja hluti varnarlega en þeir gáfu alla sína orku í síðari hálfleikinn. Þetta er það sem ég vil frá þeim; að þeir sýni hjarta á vellinum. Ég held að fólk hafi tekið eftir því að þeir vilji gera sitt besta.“Pavel: Það er engin afsökun „Hvorugt liðið var með tök á þessum leik. Þetta var kaflaskiptur leikur en þetta er vissulega mjög svekkjandi. Það er svekkjandi að klára ekki sigur í dag til þess að fara inn í þetta erfiða prógram sem er framundan,“ sagði Pavel Ermolinskij, leikmaður Vals. „Já, ég held það. Til þess að komast í efri pakkann eigum við nóg eftir til að geta borið okkur saman við þau.“ Aðspurður um hvort að Pavel væri orðinn áhyggjufullur þrátt fyrir að það sé bara október svarar Pavel: „Ég veit ekki hvort að þú sért að reyna fá einhverja aðra fyrirsögn út úr mér en það eru öll lið í október og þar eru fullt af liðum að spila vel. Ég horfði í gær á Tindastól-Stjörnuna og þar eru tvö lið í október en að spila vel.“ „Það er engin afsökun. Ef þú ert rétt einbeittur geturu alveg tekið réttar ákvarðanir í október. Það kemur málinu bara ekkert við fyrir mér.“Sæþór var flottur í kvöld.vísir/daníelSæþór: Hann er orkuhundur „Þetta var einmitt það sem við þurftum. Sigur og sérstaklega á heimavelli til þess að byrja tímabilið,“ sagði Sæþór Elmar Kristjánsson, leikmaður ÍR. „Við vorum búnir að vera slakir í fyrstu tveimur leikjunum og það vantaði eitthvað til þess að sparka í rassinn á okkur. Við fengum það í dag.“ ÍR fór alla leið í úrslit á síðustu leiktíð og segir Sæþór að það hafi verið smá erfitt að koma sér af stað aftur. „Svona smá. Þetta er allt öðruvísi verkefni og þetta er nánast heilt nýtt lið. Það eru bara þrír eftir frá því í fyrra svo við erum enn að klikka saman sem lið.“ „Þetta small saman í seinni hálfleik. Það var barátta og við skutluðum okkur á boltana og gerðum alla þessa litlu hluti.“ Georgi Byanov var öflugur í kvöld og lét vel í sér heyra en Sæþór lýsir honum svona: „Ég er hrikalega ánægður með hann. Hann er orkuhundur,“ sagði Sæþór að lokum.Ágúst: Pirringur í hópnum „Varnarleikurinn okkar var gjörsamlega afleitur. Þeir eru að skjóta hátt í 70% í tveggja stiga og rúmlega 40% í þriggja stiga. Síðan vinna þeir okkur líka í fráköstunum. Það var þannig allan leikinn,“ sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals. „Við sjálfir vorum að skora og þess vegna vorum við með tök á leiknum en síðan fengu þeir trú í fjórða leikhlutanum og náðu að stöðva okkkur.“ Valsmenn höfðu unnið fyrstu tvo leikina en ekki spilað vel og Ágúst segir að þetta líti ekki nægilega vel út. „Við erum ekki vel slípaðir saman. Við erum að skora 90 stig og það ætti að duga en varnarleikurinn er afleitur,“ en skynjar Ágúst pirring í hópnum? „Já, það er pirringur í hópnum. Það er pirringur að ná ekki að sigra þennan leik og pirringur einnig að við getum gert miklu betur en við erum að gera. Það er pirringur aðallega yfir því.“