Hefja uppbyggingu við Reykjanesvita Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. apríl 2019 13:02 Reykjanesviti. Vísir/gva Ekki liggur fyrir hver kostnaðurinn verður við uppbyggingu ferðamannaaðstöðu við Reykjanesvita sem til stendur að ráðast í. Engin aðstaða fyrir ferðamenn er við vitann nú en talið er að á bilinu tvö til þrjú hundruð þúsund gestir heimsæki hann árlega. Samstarfsyfirlýsing um uppbyggingu á svæðinu var undirrituð í dag. Það eru Bláa lónið og Reykjanes UNESCO Global Geopark sem efna til samstarfs um uppbyggingu svæðisins auk annarra sveitarfélaga og fyrirtækja á svæðinu. Bláa lónið hefur stofnað félag með Grétu Súsönnu Fjeldsted, sem er eini ábúandinn við Reykjanesvita í dag, en félagið mun meðal annars sjá um uppbyggingu og rekstur þjónustumiðstöðvar við vitann, að því er fram kemur í tilkynningu. Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum er formaður stjórnar jarðvangsins á Reykjanesi. „Bláa lónið ætlar með miklum myndarskap að koma að uppbyggingu þarna við Reykjanesvita og það er gríðarlega mikilvægt fyrir þennan landshluta að fá aðstöðu þar. Það hefur skort meðal annars aðstöðu fyrir salerni og fleira slíkt og Reykjanesviti er einn af fjölsóttustu áfangastöðunum hér á Suðurnesjunum og það eru margir ferðamenn sem koma þarna á hverju ári,“ segir Ásgeir. „Stórbrotin náttúra og margt sem heillar þarna og það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að fá þessa uppbyggingu sem að við höfum ekki haft burði í sjálf í Jarðvangnum til þess að byggja upp.“ Hann segir undirritun samstarfsyfirlýsingarinnar vera fyrsta skrefið en frekari uppbygging sé áformuð á næstu árum, þegar fram líði stundir verði meðal annars byggð þjónustumiðstöð „Við höfum verið með talningar þarna og það er einhvers staðar á bilinu 200 til 300 þúsund manns að okkar mati sem koma þarna á hverju ári og fer bara fjölgandi.“ Að svo stöddu hefur kostnaður vegna verksins ekki verið áætlaður. „Núna verður fyrst og fremst sett um bráðabirgðaaðstaða í gamla vitavarðarhúsinu sem er þarna, eða vélarhúsinu öllu heldur við vitann. Síðan er það háð frekara samkomulagi milli aðila hvernig uppbyggingarhraðinn verður á þessu,“ segir Ásgeir. Ferðamennska á Íslandi Grindavík Reykjanesbær Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Ekki liggur fyrir hver kostnaðurinn verður við uppbyggingu ferðamannaaðstöðu við Reykjanesvita sem til stendur að ráðast í. Engin aðstaða fyrir ferðamenn er við vitann nú en talið er að á bilinu tvö til þrjú hundruð þúsund gestir heimsæki hann árlega. Samstarfsyfirlýsing um uppbyggingu á svæðinu var undirrituð í dag. Það eru Bláa lónið og Reykjanes UNESCO Global Geopark sem efna til samstarfs um uppbyggingu svæðisins auk annarra sveitarfélaga og fyrirtækja á svæðinu. Bláa lónið hefur stofnað félag með Grétu Súsönnu Fjeldsted, sem er eini ábúandinn við Reykjanesvita í dag, en félagið mun meðal annars sjá um uppbyggingu og rekstur þjónustumiðstöðvar við vitann, að því er fram kemur í tilkynningu. Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum er formaður stjórnar jarðvangsins á Reykjanesi. „Bláa lónið ætlar með miklum myndarskap að koma að uppbyggingu þarna við Reykjanesvita og það er gríðarlega mikilvægt fyrir þennan landshluta að fá aðstöðu þar. Það hefur skort meðal annars aðstöðu fyrir salerni og fleira slíkt og Reykjanesviti er einn af fjölsóttustu áfangastöðunum hér á Suðurnesjunum og það eru margir ferðamenn sem koma þarna á hverju ári,“ segir Ásgeir. „Stórbrotin náttúra og margt sem heillar þarna og það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að fá þessa uppbyggingu sem að við höfum ekki haft burði í sjálf í Jarðvangnum til þess að byggja upp.“ Hann segir undirritun samstarfsyfirlýsingarinnar vera fyrsta skrefið en frekari uppbygging sé áformuð á næstu árum, þegar fram líði stundir verði meðal annars byggð þjónustumiðstöð „Við höfum verið með talningar þarna og það er einhvers staðar á bilinu 200 til 300 þúsund manns að okkar mati sem koma þarna á hverju ári og fer bara fjölgandi.“ Að svo stöddu hefur kostnaður vegna verksins ekki verið áætlaður. „Núna verður fyrst og fremst sett um bráðabirgðaaðstaða í gamla vitavarðarhúsinu sem er þarna, eða vélarhúsinu öllu heldur við vitann. Síðan er það háð frekara samkomulagi milli aðila hvernig uppbyggingarhraðinn verður á þessu,“ segir Ásgeir.
Ferðamennska á Íslandi Grindavík Reykjanesbær Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira