Háþrýstiþvottur líklega ein af smitleiðunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. ágúst 2019 09:10 Vísir/MHH Matvælastofnun telur að háþrýstiþvottur á umhverfi nautgripa hafi að líkindum verið ein af smitleiðum STEC-smitsins í Efstadal II í fólk. Alls greindust 24 einstaklingar með STEC, sem eru eiturmyndandi E. coli-bakteríur, eftir að hafa heimsótt ferðaþjónustubæinn Efstadal II fyrr í sumar, þar af voru 22 börn.Í tilkynningu frá stofnuninni er athygli bænda og annarra framleiðenda vakin á því að úði frá háþrýstiþvotti á smituðu umhverfi geti dreift smitefnum og valdið sjúkdómi í dýrum og mönnum. Til útskýringar segir að í úðanum sem myndast við háþrýstiþvott geti verið „sveppir, bakteríur, veirur, sníkjudýr eða önnur smitefni sem berast auðveldlega í fólk og dýr, t.d. með því að anda úðanum að sér.“Sjá einnig: Nauðsynlegt að Íslendingar gengumsteiki hamborgaraAuk þess leggist úðinn á yfirborðsfleti og mengar þá. Smit geti þá orðið við snertingu. „Fólk í landbúnaði þarf að gera sér grein fyrir þessu og endurskoða starfsvenjur sínar þannig að komið verði í veg fyrir óþarfa dreifingu smits. Það sama getur átt við í matvælaiðnaði,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar. Því mæli stofnunin með lágþrýstiþvotti, á bilinu 20 til 22 bör. Slíkur þvottur hafi ýmsa kosti umfram háþrýstiþvott, sem er um og yfir 100 bör, „að því leiti að hvorki myndast úði né dreifast óhreinindi eins mikið, þannig er lágþrýstiþvottur betri kostur til þvotta í landbúnaði.“Háþrýstingur henti ekki gripahúsum Í landbúnaði séu óhjákvæmilega smitefni og ætíð ætti að gera ráð fyrir að smitefni geti verið hættuleg heilsu manna og dýra. „Í öllu falli ætti ekki að nota háþrýstiþvott þar sem nálægð er mikil milli dýra og manna og/eða matvæla, því úðinn fer víða. Aldrei skal þvo gripahús með háþrýstingi þegar dýr eru inni og nota skal grímur til að verjast úðasmiti,“ segir Matvælastofnun. Lengi beindust spjótin að heimagerða ísnum á Efstadal II, en samkvæmt viðtölum við sjúklinga og aðstandendur borðuðu allir sem veiktust ís. Bakteríurannsóknir Matvælastofnunar sýndu að kálfar á staðnum báru sömu tegund STEC og sýkti börnin en ekki tókst hins vegar að finna þá tegund í ísnum. Matvælastofnun útilokar því ekki að smit hafa borist í sjúklinga eftir snertingu við t.d. kálfa eða hluti í umhverfinu og þannig borist í ís eða upp í þá. Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Landbúnaður Tengdar fréttir Nauðsynlegt að Íslendingar gegnumsteiki hamborgara Matvælastofnun minnir á mikilvægi þess að steikja hamborgara og aðra rétti úr hakki í gegn til að koma í veg fyrir eitrun af völdum E.coli-baktería. 16. ágúst 2019 12:15 Ísinn gæti hafa mengast úr umhverfi Ekki er ljóst hvernig E. coli smitaðist frá dýrum í þá sem veiktust í Efstadal II í júlí. Alls veiktust níu börn af bakteríunni. 7. ágúst 2019 08:30 Segir lærdóm dreginn af E.coli faraldrinum Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands segir að ekki hafi verið forsendur til að loka Efstadal II á sínum tíma vegna Ecoli faraldurs 6. ágúst 2019 19:30 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Matvælastofnun telur að háþrýstiþvottur á umhverfi nautgripa hafi að líkindum verið ein af smitleiðum STEC-smitsins í Efstadal II í fólk. Alls greindust 24 einstaklingar með STEC, sem eru eiturmyndandi E. coli-bakteríur, eftir að hafa heimsótt ferðaþjónustubæinn Efstadal II fyrr í sumar, þar af voru 22 börn.