Viðskipti innlent

Hagnaður Orfs líftækni fjórfaldast

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
BIOEFFECT húðvörurnar frá Orf líftækni
BIOEFFECT húðvörurnar frá Orf líftækni Mynd/BIOEFFECT
Líftæknifyrirtækið Orf hagnaðist um 161 milljón króna á síðasta ári en það er um fjórfalt meiri hagnaður en árið á undan þegar hann nam 38 milljónum króna.

Tekjur félagsins námu 1,6 milljörðum króna og jukust um 30 prósent á milli ára. Um 80 prósent teknanna komu að utan. Rekstrarkostnaður jókst um 20 prósent yfir sama tímabil. Eignir Orfs námu 1.960 milljónum króna í lok 2018 og eigið féð 1.300 milljónum.

Hluthafar í félaginu eru 123 talsins. Stærstu hluthafarnir eru FIVE Invest með 35,6 prósenta hlut, Zimsen með 13,8 prósenta hlut og Torka með 9,9 prósenta hlut.

Í byrjun árs gekk Orf frá 520 milljóna króna langtímafjármögnun frá Arion banka í samstarfi við Evrópska fjárfestingarsjóðinn. Verður fjármagnið meðal annars nýtt til að sækja inn á Asíumarkað og Bandaríkjamarkað. Helsta tekjulind Orfs er húðvöru­línan Bioeffect.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×