Launamunur æðstu stjórnenda sveitarfélaga og annarra starfsmanna óréttlátur Sylvía Hall skrifar 21. ágúst 2019 23:46 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Mynd/BSRB Laun bæjar- og sveitarstjóra hafa lítið breyst frá síðasta ári þegar tekjur þeirra voru harðlega gagnrýndar eftir að álagningarskrá ríkisskattstjóra var gerð opinber. Engin fylgni er á milli þess hvað æðsti yfirmaður sveitarfélags er með í tekjur og hve margir búa í sveitarfélaginu. „Sveitastjórnum og bæjarstjórnum er það sjálfsvald sett hvernig laun eru ákveðin og það er mjög misjafnt á milli sveitarfélaga hvaða viðmiða þau horfa til. Stundum er horft til launaþróunar þáverandi kjararáðs, stundum er horft til launsetningar samkvæmt kjarasamningum aðildarfélaga BHM eða BSRB þannig það er mjög misjafnt,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Hún segir Samband íslenskra sveitarfélaga taka saman skýrslu annað hvert ár þar sem farið er yfir þróun launa æðstu fulltrúa og hver þau eru. Skýrslunni er skipt upp í sjö stærðarflokka eftir því hversu margir búa í sveitarfélögunum. Engin tengsl virðast þó vera á milli íbúafjölda og launa þeirra sem fara með stjórn í hverju sveitarfélagi fyrir sig.Sjá einnig: Sveitarstjórnarmenn frekir á fóðrum„Það sem við teljum að skjóti skökku við er að okkar fólk, okkar félagsmenn sem starfa hjá sveitarfélögunum eru allir á sömu launum eftir starfsheitum yfir landið allt. Þannig það er búið að búa til viðmið fyrir þau öll en ekki fyrir æðstu stjórnendur.“ Sonja segir launamun stjórnenda og annarra starfsmanna sveitarfélaga vera ákveðið óréttlæti. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gagnrýndi þennan launamun, sagði hann vera „svívirðilegan“ og til marks um óþolandi misskiptingu og misrétti í þjóðfélaginu. „Ef við tökum til dæmis móttökuritarana sem eru hjá sveitarfélögunum og eru með lægstu launin, í kringum 305 þúsund, og metum þá svo við þá sem eru hæstir á þessum lista, þeir eru með níföld launin þeirra. Auðvitað verðum við að gæta sanngirni og réttlætis innan sveitarfélaganna þannig að fólk upplifi að það sé verið að meta það að verðleikum,“ segir Sonja sem er vongóð að umræðan skili sér til hins betra. Umræða um laun æðstu fulltrúa sveitarfélaga er ekki ný af nálinni. Í fyrra vakti það mikla athygli þegar laun Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjastjóra Kópavogs, hækkuðu um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017 eða sem nemur ríflega 612 þúsund krónum á mánuði. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði launin vera óhóf.„Þetta er óhóf og þetta er líka ábyrgðarhluti hjá stjórnendum hjá hinu opinbera af því að ábyrgðin á stöðugleikanum verður ekki lögð á herðar lægst launaða fólksins,“ sagði Katrín í viðtali í Víglínunni í fyrra. Kjaramál Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Sveitarstjórnarmenn frekir á fóðrum Bæjarstjórinn í Garðabæ á talsvert betra kaupi en kollegi hans í London. 21. ágúst 2019 13:07 Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00 Ármann leggur til 15 prósenta launalækkun Í fréttatilkynningu undirritaðri af Ármanni kemur fram að tillagan hafi verið samþykkt í bæjarstjórn í gær. 28. júní 2018 12:31 Segir launahækkunina vera í samræmi við launaþróun Ármann Kr. Ólafsson segir laun bæjarstjóra Kópavogs hafa fylgt úrskurði kjararáðs áratugum saman og því ekki um sérstaka hækkun að ræða, en laun hans hækkuðu um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017. Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 20. maí 2018 12:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira
