Anníe Mist og Katrín Tanja ekki einu Íslendingarnir á verðlaunapalli í Köben um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2019 10:30 Edda Falak. Mynd/Instagram/eddafalak Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir unnu glæsilegan sigur á Reebok Butchers Classics CrossFit mótinu í Kaupmannahöfn um helgina en Ísland átti líka annan fulltrúa á verðlaunapallinum. CrossFit konan Edda Falak var líka á palli með þeim Anníe Mist og Katrínu Tönju en Edda endaði í þriðja sæti með sínu liði sem hét Team Nordvest. Edda keppti við hlið hinnar norsku Martine Solheim. Nordvest liðið fékk 545 stig eða 150 stigum minna en Rogue Dottirs sem höfðu mikla yfirburði í keppninni og unnu sex af sjö greinum. Edda og Martine byrjuðu keppnina ekki vel og urðu í 10. og 12. sæti í fyrstu tveimur greinunum. Eftir það voru þær hins vegar alltaf meðal sex efstu og urðu í þriðja sætinu í tveimur greinum. Þær enduðu á lokum einu stigi á undan fjórða sætinu og 110 stigum á eftir liðinu í öðru sæti. Edda og Martine voru í mikilli keppni um bronsverðlaunin í lokin en þær voru þar að keppa við sænsku stelpurnar Söru Armanius og Julie Hougaard. Sara og Julie voru í góðum málum eftir sigur sinn í fimmtu grein en það var eina greinin sem Anníe Mist og Katrín Tanja töpuðu á mótinu. Edda og Martine fengu fimm stigum meira fyrir sjöttu og næstsíðustu greinina en þær þurftu mun meira til. Í lokagreininni náðu Edda og Martine í fimmta sæti og fengu þar með 80 stig en á sama tíma urðu Sara og Julie í 10. sæti og fengu bara 67 stig. Þetta dugði Nordvest liðinu til að hoppa upp í þriðja sætið og taka bronsverðlaunin. Það má sjá öll úrslitin hér. Edda Falak er 27 ára gömul og byrjaði í CrossFit þegar hún flutti til Kaupmannahafnar árið 2016. Hún hafði áður æft hjá Mjölni og var einnig í fótbolta hjá HK þegar hún var yngri. CrossFit Tengdar fréttir Ekstrabladet: Heimsfrægar stjörnur mæta frá Íslandi Íslensku CrossFit stjörnurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir munu báðar keppa á Butcher's Classics CrossFit mótinu í Kaupmannahöfn um helgina og koma þeirra hefur vakið athygli. 22. ágúst 2019 13:00 Katrín Tanja verður í „Body Issue“ ESPN Katrín Tanja Davíðsdóttir var tilbúin að koma nakin fram á síðum eins frægasta íþróttablaðs Bandaríkjanna. 26. ágúst 2019 23:00 Sú hraustasta í heimi „hvíldi“ sig eftir heimsleikana með 100 km fjallgöngu á sex dögum Tia-Clair Toomey er engin venjuleg íþróttakona eins og hún hefur sýnt á síðustu heimsleikum í CrossFit. Miðað við það hvernig hún "hvílir“ sig þá er bara hægt að ímynda sér hvernig hún æfir. 20. ágúst 2019 23:30 Íslensku dæturnar unnu sannfærandi sigur á CrossFit móti í Köben Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsóttir fögnuðu saman glæsilegum sigri á Butcher Classics CrossFit mótinu í Kaupmannahöfn um helgina. 