Ástralskur stúdent sakaður um njósnir sleppt úr haldi í Norður-Kóreu Eiður Þór Árnason skrifar 6. júlí 2019 15:59 Faðir hans, sem er prófessor í asískum fræðum við Háskólann í Vestur-Ástralíu, sagði að sonur sinn hafi hlotið góða meðferð í Norður-Kóreu. AP Norður-Kórea gaf út í dag að Alek Sigley, ástralski stúdentinn sem var í haldi norður-kóreskra yfirvalda í heila viku, hafi gerst sekur um að dreifa áróðri gegn stjórnvöldum landsins. Fréttastofa AP greinir frá þessu. Einnig er hann sakaður um að hafa stundað njósnir með því að senda ljósmyndir og annað efni til fréttamiðla sem eru gagnrýnir á stjórnvöld í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. Sigley var leystur úr haldi síðasta fimmtudag. Norður-kóreska ríkisfréttastofan KCNA sagði Sigley hafa viðurkennt brot sín og gengist við því að hafa safnað gögnum með kerfisbundnum hætti um stöðu mála innanlands. Jafnframt var greint frá því að stjórnvöld í Norður-Kóreu hafi vísað Sigley úr landi eftir að hann baðst ítrekað fyrirgefningar á athæfi sínu. Stjórnvöld í Pyongyang hafa áður verið sökuð um að notfæra sér Vesturlandabúa til þess að fá fram tilslakanir í viðræðum sínum við erlend stjórnvöld. Alex Sigley stundaði nám við háskóla í Pyongyang og starfaði sem leiðsögumaður þegar fjölskylda hans og vinir hættu að geta náð í hann á samfélagsmiðlum. Sigley deildi oft frásögnum af lífi sínu í Norður-Kóreu á samfélagsmiðlum og á heimasíðu ferðaskrifstofu sinnar. Þar greindi Sigley reglulega frá því frelsi sem hann upplifði í borginni og voru frásagnir hans oft í ósamræmi við þá neikvæðu ásýnd sem flestir Vesturlandabúar hafa af Norður-Kóreu. Ekki mátti þar sjá neina augljósa gagnrýni á stjórnvöld í Norður-Kóreu, og eins var með þá pistla sem eftir hann birtust í vestrænum fjölmiðlum. Eftir að Sigley var leystur úr haldi flaug hann til Beijing og fór þaðan til Tókíó þar sem hann hitti loks japanska eiginkonu sína, en þau giftu sig í Pyongyang. Sigley sagði blaðamönnum á flugvellinum að ástand sitt væri mjög gott. Faðir hans, sem er prófessor í asískum fræðum við Háskólann í Vestur-Ástralíu, sagði að sonur sinn hafi hlotið góða meðferð í Norður-Kóreu. Ástralía Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump fyrsti forseti Bandaríkjanna sem fer yfir landamærin til Norður-Kóreu Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hittust í dag á hlutlausu landamærasvæði Kóreuríkjanna 30. júní 2019 07:32 Bönd Kína og Norður-Kóreu órjúfanleg Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu og Xi Jinping, forseti Kína, hafa komist að samkomulagi um að aukin samskipti og sterk tengsl milli ríkjanna, á tímum "alvarlegra og flókinna“ alþjóðasamskipta, séu góð fyrir frið á svæðinu. 21. júní 2019 10:34 Trump segist vilja taka í spaðann á Kim Donald Trump Bandaríkjaforseti segir á Twitter síðu sinni í kvöld að eftir að mikilvægum fundi hans með Xi Jingping, forseta Kína, lýkur muni hann halda frá Japan til Suður-Kóreu ásamt forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in. 28. júní 2019 23:27 Tíu milljónir án matar í Norður-Kóreu Bæði Suður-Kórea og Kína senda Norður-Kóreu tugþúsundir tonna af hrísgrjónum. Dugar skammt því að þörfin er talin vera 1,5 milljónir tonna. Fjörutíu prósent landsmanna sögð búa við sáran skort. 