Laun bæjar- og sveitarstjóra hafa lítið breyst frá síðasta ári þegar tekjur þeirra voru harðlega gagnrýndar eftir að álagningarskrá ríkisskattstjóra var gerð opinber. Engin fylgni er á milli þess hvað æðsti yfirmaður sveitarfélags er með í tekjur og hve margir búa í sveitarfélaginu. „Sveitastjórnum og bæjarstjórnum er það sjálfsvald sett hvernig laun eru ákveðin og það er mjög misjafnt á milli sveitarfélaga hvaða viðmiða þau horfa til. Stundum er horft til launaþróunar þáverandi kjararáðs, stundum er horft til launsetningar samkvæmt kjarasamningum aðildarfélaga BHM eða BSRB þannig það er mjög misjafnt,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Hún segir Samband íslenskra sveitarfélaga taka saman skýrslu annað hvert ár þar sem farið er yfir þróun launa æðstu fulltrúa og hver þau eru. Skýrslunni er skipt upp í sjö stærðarflokka eftir því hversu margir búa í sveitarfélögunum. Engin tengsl virðast þó vera á milli íbúafjölda og launa þeirra sem fara með stjórn í hverju sveitarfélagi fyrir sig.Sjá einnig: Sveitarstjórnarmenn frekir á fóðrum„Það sem við teljum að skjóti skökku við er að okkar fólk, okkar félagsmenn sem starfa hjá sveitarfélögunum eru allir á sömu launum eftir starfsheitum yfir landið allt. Þannig það er búið að búa til viðmið fyrir þau öll en ekki fyrir æðstu stjórnendur.“ Sonja segir launamun stjórnenda og annarra starfsmanna sveitarfélaga vera ákveðið óréttlæti. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gagnrýndi þennan launamun, sagði hann vera „svívirðilegan“ og til marks um óþolandi misskiptingu og misrétti í þjóðfélaginu. „Ef við tökum til dæmis móttökuritarana sem eru hjá sveitarfélögunum og eru með lægstu launin, í kringum 305 þúsund, og metum þá svo við þá sem eru hæstir á þessum lista, þeir eru með níföld launin þeirra. Auðvitað verðum við að gæta sanngirni og réttlætis innan sveitarfélaganna þannig að fólk upplifi að það sé verið að meta það að verðleikum,“ segir Sonja sem er vongóð að umræðan skili sér til hins betra. Umræða um laun æðstu fulltrúa sveitarfélaga er ekki ný af nálinni. Í fyrra vakti það mikla athygli þegar laun Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjastjóra Kópavogs, hækkuðu um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017 eða sem nemur ríflega 612 þúsund krónum á mánuði. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði launin vera óhóf.„Þetta er óhóf og þetta er líka ábyrgðarhluti hjá stjórnendum hjá hinu opinbera af því að ábyrgðin á stöðugleikanum verður ekki lögð á herðar lægst launaða fólksins,“ sagði Katrín í viðtali í Víglínunni í fyrra.
Kjaramál Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Sveitarstjórnarmenn frekir á fóðrum Bæjarstjórinn í Garðabæ á talsvert betra kaupi en kollegi hans í London. 21. ágúst 2019 13:07 Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00 Ármann leggur til 15 prósenta launalækkun Í fréttatilkynningu undirritaðri af Ármanni kemur fram að tillagan hafi verið samþykkt í bæjarstjórn í gær. 28. júní 2018 12:31 Segir launahækkunina vera í samræmi við launaþróun Ármann Kr. Ólafsson segir laun bæjarstjóra Kópavogs hafa fylgt úrskurði kjararáðs áratugum saman og því ekki um sérstaka hækkun að ræða, en laun hans hækkuðu um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017. Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 20. maí 2018 12:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Sjá meira
Sveitarstjórnarmenn frekir á fóðrum Bæjarstjórinn í Garðabæ á talsvert betra kaupi en kollegi hans í London. 21. ágúst 2019 13:07
Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára. 17. maí 2018 06:00
Ármann leggur til 15 prósenta launalækkun Í fréttatilkynningu undirritaðri af Ármanni kemur fram að tillagan hafi verið samþykkt í bæjarstjórn í gær. 28. júní 2018 12:31
Segir launahækkunina vera í samræmi við launaþróun Ármann Kr. Ólafsson segir laun bæjarstjóra Kópavogs hafa fylgt úrskurði kjararáðs áratugum saman og því ekki um sérstaka hækkun að ræða, en laun hans hækkuðu um 32,7 prósent milli áranna 2016 og 2017. Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 20. maí 2018 12:17