Pedersen: Hef ekki hugsað út í framhaldið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. ágúst 2019 20:03 Pedersen sagði að íslenska sóknin hefði hrokkið í baklás eftir því sem leið á leikinn. vísir/bára Hljóðið var þungt í Craig Pedersen, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, eftir tapið fyrir Sviss, 109-85, í forkeppni undankeppni EM 2021 í kvöld. Ísland mátti tapa með 19 stiga mun en allt fór á versta veg í leiknum. „Við erum að sjálfsögðu vonsviknir. Við getum spilað betur en það tókst ekki í dag. Sviss spilaði af miklum krafti. Við byrjuðum leikinn frábærlega og hittum vel. En sóknin þeirra hélt dampi á meðan okkar dalaði,“ sagði Pedersen í samtali við Vísi í kvöld. „Þeir tóku of mörg sóknarfráköst og tóku miklu fleiri skot en við. Sóknarfráköstin skiluðu þeim mörgum auðveldum körfum.“ Sviss skoraði fjögur stig í síðustu sókn sinni í 1. leikhluta. Munurinn var því fjögur stig en ekki átta eftir 1. leikhluta. „Það hefði verið gott að vera átta stigum yfir. Kannski gaf það þeim von,“ sagði Pedersen um lokasókn Svisslendinga í 1. leikhluta. Ísland missti öll tök á leiknum í fjórða og síðasta leikhlutanum og Sviss gekk á lagið. „Fyrir lokaleikhlutann vorum við ellefu stigum undir en við misstum þá of hratt frá okkur. Þá þurftum við að flýta okkur en ekki þeir.“ Ísland spilaði afar góða vörn gegn Portúgal á laugardaginn. Varnarleikur íslenska liðsins var hins vegar slakur í kvöld. „[Roberto] Kovac var mjög heitur í byrjun leiks og við það losnaði um aðra. [Clint] Capela átti svo sinn besta leik í undankeppninni. Þeir fengu framlag frá mörgum leikmönnum í leiknum. Við bjuggum ekki til nógu góð skot í sókninni,“ sagði Pedersen. En hvað með framhaldið hjá honum og íslenska liðinu? „Ég hef ekki hugsað um það. En ég er viss um að við munum ræða það á næstu vikum og sjá hvaða leið við förum,“ sagði Pedersen að lokum. Körfubolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Sviss 109-85 | Skipsbrot í Sviss og Íslendingar úr leik Ísland fer ekki á þriðja Evrópumótið í körfubolta karla í röð. 21. ágúst 2019 19:15 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Hljóðið var þungt í Craig Pedersen, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, eftir tapið fyrir Sviss, 109-85, í forkeppni undankeppni EM 2021 í kvöld. Ísland mátti tapa með 19 stiga mun en allt fór á versta veg í leiknum. „Við erum að sjálfsögðu vonsviknir. Við getum spilað betur en það tókst ekki í dag. Sviss spilaði af miklum krafti. Við byrjuðum leikinn frábærlega og hittum vel. En sóknin þeirra hélt dampi á meðan okkar dalaði,“ sagði Pedersen í samtali við Vísi í kvöld. „Þeir tóku of mörg sóknarfráköst og tóku miklu fleiri skot en við. Sóknarfráköstin skiluðu þeim mörgum auðveldum körfum.“ Sviss skoraði fjögur stig í síðustu sókn sinni í 1. leikhluta. Munurinn var því fjögur stig en ekki átta eftir 1. leikhluta. „Það hefði verið gott að vera átta stigum yfir. Kannski gaf það þeim von,“ sagði Pedersen um lokasókn Svisslendinga í 1. leikhluta. Ísland missti öll tök á leiknum í fjórða og síðasta leikhlutanum og Sviss gekk á lagið. „Fyrir lokaleikhlutann vorum við ellefu stigum undir en við misstum þá of hratt frá okkur. Þá þurftum við að flýta okkur en ekki þeir.“ Ísland spilaði afar góða vörn gegn Portúgal á laugardaginn. Varnarleikur íslenska liðsins var hins vegar slakur í kvöld. „[Roberto] Kovac var mjög heitur í byrjun leiks og við það losnaði um aðra. [Clint] Capela átti svo sinn besta leik í undankeppninni. Þeir fengu framlag frá mörgum leikmönnum í leiknum. Við bjuggum ekki til nógu góð skot í sókninni,“ sagði Pedersen. En hvað með framhaldið hjá honum og íslenska liðinu? „Ég hef ekki hugsað um það. En ég er viss um að við munum ræða það á næstu vikum og sjá hvaða leið við förum,“ sagði Pedersen að lokum.
Körfubolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Sviss 109-85 | Skipsbrot í Sviss og Íslendingar úr leik Ísland fer ekki á þriðja Evrópumótið í körfubolta karla í röð. 21. ágúst 2019 19:15 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Sviss 109-85 | Skipsbrot í Sviss og Íslendingar úr leik Ísland fer ekki á þriðja Evrópumótið í körfubolta karla í röð. 21. ágúst 2019 19:15