20. júní 2019 06:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Norður-Kórea gaf út í dag að Alek Sigley, ástralski stúdentinn sem var í haldi norður-kóreskra yfirvalda í heila viku, hafi gerst sekur um að dreifa áróðri gegn stjórnvöldum landsins. Fréttastofa AP greinir frá þessu. Einnig er hann sakaður um að hafa stundað njósnir með því að senda ljósmyndir og annað efni til fréttamiðla sem eru gagnrýnir á stjórnvöld í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. Sigley var leystur úr haldi síðasta fimmtudag. Norður-kóreska ríkisfréttastofan KCNA sagði Sigley hafa viðurkennt brot sín og gengist við því að hafa safnað gögnum með kerfisbundnum hætti um stöðu mála innanlands. Jafnframt var greint frá því að stjórnvöld í Norður-Kóreu hafi vísað Sigley úr landi eftir að hann baðst ítrekað fyrirgefningar á athæfi sínu. Stjórnvöld í Pyongyang hafa áður verið sökuð um að notfæra sér Vesturlandabúa til þess að fá fram tilslakanir í viðræðum sínum við erlend stjórnvöld. Alex Sigley stundaði nám við háskóla í Pyongyang og starfaði sem leiðsögumaður þegar fjölskylda hans og vinir hættu að geta náð í hann á samfélagsmiðlum. Sigley deildi oft frásögnum af lífi sínu í Norður-Kóreu á samfélagsmiðlum og á heimasíðu ferðaskrifstofu sinnar. Þar greindi Sigley reglulega frá því frelsi sem hann upplifði í borginni og voru frásagnir hans oft í ósamræmi við þá neikvæðu ásýnd sem flestir Vesturlandabúar hafa af Norður-Kóreu. Ekki mátti þar sjá neina augljósa gagnrýni á stjórnvöld í Norður-Kóreu, og eins var með þá pistla sem eftir hann birtust í vestrænum fjölmiðlum. Eftir að Sigley var leystur úr haldi flaug hann til Beijing og fór þaðan til Tókíó þar sem hann hitti loks japanska eiginkonu sína, en þau giftu sig í Pyongyang. Sigley sagði blaðamönnum á flugvellinum að ástand sitt væri mjög gott. Faðir hans, sem er prófessor í asískum fræðum við Háskólann í Vestur-Ástralíu, sagði að sonur sinn hafi hlotið góða meðferð í Norður-Kóreu.
Ástralía Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump fyrsti forseti Bandaríkjanna sem fer yfir landamærin til Norður-Kóreu Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hittust í dag á hlutlausu landamærasvæði Kóreuríkjanna 30. júní 2019 07:32 Bönd Kína og Norður-Kóreu órjúfanleg Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu og Xi Jinping, forseti Kína, hafa komist að samkomulagi um að aukin samskipti og sterk tengsl milli ríkjanna, á tímum "alvarlegra og flókinna“ alþjóðasamskipta, séu góð fyrir frið á svæðinu. 21. júní 2019 10:34 Trump segist vilja taka í spaðann á Kim Donald Trump Bandaríkjaforseti segir á Twitter síðu sinni í kvöld að eftir að mikilvægum fundi hans með Xi Jingping, forseta Kína, lýkur muni hann halda frá Japan til Suður-Kóreu ásamt forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in. 28. júní 2019 23:27 Tíu milljónir án matar í Norður-Kóreu Bæði Suður-Kórea og Kína senda Norður-Kóreu tugþúsundir tonna af hrísgrjónum. Dugar skammt því að þörfin er talin vera 1,5 milljónir tonna. Fjörutíu prósent landsmanna sögð búa við sáran skort. 20. júní 2019 06:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Trump fyrsti forseti Bandaríkjanna sem fer yfir landamærin til Norður-Kóreu Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hittust í dag á hlutlausu landamærasvæði Kóreuríkjanna 30. júní 2019 07:32
Bönd Kína og Norður-Kóreu órjúfanleg Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu og Xi Jinping, forseti Kína, hafa komist að samkomulagi um að aukin samskipti og sterk tengsl milli ríkjanna, á tímum "alvarlegra og flókinna“ alþjóðasamskipta, séu góð fyrir frið á svæðinu. 21. júní 2019 10:34
Trump segist vilja taka í spaðann á Kim Donald Trump Bandaríkjaforseti segir á Twitter síðu sinni í kvöld að eftir að mikilvægum fundi hans með Xi Jingping, forseta Kína, lýkur muni hann halda frá Japan til Suður-Kóreu ásamt forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in. 28. júní 2019 23:27
Tíu milljónir án matar í Norður-Kóreu Bæði Suður-Kórea og Kína senda Norður-Kóreu tugþúsundir tonna af hrísgrjónum. Dugar skammt því að þörfin er talin vera 1,5 milljónir tonna. Fjörutíu prósent landsmanna sögð búa við sáran skort. 20. júní 2019 06:00