Þúsundir mótmæltu flugbanni Rússa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. júní 2019 14:30 Mótmælin hafa að mestu verið friðsamleg. Ap/Zurab Tsertsvadze Þúsundir mótmælenda komu saman þriðja daginn í röð í Tblisi, höfuðborg Georgíu, til þess að mótmæla afskiptum Rússa af málefnum Georgíu. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, tilkynnti á föstudag að búið væri að aflýsa öllum flugferðum frá Rússlandi til Georgíu sem er vinsæll áfangastaður rússneskra ferðamanna.Ballið byrjaði á fimmtudaginn þegar hópur mótmælenda kom saman til þess að mótmæla því að rússneska þingmanninum Sergei Gavrilov var boðið að halda ræðu á fundi í þinginu. Pútín svaraði með því að fella niður öll flug rússneskra flugfélaga til Georgíu, að eigin sögn til að vernda þjóðaröryggi Rússlands. Ríkisfjölmiðlar í Rússlandi hafa sagt að mótmælin sé runnin undan rifjum vestrænna aðila sem hafi það að markmiði að tala niður Rússland. Samskipti ríkjanna hafa verið í miklum lægðardal um árabil, eftir stutta innrás Rússlands í Georgíu árið 2008.Mótmælin hafa að mestu verið friðsamleg en þó hafa nokkur hundruð slasast í átökum við lögreglu. Mótmælin beinast einkum að rússneskum yfirvöldum en einnig að ríkisstjórn Georgíu sem mótmælendur telja að sé of hliðholl yfirvöldum í Moskvu. Slagsmál brutust út í gær eftir að mótmælin færðust frá georgíska þinginu yfir til höfuðstöðva Draumaflokksins sem fer með völdin í landinu. Talið er að með flugbanninu vilja yfirvöld í Rússlandi hafa áhrif á efnahag Georgíu en ferðamennska er mikilvæg atvinnugrein þar í landi og þar gegna ferðamenn frá Rússlandi lykilhlutverki. Fréttir af flugi Georgía Rússland Tengdar fréttir Táragasi og gúmmíkúlum beitt á mótmælendur eftir ávarp rússnesks þingmanns Lögregla í Tbilisi höfuðborg Georgíu hefur í kvöld beitt táragasi og skotið gúmmíkúlum til að hafa hemil á mótmælendum sem reyndu að brjótast inn í þinghúsið eftir að rússneskur þingmaður ávarpaði þar samkomu í dag. 20. júní 2019 23:10 Putin bannar flug á milli Rússlands og Georgíu Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur tímabundið bannað georgískum flugfélögum að fljúga til Rússlands en spenna á milli ríkjanna tveggja hefur farið vaxandi undanfarið. 22. júní 2019 18:09 Georgíumenn kalla eftir kosningum Georgíumenn mótmæltu fyrir utan þinghúsið í Tbilisi, höfuðborgar landsins, annan daginn í röð og kölluðu eftir breytingum í stjórn landsins, afsögn innanríkisráðherra og nýrra þingkosninga. 21. júní 2019 21:07 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Þúsundir mótmælenda komu saman þriðja daginn í röð í Tblisi, höfuðborg Georgíu, til þess að mótmæla afskiptum Rússa af málefnum Georgíu. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, tilkynnti á föstudag að búið væri að aflýsa öllum flugferðum frá Rússlandi til Georgíu sem er vinsæll áfangastaður rússneskra ferðamanna.Ballið byrjaði á fimmtudaginn þegar hópur mótmælenda kom saman til þess að mótmæla því að rússneska þingmanninum Sergei Gavrilov var boðið að halda ræðu á fundi í þinginu. Pútín svaraði með því að fella niður öll flug rússneskra flugfélaga til Georgíu, að eigin sögn til að vernda þjóðaröryggi Rússlands. Ríkisfjölmiðlar í Rússlandi hafa sagt að mótmælin sé runnin undan rifjum vestrænna aðila sem hafi það að markmiði að tala niður Rússland. Samskipti ríkjanna hafa verið í miklum lægðardal um árabil, eftir stutta innrás Rússlands í Georgíu árið 2008.Mótmælin hafa að mestu verið friðsamleg en þó hafa nokkur hundruð slasast í átökum við lögreglu. Mótmælin beinast einkum að rússneskum yfirvöldum en einnig að ríkisstjórn Georgíu sem mótmælendur telja að sé of hliðholl yfirvöldum í Moskvu. Slagsmál brutust út í gær eftir að mótmælin færðust frá georgíska þinginu yfir til höfuðstöðva Draumaflokksins sem fer með völdin í landinu. Talið er að með flugbanninu vilja yfirvöld í Rússlandi hafa áhrif á efnahag Georgíu en ferðamennska er mikilvæg atvinnugrein þar í landi og þar gegna ferðamenn frá Rússlandi lykilhlutverki.
Fréttir af flugi Georgía Rússland Tengdar fréttir Táragasi og gúmmíkúlum beitt á mótmælendur eftir ávarp rússnesks þingmanns Lögregla í Tbilisi höfuðborg Georgíu hefur í kvöld beitt táragasi og skotið gúmmíkúlum til að hafa hemil á mótmælendum sem reyndu að brjótast inn í þinghúsið eftir að rússneskur þingmaður ávarpaði þar samkomu í dag. 20. júní 2019 23:10 Putin bannar flug á milli Rússlands og Georgíu Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur tímabundið bannað georgískum flugfélögum að fljúga til Rússlands en spenna á milli ríkjanna tveggja hefur farið vaxandi undanfarið. 22. júní 2019 18:09 Georgíumenn kalla eftir kosningum Georgíumenn mótmæltu fyrir utan þinghúsið í Tbilisi, höfuðborgar landsins, annan daginn í röð og kölluðu eftir breytingum í stjórn landsins, afsögn innanríkisráðherra og nýrra þingkosninga. 21. júní 2019 21:07 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Táragasi og gúmmíkúlum beitt á mótmælendur eftir ávarp rússnesks þingmanns Lögregla í Tbilisi höfuðborg Georgíu hefur í kvöld beitt táragasi og skotið gúmmíkúlum til að hafa hemil á mótmælendum sem reyndu að brjótast inn í þinghúsið eftir að rússneskur þingmaður ávarpaði þar samkomu í dag. 20. júní 2019 23:10
Putin bannar flug á milli Rússlands og Georgíu Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur tímabundið bannað georgískum flugfélögum að fljúga til Rússlands en spenna á milli ríkjanna tveggja hefur farið vaxandi undanfarið. 22. júní 2019 18:09
Georgíumenn kalla eftir kosningum Georgíumenn mótmæltu fyrir utan þinghúsið í Tbilisi, höfuðborgar landsins, annan daginn í röð og kölluðu eftir breytingum í stjórn landsins, afsögn innanríkisráðherra og nýrra þingkosninga. 21. júní 2019 21:07