Mál Rúmena í algjörum forgangi: "Ég var sendur til að tala við þá, bara hræða þá“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. febrúar 2019 19:00 Enn fjölgar þeim rúmensku verkamönnum sem leita réttar síns vegna meintra brota íslenskrar starfsmannaleigu eða á fjórða tug manna. Fyrrum aðstoðarmaður stjórnanda starfsmannaleigunnar segist hafa verið látinn ræða við mennina, jafnvel hræða þá, ef þeir töluðu um að leita réttar síns vegna vangoldinna launa. Undanfarið hafa eftirlitsstofnanir rannsakað mál þar sem grunur leikur á að fjöldi Rúmena séu í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu, þeir fái ekki greidd rétt laun og hefur málinu verið líkt við nútíma þrælahald. Þá búa þeir mjög þröngt í ósamþykktu atvinnuhúsnæði í Kópavogi og borga hátt leiguverð sem dregið er af launum þeirra.Ilja Petrov, fyrrverandi starfsmaður starfsmannaleigunnarIliq Petrov, fyrrum starfsmaður starfsmannaleigunnar, hafði samband við fréttastofu og vildi segja frá reynslu sinni eftir að hafa starfað sem aðstoðarmaður stjórnenda starfsmannaleigunnar í nokkra mánuði. Hann hóf störf í júlí síðastliðnum. „Fyrst byrjaði ég sem nokkurs konar umsjónarmaður og síðan fór ég að sinna öllu,“ segir Petrov. Hann segir marg oft hafa komið upp að verkamennirnir hafi kvartað undan því að fá ekki rétt laun og sagst ætla að leita réttar síns. Þá hafi hann verið settur í málið. „Þegar það voru vandræði með einhverja af starfsmönnunum sendi hún mig til að tala við þá, bara til að hræða þá. Þegar það voru vandræði var talað við mig og ég leysti vandann. Því það voru mikil vandræði þarna,“ segir Petrov sem hætti störfum í desember eftir deilur við forsvarsmenn starfsmannaleigunnar sem hann segir vera vegna vangoldinna launa og upploginna saka. Forsvarsmaður starfsmannaleigunnar vísar þessu á bug og segir Petrov hafa verið rekinn vegna eiturlyfjaneyslu og auðgunarbrota.Fengið lista yfir þrjátíu og tvo verkamennEfling hefur nú þegar hafið rannsókn á málum átján Rúmena en hefur þar að auki fengið sendan lista yfir 32 rúmenska verkamenn sem eru í sömu stöðu, frá rúmenska sendiráðinu í Danmörku sem hefur nú látið sig málið varða. Þá kom mansalsteymi félagsmálaráðuneytisins saman í dag, þar á meðal fulltrúar frá ASÍ, Eflingu, Vinnumálastofnun, frá lögreglunni og félagsmálayfirvöldum, til að ræða framhaldið. Ákveðið var að útvega mönnunum húsnæði næstu vikuna.Rökstuddur grunur um alvarleg brot Einnig voru tuttugu og fimm menn boðaðir á fund hjá Vinnumálastofnun þar sem þeir voru upplýstir um réttindi sín á Íslandi og boðin aðstoð við atvinnuleit. Forsvarsmenn starfsmannaleigunnar neita enn að veita fréttastofu viðtal vegna málsins en vísa áfram öllum ásökunum á bug. Hafið þið eitthvað á þetta fólk? „Já við teljum svo vera. Við eigum eftir að greina þetta og bera saman gögn allra eftirlitsaðilar og það tekur tíma,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Hún geti ekki sagt nákvæmlega hvaða brot á vinnumarkaði starfsmannaleigan sé grunuð um vegna rannsóknahagsmuna. Um ræði alvarleg brot á vinnumarkaði og málið sé í algjörum forgangi. „En ég tel að það sé mjög sterkur rökstuddur grunur,“ segir Unnur. Um ræði alvarleg brot á vinnumarkaði og að málið sé í algjörum forgangi. „Þetta húsnæði það segir nú ansi margt. Okkar