Í tilkynningu frá stofnuninni er athygli bænda og annarra framleiðenda vakin á því að úði frá háþrýstiþvotti á smituðu umhverfi geti dreift smitefnum og valdið sjúkdómi í dýrum og mönnum. Til útskýringar segir að í úðanum sem myndast við háþrýstiþvott geti verið „sveppir, bakteríur, veirur, sníkjudýr eða önnur smitefni sem berast auðveldlega í fólk og dýr, t.d. með því að anda úðanum að sér.“Sjá einnig: Nauðsynlegt að Íslendingar gengumsteiki hamborgaraAuk þess leggist úðinn á yfirborðsfleti og mengar þá. Smit geti þá orðið við snertingu. „Fólk í landbúnaði þarf að gera sér grein fyrir þessu og endurskoða starfsvenjur sínar þannig að komið verði í veg fyrir óþarfa dreifingu smits. Það sama getur átt við í matvælaiðnaði,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar. Því mæli stofnunin með lágþrýstiþvotti, á bilinu 20 til 22 bör. Slíkur þvottur hafi ýmsa kosti umfram háþrýstiþvott, sem er um og yfir 100 bör, „að því leiti að hvorki myndast úði né dreifast óhreinindi eins mikið, þannig er lágþrýstiþvottur betri kostur til þvotta í landbúnaði.“Háþrýstingur henti ekki gripahúsum Í landbúnaði séu óhjákvæmilega smitefni og ætíð ætti að gera ráð fyrir að smitefni geti verið hættuleg heilsu manna og dýra. „Í öllu falli ætti ekki að nota háþrýstiþvott þar sem nálægð er mikil milli dýra og manna og/eða matvæla, því úðinn fer víða. Aldrei skal þvo gripahús með háþrýstingi þegar dýr eru inni og nota skal grímur til að verjast úðasmiti,“ segir Matvælastofnun. Lengi beindust spjótin að heimagerða ísnum á Efstadal II, en samkvæmt viðtölum við sjúklinga og aðstandendur borðuðu allir sem veiktust ís. Bakteríurannsóknir Matvælastofnunar sýndu að kálfar á staðnum báru sömu tegund STEC og sýkti börnin en ekki tókst hins vegar að finna þá tegund í ísnum. Matvælastofnun útilokar því ekki að smit hafa borist í sjúklinga eftir snertingu við t.d. kálfa eða hluti í umhverfinu og þannig borist í ís eða upp í þá.
Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Landbúnaður Tengdar fréttir Nauðsynlegt að Íslendingar gegnumsteiki hamborgara Matvælastofnun minnir á mikilvægi þess að steikja hamborgara og aðra rétti úr hakki í gegn til að koma í veg fyrir eitrun af völdum E.coli-baktería. 16. ágúst 2019 12:15 Ísinn gæti hafa mengast úr umhverfi Ekki er ljóst hvernig E. coli smitaðist frá dýrum í þá sem veiktust í Efstadal II í júlí. Alls veiktust níu börn af bakteríunni. 7. ágúst 2019 08:30 Segir lærdóm dreginn af E.coli faraldrinum Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands segir að ekki hafi verið forsendur til að loka Efstadal II á sínum tíma vegna Ecoli faraldurs 6. ágúst 2019 19:30 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Nauðsynlegt að Íslendingar gegnumsteiki hamborgara Matvælastofnun minnir á mikilvægi þess að steikja hamborgara og aðra rétti úr hakki í gegn til að koma í veg fyrir eitrun af völdum E.coli-baktería. 16. ágúst 2019 12:15
Ísinn gæti hafa mengast úr umhverfi Ekki er ljóst hvernig E. coli smitaðist frá dýrum í þá sem veiktust í Efstadal II í júlí. Alls veiktust níu börn af bakteríunni. 7. ágúst 2019 08:30
Segir lærdóm dreginn af E.coli faraldrinum Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands segir að ekki hafi verið forsendur til að loka Efstadal II á sínum tíma vegna Ecoli faraldurs 6. ágúst 2019 19:30