26. ágúst 2019 09:00 Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir unnu glæsilegan sigur á Reebok Butchers Classics CrossFit mótinu í Kaupmannahöfn um helgina en Ísland átti líka annan fulltrúa á verðlaunapallinum. CrossFit konan Edda Falak var líka á palli með þeim Anníe Mist og Katrínu Tönju en Edda endaði í þriðja sæti með sínu liði sem hét Team Nordvest. Edda keppti við hlið hinnar norsku Martine Solheim. Nordvest liðið fékk 545 stig eða 150 stigum minna en Rogue Dottirs sem höfðu mikla yfirburði í keppninni og unnu sex af sjö greinum. Edda og Martine byrjuðu keppnina ekki vel og urðu í 10. og 12. sæti í fyrstu tveimur greinunum. Eftir það voru þær hins vegar alltaf meðal sex efstu og urðu í þriðja sætinu í tveimur greinum. Þær enduðu á lokum einu stigi á undan fjórða sætinu og 110 stigum á eftir liðinu í öðru sæti. Edda og Martine voru í mikilli keppni um bronsverðlaunin í lokin en þær voru þar að keppa við sænsku stelpurnar Söru Armanius og Julie Hougaard. Sara og Julie voru í góðum málum eftir sigur sinn í fimmtu grein en það var eina greinin sem Anníe Mist og Katrín Tanja töpuðu á mótinu. Edda og Martine fengu fimm stigum meira fyrir sjöttu og næstsíðustu greinina en þær þurftu mun meira til. Í lokagreininni náðu Edda og Martine í fimmta sæti og fengu þar með 80 stig en á sama tíma urðu Sara og Julie í 10. sæti og fengu bara 67 stig. Þetta dugði Nordvest liðinu til að hoppa upp í þriðja sætið og taka bronsverðlaunin. Það má sjá öll úrslitin hér. Edda Falak er 27 ára gömul og byrjaði í CrossFit þegar hún flutti til Kaupmannahafnar árið 2016. Hún hafði áður æft hjá Mjölni og var einnig í fótbolta hjá HK þegar hún var yngri.
CrossFit Tengdar fréttir Ekstrabladet: Heimsfrægar stjörnur mæta frá Íslandi Íslensku CrossFit stjörnurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir munu báðar keppa á Butcher's Classics CrossFit mótinu í Kaupmannahöfn um helgina og koma þeirra hefur vakið athygli. 22. ágúst 2019 13:00 Katrín Tanja verður í „Body Issue“ ESPN Katrín Tanja Davíðsdóttir var tilbúin að koma nakin fram á síðum eins frægasta íþróttablaðs Bandaríkjanna. 26. ágúst 2019 23:00 Sú hraustasta í heimi „hvíldi“ sig eftir heimsleikana með 100 km fjallgöngu á sex dögum Tia-Clair Toomey er engin venjuleg íþróttakona eins og hún hefur sýnt á síðustu heimsleikum í CrossFit. Miðað við það hvernig hún "hvílir“ sig þá er bara hægt að ímynda sér hvernig hún æfir. 20. ágúst 2019 23:30 Íslensku dæturnar unnu sannfærandi sigur á CrossFit móti í Köben Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsóttir fögnuðu saman glæsilegum sigri á Butcher Classics CrossFit mótinu í Kaupmannahöfn um helgina. 26. ágúst 2019 09:00 Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Sjá meira
Ekstrabladet: Heimsfrægar stjörnur mæta frá Íslandi Íslensku CrossFit stjörnurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir munu báðar keppa á Butcher's Classics CrossFit mótinu í Kaupmannahöfn um helgina og koma þeirra hefur vakið athygli. 22. ágúst 2019 13:00
Katrín Tanja verður í „Body Issue“ ESPN Katrín Tanja Davíðsdóttir var tilbúin að koma nakin fram á síðum eins frægasta íþróttablaðs Bandaríkjanna. 26. ágúst 2019 23:00
Sú hraustasta í heimi „hvíldi“ sig eftir heimsleikana með 100 km fjallgöngu á sex dögum Tia-Clair Toomey er engin venjuleg íþróttakona eins og hún hefur sýnt á síðustu heimsleikum í CrossFit. Miðað við það hvernig hún "hvílir“ sig þá er bara hægt að ímynda sér hvernig hún æfir. 20. ágúst 2019 23:30
Íslensku dæturnar unnu sannfærandi sigur á CrossFit móti í Köben Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsóttir fögnuðu saman glæsilegum sigri á Butcher Classics CrossFit mótinu í Kaupmannahöfn um helgina. 26. ágúst 2019 09:00