reynsla er sú að þegar svona er í pottinn búið og fólk fær svona slæman aðbúnað þá er það eiginlega allan hringinn,“ segir Unnur. Yfirlýsing frá Mönnum í vinnu ehf. Við hjá Menn í vinnu segjum og stöndum við að mennirnir í viðtali Stöðvar 2 sl. fimmtudag sögðu ósatt. Þeir hafa allir fengið borguð sín laun sem er auðsannað enda borgað í gegnum banka. Þær sannanir verið sendar fjölmiðlum, ASI og Eflingu. Þessir menn hafa ekki verið í ánauð hjá okkur í 4 mánuði án matar eða launa enda komu þeir úr mánaðar jólafríi núna seinnipartinn í janúar. Þeir fóru hinsvegar að vinna hjá öðru fyrirtæki en okkar en ætluðu sér að búa í húsnæði á okkar vegum frítt. Það er auðvitað ekki í eðlilegt og þegar þeir voru beðnir að fara eða borga leigu þá byrjuðu hótanir. Hótanir um limlestingar á okkur á skrifstofu sem og umsjónarmönnum ef þeir væru ekki látnir í friði. Við höfum vart treyst okkur að koma í húsið síðan. Svo byrjuðu einnig hótanir að kalla til fjölmiðla og aðrar stofnanir og segja að við værum með illa meðferð á fólki og hefðum aldrei borgað þeim. Okkur datt ekki í hug að fjölmiðlar eða Efling mundu ekki spyrja okkur fyrst um gögn eða upplýsingar um hvort þetta væri satt að við virkilega héldum þarna fólki án launa og án nauðsynja. En svo var það ekki, því miður, eins og við vitum í dag. Þessir menn hafa haft okkur, fjölmiðla, opinbera starfsmenn og stofnanir að algjöru athlægi. Þeir voru flestir með 300-350.000 í VASANN eftir skatt og HÚSALEIGU á mánuði og á meðan Romeo Sarga grét því hann var svo svangur þá átti hann tæpar 700.000 inn á banka en nokkrum dögum áður hafði hann sent okkur skjáskot af bankanum sínum þegar hann var að spyrja um greiðsluseðil sem þar hafði birts. Nú hafa 30-50 mans misst vinnuna og við erum að berjast í því að finna út hvernig við eigum að hjálpa þeim. Öllum er sama um skaðann. Allir vilja bara hitasögu augnabliksins. Sama hvaða skaða og sorg hún veldur öðrum. Nú er Lúkas sagan um lifandi fólk - ég er hugsi yfir þorsta fólks í tyllisögur sem á endanum valda saklausu fólki harmleik. Stóryrði opinberra starfsmanna eru með ólíkindum og er ábyrgð þeirra mikil. Öllum sem vilja er frjálst að hafa samband á work@mennivinnu.is og við skulum senda hverjum sem eftir því óksar öll bankayfirlit sem við höfum greitt þessum mönnum. Kjaramál Kópavogur Vinnumarkaður Tengdar fréttir SA fordæma meint lögbrot starfsmannaleigunnar Menn í vinnu Fjallað var um málefni rúmenskra starfsmanna sem starfa fyrir Menn í vinnu í fréttum Stöðvar 2 í gær en grunur leikur á þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. 8. febrúar 2019 17:46 Átján Rúmenar leitað til Eflingar Verkamenn sem störfuðu fyrir starfsmannaleiguna Menn í vinnu eru sagðir sitja uppi með stóra skattaskuld. Verktaki sem réði menn til vinnu frá starfsmannaleigunni telur að vitundarvakning hafi orðið meðal verktaka um slæm kjör verkafólks. 