Dagur í lífi Emil Hallfreðssonar | Hamrén hringir við og við Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. október 2019 22:45 Emil í verkefni með íslenska landsliðinu. Emil Hallfreðsson, miðjumaður íslenska landsliðsins, er enn án félags en hann var í skemmtilegu innslagi á RÚV um hvernig það er að vera atvinnumaður á Íslandi án þess þó að vera í félagsliði.Í innslaginu ræðir Emil sinn hefðbundna dag. „Ég vakna um klukkan 7:30 og þá er tekinn morgunmatur í rólegheitum með börnunum,“ segir Emil en hann á tvö börn með konu sinni, Ásu Reginsdóttur, þau eru þriggja og átta ára.Yngri bróðirinn sér um að Emil sé í standi Þegar búið er að koma börnunum í skólann æfir Emil í Kaplakrika með bróður sínum, Hákoni Hallfreðssyni, en hann er styrktarþjálfari FH. Í sumar hélt Emil sér við með því að æfa með uppeldisfélaginu en Emil er FH-ingur í húð og hár, þó það sé nú ekki mikið um hár á höfði hans. Emil skipti þó ekki yfir í FH þar sem það hefði verið þriðja lið hans á þessu ári og því hefði hann ekki mátt semja við annað lið fyrr en eftir áramót. Hann viðurkenni að biðin sé farin að taka sinn toll. „Ég væri klárlega til í að ég væri búinn að ganga frá þessu. En jú, það koma alveg augnablik inn á milli þar sem maður hugsar af hverju rétta dæmið hefur ekki komið upp,“ segir Emil en miðjumaðurinn knái viðurkennir einnig að hann hafi neitað liðum frá löndum sem hann hefur engan áhuga á að spila í. „Já, ég hef fengið einhver tilboð frá löndum sem ég er bara ekki alveg tilbúinn í að fara með fjölskylduna. Einhvers staðar lengst úti í heimi. En þau eru ekkert mörg. Bara nokkur sem ég afþakkaði strax. En ég er alltaf að vona að Ítalía detti inn. En samt sem áður er ég alveg farinn að opna hugann fyrir öllu núna eiginlega.“Hamrén hringir einstaka sinnum og tekur stöðuna Emil hefur verið í íslenska landsliðinu þó hann hafi ekki verið í félagsliði, líkt og Birkir Bjarnason [Birkir hefur nú gengið til liðs við Al-Arabi í Katar]. Hann tekur þó fyrir það að Erik Hamrén, landsliðsþjálfari, hafi of miklar áhyggjur af stöðu mála. „Ég get nú ekki sagt að hann hringi í hverri viku en hann heyrir alveg í mér inn á milli. Auðvitað langar hann til að ég finni mér lið sem fyrst þannig að það sé ekki eitthvað óþægilegt fyrir hann að velja mig. Ég held samt að í síðasta landsliðsverkefni að við liðslausu félagarnir hefðum sýnt það að við eigum alveg heima í þessum hóp og getum spilað þegar þess þarf,“ segir Emil í innslaginu sem sýnt var á RÚV fyrr í kvöld.Síðustu fimm fótboltaleikir sem Emil Hallfreðsson hefur spilað eru með landsliði Íslands, þar sem hann hefur verið án félags síðan í sumar. En hvernig er dagsdaglegt líf atvinnumanns sem er án félags? Við fengum að fylgja Emil eftir í vikunni.https://t.co/apR98YLfcE — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 20, 2019 Fótbolti Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Fleiri fréttir Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Sjá meira
Emil Hallfreðsson, miðjumaður íslenska landsliðsins, er enn án félags en hann var í skemmtilegu innslagi á RÚV um hvernig það er að vera atvinnumaður á Íslandi án þess þó að vera í félagsliði.Í innslaginu ræðir Emil sinn hefðbundna dag. „Ég vakna um klukkan 7:30 og þá er tekinn morgunmatur í rólegheitum með börnunum,“ segir Emil en hann á tvö börn með konu sinni, Ásu Reginsdóttur, þau eru þriggja og átta ára.Yngri bróðirinn sér um að Emil sé í standi Þegar búið er að koma börnunum í skólann æfir Emil í Kaplakrika með bróður sínum, Hákoni Hallfreðssyni, en hann er styrktarþjálfari FH. Í sumar hélt Emil sér við með því að æfa með uppeldisfélaginu en Emil er FH-ingur í húð og hár, þó það sé nú ekki mikið um hár á höfði hans. Emil skipti þó ekki yfir í FH þar sem það hefði verið þriðja lið hans á þessu ári og því hefði hann ekki mátt semja við annað lið fyrr en eftir áramót. Hann viðurkenni að biðin sé farin að taka sinn toll. „Ég væri klárlega til í að ég væri búinn að ganga frá þessu. En jú, það koma alveg augnablik inn á milli þar sem maður hugsar af hverju rétta dæmið hefur ekki komið upp,“ segir Emil en miðjumaðurinn knái viðurkennir einnig að hann hafi neitað liðum frá löndum sem hann hefur engan áhuga á að spila í. „Já, ég hef fengið einhver tilboð frá löndum sem ég er bara ekki alveg tilbúinn í að fara með fjölskylduna. Einhvers staðar lengst úti í heimi. En þau eru ekkert mörg. Bara nokkur sem ég afþakkaði strax. En ég er alltaf að vona að Ítalía detti inn. En samt sem áður er ég alveg farinn að opna hugann fyrir öllu núna eiginlega.“Hamrén hringir einstaka sinnum og tekur stöðuna Emil hefur verið í íslenska landsliðinu þó hann hafi ekki verið í félagsliði, líkt og Birkir Bjarnason [Birkir hefur nú gengið til liðs við Al-Arabi í Katar]. Hann tekur þó fyrir það að Erik Hamrén, landsliðsþjálfari, hafi of miklar áhyggjur af stöðu mála. „Ég get nú ekki sagt að hann hringi í hverri viku en hann heyrir alveg í mér inn á milli. Auðvitað langar hann til að ég finni mér lið sem fyrst þannig að það sé ekki eitthvað óþægilegt fyrir hann að velja mig. Ég held samt að í síðasta landsliðsverkefni að við liðslausu félagarnir hefðum sýnt það að við eigum alveg heima í þessum hóp og getum spilað þegar þess þarf,“ segir Emil í innslaginu sem sýnt var á RÚV fyrr í kvöld.Síðustu fimm fótboltaleikir sem Emil Hallfreðsson hefur spilað eru með landsliði Íslands, þar sem hann hefur verið án félags síðan í sumar. En hvernig er dagsdaglegt líf atvinnumanns sem er án félags? Við fengum að fylgja Emil eftir í vikunni.https://t.co/apR98YLfcE — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 20, 2019
Fótbolti Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Fleiri fréttir Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Sjá meira