Erlent

Stungin af sporðdreka í flugi

Sylvía Hall skrifar
Konan ferðaðist með Air Transat,
Konan ferðaðist með Air Transat, Vísir/Getty
Quin Maltais, kanadísk kona sem var á leið sinni frá Toronto til Calgary í Kanada varð fyrir þeirri óheppilegu lífsreynslu að vera stungin af sporðdreka í fluginu. Maltais, sem flaug með flugfélaginu Air Transat, varð fyrir svo miklu áfalli að hún þurfti að vera tengd við hjartalínurit eftir að fluginu lauk.

Flugleiðin milli Toronto og Calgary eru um fjórir tímar og var liðið á síðari hluta flugsins þegar hún fór að finna fyrir undarlegri tilfinningu á mjóbakinu. Hún segist hafa hundsað það og talið það vera loftræstingin sem olli þessari tilfinningu.

„Þegar ljósin voru slökkt þegar við vorum að fara lenda fann ég fyrir stingandi verk í mjóbakinu,“ segir Maltais og var sannfærð um að eitthvað hefði bitið sig.

Þegar hún hafi loks náð í peysuna sína úr sætinu athugaði hún hvort eitthvað væri þar en svo var ekki. Þá leit hún í sætið sitt sá hún hreyfingu og áttaði sig á því að það væri sporðdreki.

Maltais var fylgt úr vélinni af bráðaliðum eftir atvikið sem skoðuðu hana og gengu úr skugga um að hún hafi ekki orðið fyrir neinum skaða. Líkt og fyrr sagði þurfti hún að vera tengd við hjartalínurit þar sem hún átti erfitt með að róa sig eftir atvikið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×