8. febrúar 2019 18:34 Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: "Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Enn fjölgar þeim rúmensku verkamönnum sem leita réttar síns vegna meintra brota íslenskrar starfsmannaleigu eða á fjórða tug manna. Fyrrum aðstoðarmaður stjórnanda starfsmannaleigunnar segist hafa verið látinn ræða við mennina, jafnvel hræða þá, ef þeir töluðu um að leita réttar síns vegna vangoldinna launa. Undanfarið hafa eftirlitsstofnanir rannsakað mál þar sem grunur leikur á að fjöldi Rúmena séu í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu, þeir fái ekki greidd rétt laun og hefur málinu verið líkt við nútíma þrælahald. Þá búa þeir mjög þröngt í ósamþykktu atvinnuhúsnæði í Kópavogi og borga hátt leiguverð sem dregið er af launum þeirra.Ilja Petrov, fyrrverandi starfsmaður starfsmannaleigunnarIliq Petrov, fyrrum starfsmaður starfsmannaleigunnar, hafði samband við fréttastofu og vildi segja frá reynslu sinni eftir að hafa starfað sem aðstoðarmaður stjórnenda starfsmannaleigunnar í nokkra mánuði. Hann hóf störf í júlí síðastliðnum. „Fyrst byrjaði ég sem nokkurs konar umsjónarmaður og síðan fór ég að sinna öllu,“ segir Petrov. Hann segir marg oft hafa komið upp að verkamennirnir hafi kvartað undan því að fá ekki rétt laun og sagst ætla að leita réttar síns. Þá hafi hann verið settur í málið. „Þegar það voru vandræði með einhverja af starfsmönnunum sendi hún mig til að tala við þá, bara til að hræða þá. Þegar það voru vandræði var talað við mig og ég leysti vandann. Því það voru mikil vandræði þarna,“ segir Petrov sem hætti störfum í desember eftir deilur við forsvarsmenn starfsmannaleigunnar sem hann segir vera vegna vangoldinna launa og upploginna saka. Forsvarsmaður starfsmannaleigunnar vísar þessu á bug og segir Petrov hafa verið rekinn vegna eiturlyfjaneyslu og auðgunarbrota.Fengið lista yfir þrjátíu og tvo verkamennEfling hefur nú þegar hafið rannsókn á málum átján Rúmena en hefur þar að auki fengið sendan lista yfir 32 rúmenska verkamenn sem eru í sömu stöðu, frá rúmenska sendiráðinu í Danmörku sem hefur nú látið sig málið varða. Þá kom mansalsteymi félagsmálaráðuneytisins saman í dag, þar á meðal fulltrúar frá ASÍ, Eflingu, Vinnumálastofnun, frá lögreglunni og félagsmálayfirvöldum, til að ræða framhaldið. Ákveðið var að útvega mönnunum húsnæði næstu vikuna.Rökstuddur grunur um alvarleg brot Einnig voru tuttugu og fimm menn boðaðir á fund hjá Vinnumálastofnun þar sem þeir voru upplýstir um réttindi sín á Íslandi og boðin aðstoð við atvinnuleit. Forsvarsmenn starfsmannaleigunnar neita enn að veita fréttastofu viðtal vegna málsins en vísa áfram öllum ásökunum á bug. Hafið þið eitthvað á þetta fólk? „Já við teljum svo vera. Við eigum eftir að greina þetta og bera saman gögn allra eftirlitsaðilar og það tekur tíma,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Hún geti ekki sagt nákvæmlega hvaða brot á vinnumarkaði starfsmannaleigan sé grunuð um vegna rannsóknahagsmuna. Um ræði alvarleg brot á vinnumarkaði og málið sé í algjörum forgangi. „En ég tel að það sé mjög sterkur rökstuddur grunur,“ segir Unnur. Um ræði alvarleg brot á vinnumarkaði og að málið sé í algjörum forgangi. „Þetta húsnæði það segir nú ansi margt. Okkar reynsla er sú að þegar svona er í pottinn búið og fólk fær svona slæman aðbúnað þá er það eiginlega allan hringinn,“ segir Unnur. Yfirlýsing frá Mönnum í vinnu ehf. Við hjá Menn í vinnu segjum og stöndum við að mennirnir í viðtali Stöðvar 2 sl. fimmtudag sögðu ósatt. Þeir hafa allir fengið borguð sín laun sem er auðsannað enda borgað í gegnum banka. Þær sannanir verið sendar fjölmiðlum, ASI og Eflingu. Þessir