Íslenskur róðrakappi vekur heimsathygli Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. desember 2019 15:06 Róðrakapparnir velktust um í köldum sjónum. ap/Discovery Íslenski róðrakappinn Fiann Paul lauk merkisáfanga í siglingum í hópi sex manna en þeir reru yfir Drekasund á Suðurskautslandinu en það hefur aldrei áður verið gert án utanaðkomandi aðstoðar. Kapparnir kláruðu verkið á þrettán dögum en róið var allan sólarhringinn svo báturinn hvolfdist ekki í köldum sjónum. Árabáturinn sem þeir reru er um níu metrar á lengd og lár þannig að kaldur sjór gekk yfir mennina allan tímann. Lítill svefnfriður var á bátnum og þurftu mennirnir að kasta af sér í litla fötu sem þeir höfðu meðferðis. Þá skiptu þeir með sér róðravöktum, þrír menn reru í níutíu mínútur í senn á meðan hinir þrír reyndu að hvíla sig. Róðrinum lauk á jóladag og lögðu sexmenningarnir af stað frá syðsta odda Suður-Ameríku. Afrekið hefur vakið athygli á heimsvísu enda er hafsvæðið talið eitt það hættulegasta í heimi. Áhöfnin fékk nánast engan svefn í þá þrettán daga sem þeir reru.aðsend Fiann skrifar á heimasíðu sinni að hann hafi ákveðið að leggja í þessa ferð í apríl 2017 og fyrsti áhafnarmeðlimurinn var fundinn í september 2017. Áhöfnin var svo fullskipuð í apríl á þessu ári. Bandaríski jarðfræðingurinn Wayne Ranney hefur farið þessa leið á vélknúnum báti meira en fimmtíu sinnum en hann sagði í samtali við Time tímaritið að það væri með ólíkindum að þeim hafi tekist að fara þarna yfir með handafli. Þá er haft eftir Colin O‘Brady, einum sexmenninganna, að þeir séu mjög eftir sig. „Þetta var frekar svakalegt. Við misstum allir mikla líkamsþyngd og vorum með óráði sökum svefnleysis,“ sagði O‘Brady. Fiann leiddi leiðangurinn.aðsend Fiann hefur verið búsettur á Íslandi í rúman áratug og siglir hann undir íslenskum fána. Hann er einn fremsti róðrakappi heims og hefur sett mörg met. Í fyrradag skrifaði hann á vefsíðu sinni að vegna svefnleysis hafi þeir fengið ofskynjanir og þá heyri þeir helst í hundum gelta. „Ég hef oft reynt að skilja hvað veldur því að heilinn okkar velur þetta sérstaka hljóð en hef aldrei fundið vísindalega skýringu.“ Íslendingar erlendis Suðurskautslandið Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Sjá meira
Íslenski róðrakappinn Fiann Paul lauk merkisáfanga í siglingum í hópi sex manna en þeir reru yfir Drekasund á Suðurskautslandinu en það hefur aldrei áður verið gert án utanaðkomandi aðstoðar. Kapparnir kláruðu verkið á þrettán dögum en róið var allan sólarhringinn svo báturinn hvolfdist ekki í köldum sjónum. Árabáturinn sem þeir reru er um níu metrar á lengd og lár þannig að kaldur sjór gekk yfir mennina allan tímann. Lítill svefnfriður var á bátnum og þurftu mennirnir að kasta af sér í litla fötu sem þeir höfðu meðferðis. Þá skiptu þeir með sér róðravöktum, þrír menn reru í níutíu mínútur í senn á meðan hinir þrír reyndu að hvíla sig. Róðrinum lauk á jóladag og lögðu sexmenningarnir af stað frá syðsta odda Suður-Ameríku. Afrekið hefur vakið athygli á heimsvísu enda er hafsvæðið talið eitt það hættulegasta í heimi. Áhöfnin fékk nánast engan svefn í þá þrettán daga sem þeir reru.aðsend Fiann skrifar á heimasíðu sinni að hann hafi ákveðið að leggja í þessa ferð í apríl 2017 og fyrsti áhafnarmeðlimurinn var fundinn í september 2017. Áhöfnin var svo fullskipuð í apríl á þessu ári. Bandaríski jarðfræðingurinn Wayne Ranney hefur farið þessa leið á vélknúnum báti meira en fimmtíu sinnum en hann sagði í samtali við Time tímaritið að það væri með ólíkindum að þeim hafi tekist að fara þarna yfir með handafli. Þá er haft eftir Colin O‘Brady, einum sexmenninganna, að þeir séu mjög eftir sig. „Þetta var frekar svakalegt. Við misstum allir mikla líkamsþyngd og vorum með óráði sökum svefnleysis,“ sagði O‘Brady. Fiann leiddi leiðangurinn.aðsend Fiann hefur verið búsettur á Íslandi í rúman áratug og siglir hann undir íslenskum fána. Hann er einn fremsti róðrakappi heims og hefur sett mörg met. Í fyrradag skrifaði hann á vefsíðu sinni að vegna svefnleysis hafi þeir fengið ofskynjanir og þá heyri þeir helst í hundum gelta. „Ég hef oft reynt að skilja hvað veldur því að heilinn okkar velur þetta sérstaka hljóð en hef aldrei fundið vísindalega skýringu.“
Íslendingar erlendis Suðurskautslandið Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Sjá meira