menn hafa ekki verið í ánauð hjá okkur í 4 mánuði án matar eða launa enda komu þeir úr mánaðar jólafríi núna seinnipartinn í janúar. Þeir fóru hinsvegar að vinna hjá öðru fyrirtæki en okkar en ætluðu sér að búa í húsnæði á okkar vegum frítt. Það er auðvitað ekki í eðlilegt og þegar þeir voru beðnir að fara eða borga leigu þá byrjuðu hótanir. Hótanir um limlestingar á okkur á skrifstofu sem og umsjónarmönnum ef þeir væru ekki látnir í friði. Við höfum vart treyst okkur að koma í húsið síðan. Svo byrjuðu einnig hótanir að kalla til fjölmiðla og aðrar stofnanir og segja að við værum með illa meðferð á fólki og hefðum aldrei borgað þeim. Okkur datt ekki í hug að fjölmiðlar eða Efling mundu ekki spyrja okkur fyrst um gögn eða upplýsingar um hvort þetta væri satt að við virkilega héldum þarna fólki án launa og án nauðsynja. En svo var það ekki, því miður, eins og við vitum í dag. Þessir menn hafa haft okkur, fjölmiðla, opinbera starfsmenn og stofnanir að algjöru athlægi. Þeir voru flestir með 300-350.000 í VASANN eftir skatt og HÚSALEIGU á mánuði og á meðan Romeo Sarga grét því hann var svo svangur þá átti hann tæpar 700.000 inn á banka en nokkrum dögum áður hafði hann sent okkur skjáskot af bankanum sínum þegar hann var að spyrja um greiðsluseðil sem þar hafði birts. Nú hafa 30-50 mans misst vinnuna og við erum að berjast í því að finna út hvernig við eigum að hjálpa þeim. Öllum er sama um skaðann. Allir vilja bara hitasögu augnabliksins. Sama hvaða skaða og sorg hún veldur öðrum. Nú er Lúkas sagan um lifandi fólk - ég er hugsi yfir þorsta fólks í tyllisögur sem á endanum valda saklausu fólki harmleik. Stóryrði opinberra starfsmanna eru með ólíkindum og er ábyrgð þeirra mikil. Öllum sem vilja er frjálst að hafa samband á work@mennivinnu.is og við skulum senda hverjum sem eftir því óksar öll bankayfirlit sem við höfum greitt þessum mönnum.
Kjaramál Kópavogur Vinnumarkaður Tengdar fréttir SA fordæma meint lögbrot starfsmannaleigunnar Menn í vinnu Fjallað var um málefni rúmenskra starfsmanna sem starfa fyrir Menn í vinnu í fréttum Stöðvar 2 í gær en grunur leikur á þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. 8. febrúar 2019 17:46 Átján Rúmenar leitað til Eflingar Verkamenn sem störfuðu fyrir starfsmannaleiguna Menn í vinnu eru sagðir sitja uppi með stóra skattaskuld. Verktaki sem réði menn til vinnu frá starfsmannaleigunni telur að vitundarvakning hafi orðið meðal verktaka um slæm kjör verkafólks. 8. febrúar 2019 18:34 Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: "Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
SA fordæma meint lögbrot starfsmannaleigunnar Menn í vinnu Fjallað var um málefni rúmenskra starfsmanna sem starfa fyrir Menn í vinnu í fréttum Stöðvar 2 í gær en grunur leikur á þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. 8. febrúar 2019 17:46
Átján Rúmenar leitað til Eflingar Verkamenn sem störfuðu fyrir starfsmannaleiguna Menn í vinnu eru sagðir sitja uppi með stóra skattaskuld. Verktaki sem réði menn til vinnu frá starfsmannaleigunni telur að vitundarvakning hafi orðið meðal verktaka um slæm kjör verkafólks. 8. febrúar 2019 18:34
Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: "Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00